Evrópa

22 EVRÓPA Hluti neyslunnar er nauðsynlegur fyrir daglegt líf en annað meira til að uppfylla óskir og langanir. Hvað getur þú gert? Það er heilmargt. • Borðaðu mat sem er umhverfis- og loftslagsvænn, t.d. minna kjöt og meira grænmeti. • Skoðaðu neysluvenjur þínar, notaðu það sem þú átt til matargerðar og flokkaðu úrgang. • Endurhugsaðu, endurnýttu og endurskapaðu. Forðastu óþarfa. Hvað þarftu í raun og veru? • Veldu innlenda framleiðslu. Vertu ábyrgur neytandi, veldu umhverfisvænar vörur og þjónustu. • Sparaðu orku, slökktu ljós sem ekki þarf að nota. • Hjólaðu, labbaðu eða notaðu almenningssamgöngur á milli staða. Umhverfismál Evrópa og heimurinn allur stendur frammi fyrir miklum áskorunum í umhverfismálum og er ljóst að leggja þarf ríkari áherslu á umhverfismál og endurvinnslu en áður hefur verið gert. Evrópuþjóðir hafa tekið höndum saman á ýmsan hátt til að stuðla að frekari endurvinnslu og bættum lífsgæðum. Ósonlag Gróðurhúsaáhrif Þegar talað er um gróðurhúsaáhrif er átt við hlýnun í lofthjúpi jarðar. Það sem gerist í lofthjúpnum er líkt því sem gerist í gróðurhúsi sem ætlað er að halda hita inni. Vísindamenn eru margir sammála um að það séu einkum aðgerðir mannanna sem valda gróðurhúsaáhrifum. Með brennslu jarðefnaeldsneytis og ýmsum öðrum aðgerðum hefur maður- inn hleypt lofttegundum út í andrúmsloftið sem valda þessum áhrifum. Stærsta þáttinn í þessu ferli á koltvíoxíð (CO2). Þegar sólin varpar geislum sínum á jörðina nær rúmur helmingur þeirra til jarðar og hita hana. Sá hluti geisla sólarinnar sem ekki nær til jarðar endur- kastast aftur út í geiminn vegna lofthjúps jarðar og skýja. Ýmsar agnir í loftinu hjálpa jörðinni við að halda hitanum frá sólinni í lofthjúpi sínum. Orkan sem jörðin fær frá sólinni er mjög mikilvæg og er t.d. undirstaða ljóstillífunar plantna og um leið framleiðslu súrefnis. Þannig má í raun segja að gróður-húsaáhrifin séu undirstaða lífs á jörðinni eins og við þekkjum hana í dag. Þegar agnirnar sem halda hitanum á jörðinni verða of margar veldur það hækkuðu hitastigi. Þannig valda gróðurhúsalofttegundir, sem hægt er að segja að séu agnir í loftinu, því að jörðin hlýnar og það getur haft slæmar afleiðingar fyrir lífríki jarðar-innar. Jöklar bráðna, yfirborð sjávar hækkar, gróðurbelti færast til og flóðahætta eykst sem getur haft mikil áhrif á þéttbýl og frjósöm svæði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=