Evrópa

23 Jarðhitaskóli SÞ á Íslandi Vissir þú að Sameinuðu þjóðirnar starfrækja orkuskóla á Íslandi? Skólinn heitir Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna og þangað koma nemendur úr öllum heiminum til að læra um nýtingu jarðvarma. Hugmyndin að skólanum kviknaði í olíukreppunni á 8. áratugnum þegar olíuverð var gríðarlega hátt og margar þjóðir höfðu ekki efni á að kaupa olíu. Skólinn var stofnaður árið 1979 og hefur því starfað í yfir þrjátíu ár á Íslandi. Allir nemendur skólans eru með háskólapróf. Þeir koma til Íslands í sex mánaða nám og færa svo þekkingu og reynslu Íslendinga af nýtingu jarðvarma til sinna heimalanda. Af evrópskum nemendum Jarðhitaskólans hafa flestir komið frá Austur-Evrópu. Samgöngur Samgöngukerfi Evrópu eru afar mikilvæg og gegna lykilhlutverki í fólks- og vöruflutningum. Góðar samgöngur eru undirstaða hagsældar. Þær tryggja m.a. aðgang að vinnu, vörum, þjónustu, menntun og tómstundum. Það er stöðugur straumur af fólki og vörum á ferð og flugi milli landa í Evrópu. Helsta samgöngunet Evrópu eru hraðbrautir og annað gatnakerfi, járnbrautir, flugumferð, skipaskurðir og ár, og siglingar á höfunum. Með bættum samgöngum hafa samskipti og viðskipti á milli þjóða aukist Náttúruvá í Evrópu Flóð, þurrkar og hitabylgjur eru mikil náttúruvá sem oft leiðir til náttúruhamfara í Evrópu. Munurinn á náttúruvá og náttúrhamförum er sá að náttúruvá vofir yfir en náttúruhamfarir eiga sér stað. Fyrra hugtakið á við möguleikana en hið síðara við atburðinn sjálfan þegar náttúran er í ham. Í Evrópu falla hitamet ár eftir ár. Öfgar í veðurfari eru orðnar meiri. Mörg lönd í Evrópu hafa orðið fyrir þurrkum og gróðureldum, sérstaklega í suðurhluta álfunnar. Á meðan önnur lönd og svæði í Evrópu glíma við meiri rigningar og flóð en áður. Hlýnun loftslags hefur áhrif á margt til hins verra, matvælaframleiðslu, vistkerfi, öryggi mannfólks, vatnsbirgðir, auk þess að auka hættuna á náttúruSkógar eyðast m.a. vegna mengunar og súrs regns. Í Tékklandi hefur rúmlega helmingur skóglendis skemmst eða drepist af þeim sökum. Hitabylgja í París. hamförum. En með umhverfisvænum lífsstíl, nýsköpun og tækni getum við dregið úr hlýnun og neikvæðum áhrifum hennar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=