Evrópa

33 Kaupmannahöfn leiðslu legokubba, lækningatækja og sjónvarpstækja. Þungaiðnaður hefur lengi verið stundaður og er efniviðurinn í hann fluttur inn, eins og járn og stál til skipasmíða. Samgöngur í Danmörku eru eins og þær gerast bestar. Góðar vega- og járnbrautarsamgöngur eru um land allt. Stórabelti og Litlabelti, sundin á milli Sjálands, Fjóns og Jótlands eru brúuð, en stærstu eyjarnar eru tengdar með brúm. Eyrarsundsbrúin og Eyrarsundsgöngin sem vígð voru árið 2000 tengja saman Danmörku og Svíþjóð. Yfir brúna liggur hraðbraut og tvær járnbrautir. Í Danmörku búa rúmar 6 milljónir manna um landið allt. Helstu borgir auk Kaupmannahafnar, sem er langstærst, eru Óðinsvé á Fjóni og Árósar, Álaborg, Horsens og Esbjerg á Jótlandi. Varðmenn við höll Danakonungs í Amalíuborg. Danmörk Stærð 43.000 km² Íbúafjöldi 6 milljónir Höfuðborg Kaupmannahöfn Tungumál danska Orðalisti Já – ja Nei – nej Takk – tak Ég elska þig – jeg elsker dig Þjóðlegur matur Frikadeller – kjötbollur Smurbrauð Purusteik

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=