18 EVRÓPA Iðnaður Þróun iðnaðar hófst í Evrópu með iðnvæðingunni um miðja 18. öld. Vagga iðnvæðingarinnar var í Bretlandi þar sem menn hófu að nýta gufuafl til að knýja vélar, einkum í textíliðnaði. Til iðnaðarframleiðslu þarf mikla orku, auk hráefnis til framleiðslunnar og vinnuafls. Í upphafi voru kol helsti orkugjafi iðnaðar og því breiddist iðnaður út frá Bretlandi til vesturhluta Þýskalands, NorðurFrakklands, Belgíu og suðurhluta Póllands, þar sem mikilvæg hráefni, eins og kol, olíu, gas og járngrýti, var að finna í jörðu. Framleiðsla iðnaðarvöru hefur tilhneigingu til að flytjast þangað sem ódýrast er að framleiða hana. Mikið af hefðbundinni iðnaðarframleiðslu hefur því færst frá Evrópu til annarra heimsálfa en hátækniiðnaður skipar æ stærri sess í iðnframleiðslu álfunnar. Í dag vegur þungaiðnaður þyngra í austurhluta Evrópu en í vesturhlutanum. Víða hefur iðnframleiðslan valdið mikilli mengun í umhverfinu og því verður krafan um að nýta umhverfisvæna orkugjafa sífellt háværari. Þjónusta Þjónusta er sá atvinnuvegur sem flestir íbúar Evrópu starfa við. Þjónusta er samheiti yfir mjög fjölbreytta atvinnustarfsemi, svo sem verslun og bankastarfsemi, menntun, heilbrigðisþjónustu, flutninga, ferðaþjónustu og þjónustu við bæði landbúnað og sjávarútveg. Ekki dugar að framleiða vöru, það þarf líka að dreifa henni og selja, og þar kemur þjónusta til sögunnar. Í raun má flokka alla vinnu sem ekki felur í sér starf við frumatvinnugreinar eins og landbúnað eða iðnað sem þjónustugrein. Í nútímasamfélagi koma sífellt færri að matvælaframleiðslu og iðnaði á meðan tækifæri skapast í ýmiss konar þjónustu. Ein af þeim þjónustugreinum sem vaxið hefur hvað hraðast á liðnum áratugum er ferðaþjónusta. Mörg lönd Evrópu eru mikil ferðamannalönd. Frakkland er sem dæmi mest sótta ferðamannaland heims og fast á hæla þess koma Spánn og Ítalía. Þjónusta Iðnaður Landbúnaður og sjávarútvegur 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Atvinnuskipting starfandi fólks Moldóva Úkraína Grikkland Sviss Ísland Spánn Danmörk Þýskaland Þetta unga par reiðir sig á ferðaþjónustuna sem er sú þjónustugrein sem vaxið hefur hvað hraðast á liðnum áratugum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=