29 Reykjavík landa allt frá víkingatímanum. Á tíma Kalmarsambandsins voru Norðurlöndin undir sameiginlegri stjórn en eftir að það leið undir lok, snemma á 16. öld, var mikið um ófrið milli landanna fram yfir miðja 19. öld. Noregur, Danmörk og Svíþjóð voru þó nátengd þar sem konungsættirnar voru tengdar hver annarri blóðböndum. Ef skoðuð eru kort af Norðurlöndum má sjá að þau teygja sig frá Íslandi og Færeyjum í vestri yfir Skandinavíuskaga, austur til Finnlands og til Danmerkur sem er syðst. Þó að saga og menning sé lík þá er landslagið mjög ólíkt. Danmörk er láglend og slétt og það eru hlutar Svíþjóðar og Finnlands einnig. Þessi landsvæði eru hluti af Norður-Evrópusléttunni. Noregur er hálendur og liggja landamærin við Svíþjóð eftir endilöngum Skandinavíuskaga þar sem fjöllin eru hæst. Í Noregi eru fjölmargir djúpir firðir sem mynduðust á ísöld. Allt landslag í Skandinavíu ber í raun merki ísaldarjökulsins sem var þykkastur um 3000 m og þakti mest alla Skandinavíu og Finnland, bæði fjöll og láglendi. Ísland er einnig hálent og þar er stærsti jökull Evrópu, Vatnajökull. Landslagið og veðurfarið á norðlægum slóðum hefur mótað mannlíf og atvinnuhætti þjóðanna og veitt þeim þau sérkenni sem einkenna þær í dag. Efnahagslögsaga landanna í Norður-Evrópu. Ísland Stærð 103.000 km² Íbúafjöldi 400 þúsund Höfuðborg Reykjavík Tungumál íslenska Þjóðlegur matur Flatkökur og hangikjöt Kjötsúpa Skyr með bláberjum Eldgos í Fagradalsfjalli 2023.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=