30 Álandseyjar NORÐURLÖND Þórshöfn Helsinki Norðurlandaþjóðirnar, að undanskildum Finnum, Grænlendingum og Sömum, eiga sameiginlegt fornmál, norrænu, sem telst til germönsku málaættarinnar. Norrænu þjóðirnar líta hver á aðra sem frændþjóðir vegna sameiginlegs uppruna eða sögu, tungu og fleiri þátta. Hvert ríki á þó sín sérkenni. Lítum aðeins á muninn þeirra á milli. Eins og áður sagði er Danmörk láglent land með frjósaman jarðveg og því mikið og gott ræktarland. Þar eru grónir akrar einkennandi. Danmörk er mesta landbúnaðarland Norðurlandanna. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru skógi vaxin og í Svíþjóð og Finnlandi má finna fjöldann allan af vötnum. Finnland er oft nefnt Þúsund vatna landið og er stundum sagt að vötnin séu óteljandi. Timburiðnaður er mikilvæg atvinnugrein í þessum löndum og þá sérstaklega í Svíþjóð og Finnlandi. Noregur, Færeyjar og Ísland eru miklar fiskveiðiþjóðir með ein bestu fiskimið heims innan sinnar fiskveiðilögsögu. Það kemur sér líka einkar vel fyrir efnahag þjóðanna þar sem hálent landið nýtist ekki eins vel til ræktunar og láglendið í hinum löndunum. Í suðurhluta Skandinavíu er stundaður hátæknivæddur landbúnaður, svína- og kornrækt, aðallega hveiti, bygg og hafrar. Samgöngur á Norðurlöndum eru almennt góðar eins og vega- og járnbrautarsamgöngur í suður- hluta Skandinavíu, Danmörku og Finnlandi. Finnland Stærð 338.000 km² Íbúafjöldi 5,6 milljónir Höfuðborg Helsinki Tungumál finnska Orðalisti Já – kyllä Nei – ei Takk – kiitos Ég elska þig – minä rakastan sinua Þjóðlegur matur Kaalikaaryleet – kálbögglar Graavilohi – grafinn lax Mustikkapiirakka – bláberjapæ Færeyjar Stærð 1.399 km² Íbúafjöldi 56 þúsund Höfuðborg Þórshöfn Tungumál færeyska Orðalisti Já – ja Nei – nei Takk – takk Ég elska þig – eg elski teg Þjóðlegur matur Skerpukjöt þurrkað kindakjöt Tvøst og spik – grindhvalakjöt og spik Sjófuglar t.d. lundi Í skógum í norðurhluta Skandinavíu og Rússlandi lifa skógarbirnir. Færeyskt sauðfé gengur úti allt árið um kring.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=