Evrópa

31 Nuuk Stokkhólmur Í norðurhluta Skandinavíu eru vegir sæmilegir en járnbrautirengar svo þar verða íbúar að treysta meira á samgöngur í lofti og á sjó í lengri ferðir og vöruflutninga. Á Íslandi og í Færeyjum eru engar járnbrautir. Iðnaður á Norðurlöndum er af margvíslegum toga. Norðmenn vinna olíu og gas úr Norðursjó, ásamt Dönum að einhverju leyti. Raforkuframleiðsla er mikilvægur iðnaður hjá Íslendingum, Norðmönnum og Svíum. Íslendingar framleiða rafmagn úr vatnsföllum sínum á meðan Svíar framleiða það úr vatnsorku í Norður-Svíþjóð en í kjarnorkuverum sunnar í landinu. Danir standa framarlega í nýtingu vindafls til raforkuframleiðslu. Timburiðnaður er stór atvinnugrein hjá Finnum og Svíum sem nýtist m.a. í húsgagna- og pappírsiðnaði. Í Danmörku og Noregi er matvælaiðnaður mikilvæg atvinnugrein og í Svíþjóð hefur járnauðugur berggrunnurinn skapað grundvöll fyrir þungaiðnað, þ.e. járn- og stáliðnað, skipasmíðar og bílaframleiðslu. Hátækniiðnaður er talsverður á Norðurlöndum. Norðurlöndin eiga sér sterka lýðræðishefð og traust stjórnkerfi þar sem grunnstoðir samfélaganna eru traustar og almannatryggingakerfið með því víðtækasta í heimi. Þar eru þjóðartekjur með þeim hæstu í heimi og lífskjör með þeim bestu. Ríkin standa mjög framarlega í jafnrétti og almennum mannréttindum. Grænland Stærð 2,166,000 km² Íbúafjöldi 56 þúsund Höfuðborg Nuuk Tungumál grænlenska Orðalisti Já – aap Nei – naamik Takk – qujanaq Ég elska þig – asavakkit Þjóðlegur matur Selkjöt Hvalkjöt Svíþjóð Stærð 450.000 km² Íbúafjöldi 10,7 milljónir Höfuðborg Stokkhólmur Tungumál sænska Orðalisti Já – ja Nei – nej Takk – tack Ég elska þig – jag älskar dig Þjóðlegur matur Sænskar kjötbollur Falukorv – pylsa Ärtsoppa – baunasúpa Surströmming – niðursoðin síld Sleðahundur frá Grænlandi. Elgir eru algengir í skógum Norður-Evrópu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=