Evrópa

25 Umhverfisvænar samgöngur Það sem knúið hefur samgöngutækin hingað til er jarðefnaeldsneyti. En jarðefnaeldsneyti mengar og er þess vegna ekki umhverfisvænt. Í dag keppast menn við að leita leiða til að knýja samgöngutækin með umhverfisvænum orkugjöfum, umhverfinu, og þá sérstaklega hinni ókomnu framtíð, til hagsbóta. Sem dæmi um nýjar umhverfisvænar lausnir má nefna rafmagns-, vetnis- og metanbíla. milli staða og að því leyti má segja að heimurinn sé stöðugt að „minnka“. Flugvélar og skip verða sífellt stærri og geta þar af leiðandi borið meiri og þyngri farm. Hafnir verða aðgengilegri með tilliti til stærri skipa og samgöngur á landi verða sífellt betri. Með sjóflutningum er dreift gríðarlegu magni af vörum enda eru flutningaskip orðin stærsti og hagkvæmasti flutningsmátinn sem völ er á. Aðallega er um að ræða vöruflutninga og er siglt með vörur heimshorna á milli. Ferjur sjá um fólksflutninga þar sem ekki er hægt að koma við öðrum samgöngum. Stærsti hlutinn af neysluvarningi Íslendinga berst til landsins með flutningaskipum. Mörg fljót í Evrópu hafa skipt mjög miklu máli í samgöngum og vöruflutningum og ráðið að miklu leyti búsetu manna allt frá því að Evrópa byggðist. Tökum eina af stærri ám Evrópu sem dæmi. Dóná á upptök sín í Ölpunum og rennur um höfuðborgir fjögurra ríkja, Austurríkis, Slóvakíu, Ungverjalands og Serbíu, áður en hún rennur út í Svartahaf. Við getum því rétt ímyndað okkur það byggðamynstur sem Dóná skapaði. Frá því að Evrópa byggðist hafa menn nýtt fljótin til flutninga. Miklir vöruflutningar fara enn fram á þessum vatnaleiðum, aðallega þungaflutningar. Flugflotinn í Evrópu er orðinn gríðarlega stór og stjórn flugumferðar er vandasamt verk. Í dag vex flugþjónusta hraðast af öllum samgöngugeirum. Þegar járnbrautin kom til sögunnar var hafist handa við að leggja stálteina, sem í dag mynda flókið samgöngunet um alla Evrópu. Kostir járnbrautanna eru að þær valda lítilli mengun og draga víða úr bílaumferð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=