Evrópa

27 Stjórnarfar Í flestum ríkjum Evrópu er lýðræði, það er að segja fólkið kýs sér fulltrúa í kosningum til þess að stjórna landinu. Til þess að ríki geti talist lýðræðislegt þarf fólkið að njóta vissra réttinda eins og að mega tjá sig, stofna stjórnmálasamtök og taka þátt í umræðum án þess að eiga á hættu að vera fangelsað eða pyntað. Þetta köllum við mannréttindi. Dómstólar þurfa einnig að vera óháðir svo að fólk fái réttláta málsmeðferð. Flest ríkin í Evrópu eru lýðveldi, það þýðir að þjóðhöfðinginn er forseti. Annars staðar gegna konungar, furstar eða hertogar æðstu embættum landsins. Þeir eru ekki kosnir heldur gengur tignin í erfðir. Í þessum löndum er þingbundin konungsstjórn, sem þýðir að valdið er í höndum þings og þjóðar. Þau eru því lýðræðisríki þó að þau séu ekki lýðveldi. Trúarbrögð Í Evrópu gildir að menn skuli hafa frelsi til að velja sér trúarbrögð. Þetta þýðir að menn geta haft hvaða trú sem þeir vilja eða val til að trúa ekki á neitt. Nefnist þetta trúfrelsi og er tryggt í Mannréttindasáttmála Evrópu. Í álfunni er að finna fjölbreyttar trúarskoðanir en meirihluti íbúanna er kristinn. Kristin trú í Evrópu skiptist í megindráttum í þrjár ólíkar kirkjudeildir; rómversk-kaþólsku kirkjuna, mótmælendakirkjur og rétttrúnaðarkirkjuna. Næst fjölmennustu trúarbrögðin er islamstrú en einnig búa í Evrópu gyðingar, búddistar, shítar og hindúar svo önnur dæmi séu tekin. Trúarbrögð hafa haft mikil áhrif á hugmyndir manna bæði um lífið og samfélagið. Þannig móta þau menningu, lög og siðferðiskennd. Í nokkrum ríkjum Evrópu, líkt og Möltu, Íslandi, Grikklandi og Noregi, er opinber trú en í öðrum ríkjum er aðskilnaður ríkis og trúarbragða við lýði. Útbreiðsla trúarbragða í Evrópu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=