Evrópa

24 EVRÓPA Samgöngur Samgöngukerfi Evrópu eru afar mikilvæg og gegna lykilhlutverki í fólks- og vöruflutningum. Góðar samgöngur eru undirstaða hagsældar. Þær tryggja m.a. aðgang að vinnu, vörum, þjónustu, menntun og tómstundum. Það er stöðugur straumur af fólki og vörum á ferð og flugi milli landa í Evrópu. Helsta samgöngunet Evrópu eru hraðbrautir og annað gatnakerfi, járnbrautir, flugumferð, skipaskurðir og ár, og siglingar á höfunum. Með bættum samgöngum hafa samskipti og viðskipti á milli þjóða aukist til muna. Nú er auðvelt að flytja vörur heimshorna á milli á stuttum tíma. Samgöngur í Evrópu hafa ekki alltaf verið jafn auðveldar og þær eru í dag. Enn er mikill munur á milli landa. Í Norður- og Mið-Evrópu eru samgöngur almennt mjög góðar þar sem náttúrulegar hindranir hafa verið yfirstignar, jafnvel í strjálbýlum löndum. En í Austur-Evrópu eru samgöngumannvirki víða úr sér gengin og í Ölpunum hafa flutningsleiðir oft verið takmarkaðar. Stöðugar umbætur í samgöngumálum hafa leitt til þess að fljótlegra er að ferðast og senda vörur á Gatnakerfi tekur mikið pláss og er fyrirferðarmikið í Evrópu, sérstaklega í vestanverðri álfunni. Margs konar umferð Þegar talað er um samgöngur og umferð nú til dags er ekki alltaf eingöngu átt við hefðbundna umferð bíla, skipa, flugvéla og járnbrauta. Veraldar- vefurinn og farsímar hafa breytt möguleikum milljóna manna til samskipta við umheiminn. Þannig er talað um umferð á Veraldarvefnum og aðgangur að síma og netsambandi getur skipt fólk miklu máli. Víðast hvar í Evrópu er netnotkun og farsímaeign nokkuð almenn. Í löndum eins og Hollandi, Svíþjóð, Lúxemborg og hér á Íslandi hafa um 80% heimila aðgang að Netinu á meðan innan við helmingur heimila í Grikklandi, Tékklandi og Portúgal hafa netaðgang. Milljónir manna nýta sér daglega þéttriðið samgöngunet Evrópu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=