Evrópa

26 EVRÓPA Landamæri, mörk á milli landa, geta bæði verið náttúruleg og stjórnmálaleg. Náttúruleg landamæri eru t.d. þegar höf, fjallgarðar og ár skilja á milli landa. En stjórnmálaleg landamæri verða til þar sem valdabarátta, stjórnmál og deilur um landsvæði ráða mestu um hvar landamæri liggja. Tungumál Í löndum Evrópu eru töluð um 50 tungumál. Tungumálin eru af þremur meginstofnum, germönsk, rómönsk og slavnesk. Germönsk mál eru mest töluð í Mið- og Norður-Evrópu, rómönsk mál í Suður- Evrópu og við Miðjarðarhafið og slavnesk mál í Austur-Evrópu. Einnig eru töluð einangruð mál eins og gelíska, finnsk-úgrísk mál og baskneska sem Baskar á Spáni og í Frakklandi tala og er óskylt öllum öðrum evrópskum tungumálum. Í fjalllendi Sviss er retó-rómanska töluð af nokkrum tugum þúsunda sem fer fækkandi. Þrjú mismunandi stafróf eru notuð í Evrópu, hið latneska, kyrillíska (notað m.a. í Rússlandi og Úkraínu) og gríska sem er elsta stafrófið sem enn er notað. Margar ólíkar þjóðir Þó að Evrópa sé ekki stór í samanburði við aðrar heimsálfur eru þjóðir hennar talsvert ólíkar, tala mismunandi tungumál, eiga sér ólíka sögu og menningu. Náttúrulegar aðstæður hafa ráðið þar miklu um. Fjöllótt landslag hefur sem dæmi víða einangrað samfélög og gert mörgum litlum þjóðum með sérstæða menningu kleift að komast af. Baltnesk mál Gríska Keltnesk mál Rómönsk mál Germönsk mál Slavnesk mál Albanska Indó-evrópsk mál Tyrknesk mál Finnsk-úgrísk mál Baskamál Önnur mál Þjóðernisvitund merkir í raun að vera meðvitaður um þjóðerni sitt og getur því verið sameiningartákn en einnig valdið deilum. Það sem mótar þjóðerni okkar, og vitund um það, er oftast sameiginleg saga, menning, tungumál, trú og búsvæði. Hver þjóð á ekki öll þessi atriði sameiginleg. Hjá sumum þjóðum, eins og Spánverjum og Svisslendingum, eru t.d. töluð nokkur tungumál eða mállýskur. Það má því segja að þjóðernisvitund sé eins konar sjálfsmynd þjóðarinnar. Þjóðernisvitund getur stuðlað að þjóðarstolti, hún getur þjappað þjóðum saman og eflt þær til dáða. En þjóðernisvitund á sér líka skuggahliðar ef hún gengur út í öfgar. Þá fara menn að trúa því að einkenni einnar þjóðar séu æðri einkennum annarra þjóða. Þannig getur þjóðernisvitund í sinni neikvæðustu mynd alið á mismunun, hatri og ofsóknum, valdið sundrungu milli þjóðernishópa og þjóða og leitt af sér átök líkt og gerðist bæði í síðari heimsstyrjöldinni og átökunum á Balkanskaga. Þjóðernisvitund Útbreiðsla helstu tungumála í Evrópu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=