Evrópa

28 NORÐURLÖND Norðurlönd Þau lönd sem í daglegu tali nefnast Norðurlönd eru Ísland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland og sjálfstjórnarsvæðin, Grænland og Færeyjar, undir yfir- ráðum Dana og Álandseyjar undir yfirráðum Finna. Grænland tilheyrir landfræðilega Norður-Ameríku og verður ekki fjallað sérstaklega um það hér. Íbúar Norðurlanda tengjast að hluta til í gegnum sömu sögu og menningu sem nær allt aftur á steinöld eða frá því að Norðurlönd byggðust fyrst. Sameining og sundrung hefur einkennt sögu Norður- 05 - Europe-N / 3 -30.04.2010 ´ • Vestasti tangi Evrópu eru Bjargtangar á Vestfjörðum á Íslandi. Svansmerkið Svansmerkið er tákn um norræna samvinnu. Vængfjaðrirnar átta eiga að tákna norrænu ríkin fimm, Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð, og sjálfstjórnarsvæðin þrjú, Færeyjar, Grænland og Álandseyjar. Samvinnan er á mörgum sviðum eins og í efnahags- og atvinnumálum, mennta- og menningarmálum og umhverfismálum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=