Evrópa

21 aði og mikið vatn í matvælaframleiðslu. Vatn getur mengast á marga vegu, s.s. með áburðarnotkun í landbúnaði, þegar við notum sápu eða setjum önnur efni eins og klór í vatn. Loftið sem við öndum að okkur má ekki vera mjög mengað því þá getur það valdið okkur skaða. Loft er ekki bara súrefni því í andrúmsloftinu eru ýmsar aðrar lofttegundir. Andrúmsloftið skiptist í raun í 78% köfnunarefni, 21% súrefni og 1% aðrar lofttegundir. Ýmis efni, svo sem flúor, brennisteinn, koltvísýringur og nitur, koma frá iðnaði og blandast andrúmsloftinu og valda mengun. Mengun í lofti getur orsakað sjúkdóma í öndunarfærum en einnig valdið súru regni. Súrt regn myndast þegar mengandi efni, eins og brennisteinn, bindast regnvatni og menga jarðveginn þegar regnið fellur til jarðar. Það veldur einnig skaða á plöntum og eyðileggur byggingar. Hugað að umhverfinu Engin heimsálfa hefur orðið fyrir jafn miklum áhrifum af mannavöldum og Evrópa. Náttúruauðlindir hafa verið nýttar til hins ítrasta og standa margar þjóðir frammi fyrir miklum umhverfisvanda. Hvernig brugðist er við vandanum er oft tengt því hvort um ríkar eða fátækar þjóðir er að ræða. Þannig hafa t.a.m. Þjóðverjar, sem teljast til ríkra Evrópuþjóða, unnið mikið að því að leysa umhverfisvanda og eru þjóða fremstir í endurvinnslu og mengunarvörnum. Önnur ríki, eins og í Austur-Evrópu, sem eiga við mikinn umhverfisvanda að stríða, hafa ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að takast á við hann þar sem þau glíma við mörg önnur vandamál og hafa takmarkað fjármagn til að leita lausna. Umhverfismálin lenda ekki fremst í forgangsröðinni því það kostar peninga að vinna að verndun umhverfisins. Það er mikilvægt fyrir okkur að ganga vel um jörðina okkar því við getum ekki fengið aðra ef við eyðileggjum þessa. Við berum því öll sameiginlega ábyrgð og verðum að leggja okkar af mörkum til að ganga ekki um of á auðlindir jarðar. Okkur ber að skila jörðinni til komandi kynslóða í sama eða betra ásigkomulagi en við tókum við henni. Það sem okkur er einna mikilvægast að vernda í umhverfi okkar er vatn, loft og jarðvegur. Allt líf þarfnast vatns til að lifa. Við þurfum drykkjarvatn fyrir okkur sjálf, fyrir dýrin, vatn til vökvunar í landbúnÁ þessari mynd sést yfir höfnina í Reykjavík. Kolakraninn er í baksýn en kol voru notuð til upphitunar húsa áður en heitt vatn var leitt í hús árið 1930. Víða í Evrópu er mengun mikið vandamál.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=