32 NORÐURLÖND Í dag er meira en helmingur af flatarmáli landsins nýttur til ræktunar sem telja má til helstu náttúruauðlinda Dana. Vesturhluti Danmerkur til beitar en austurhlutinn til akuryrkju. Aðallega er ræktað hveiti, bygg og hafrar. Kvikfjárrækt er mjög mikil og eru helstu afurðirnar svínakjöt og mjólk. Góð fiskimið eru við landið. Langstærsti hluti aflans veiðist í Norðursjó og eru helstu tegundir þorskur, rauðspretta og rækja. Lengi vel var landbúnaður sem matvælaframleiðsla ein mikilvægasta atvinnu- og útflutningsgrein Dana. Iðnaðarframleiðsla óx hins vegar hröðum skrefum frá um 1950 og í lok 20. aldar skilaði iðnvarningur þrisvar sinnum meiri tekjum til ríkisins en landbúnaðurinn og er mikilvægasta atvinnugreinin í dag. Iðnaðurinn byggðist upphaflega á framleiðslu tækja og búnaðar fyrir landbúnaðinn. Seinni ár hefur öflugur og arðbær léttiðnaður og hátækni- og rafeindaiðnaður rutt sér til rúms sem byggist þó að mestu á innfluttum hráefnum. Má þar nefna framDanmörk Danmörk myndar, ásamt sjálfstjórnarsvæðunum Grænlandi og Færeyjum, konungsríkið Danmörku. Ísland var hluti af danska ríkinu í margar aldir. Árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og árið 1944 var íslenska lýðveldið stofnað. Danska konungsættin er ein elsta ríkjandi konungsætt í heimi með aðsetur í Kaupmannahöfn, höfuðborg landsins. Danmörk, sem er tæplega hálft Ísland að flatarmáli, samanstendur af Jótlandsskaga, áföstum meginlandi Evrópu, og tæplega 450 eyjum. Stærstar þeirra eru Sjáland og Fjón. Borgundarhólmur, Láland, Falstur, Mön, Langaland og Hlésey eru minni. Að sunnan á Danmörk landamæri að Þýskalandi en annars liggur ríkið að sjó, Norðursjó að vestan, Skagerrak að norðan, Kattegat að norðvestan og Eystrasalti að austan. Sundið á milli Danmerkur og Svíþjóðar heitir Eyrarsund. Í Danmörku er jarðvegur djúpur og frjósamur vegna framburðar skriðjökla og jökulfljóta. Nánast engin verðmæt jarðefni finnast þar. Danir eiga þó olíu- og gaslindir innan efnahagslögsögu sinnar í Norðursjó. Við Nýhöfn, sem áður var helsta uppskipunarhöfn Kaupmannahafnar, er nú fjöldi veitingastaða og blómlegt mannlíf.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=