17 lega síldarkvóta og Þjóðverjar, Austurríkismenn og Svisslendingar semja sín á milli um nýtingu fiskistofna í Bodenvatni sem liggur á landamærum ríkjanna. Til að mæta aukinni eftirspurn í heiminum eftir fiski hafa menn í auknum mæli snúið sér að fiskeldi sem nú er einn helsti vaxtarbroddur í sjávarútvegi og framboði á fiski. Evrópumenn hafa vissulega reynt fyrir sér í fiskeldi en eru þó ekki stórir á heimsvísu þar sem aðeins rétt rúm 4% af fiskeldisfiski heimsins koma frá álfunni. Fiskeldið vex þó jafnt og þétt sem atvinnugrein í Evrópu og eru Norðmenn þar stórtækastir Evrópuþjóða. Sjávarútvegur Þrátt fyrir að fiskveiðar séu mikið stundaðar í Evrópu er sjávarútvegur ekki ein af mikilvægustu atvinnugreinum þar. Aðeins lítið brot af vinnuaflinu hefur atvinnu af fiskveiðum eða um 1,7%. Fiskveiðarnar skipta þó mismiklu máli fyrir ríki og ákveðin svæði. Þær þjóðir Evrópu sem eiga aðgang að sjó stunda allar fiskveiðar þó í mismiklum mæli. Á Íslandi, í Færeyjum og Norður-Noregi skipta fiskveiðar efnahagslega mjög miklu máli. Hið sama má segja um fiskiþorpin við Miðjarðarhaf þar sem íbúarnir lifa af því sem hafið gefur. Meðal annarra stórra fiskveiðiþjóða í Evrópu má nefna Spánverja, Frakka og Breta. Skipta má fiskveiðum í tvo þætti. Annars vegar veiðar í sjó og hins vegar veiðar í ám og vötnum. Veiðar í sjó skila mestum afla eða um 90% en 10% aflans koma úr ám og vötnum. Mestallur fiskurinn fer til manneldis en þó fer hluti hans í annað, eins og t.d. dýrafóður. Fiskur er mikilvæg fæða og eftirspurnin eftir fiski hefur vaxið jafnt og þétt á heimsvísu allt frá upphafi tíunda áratugarins. En það er ekki endalaus uppspretta af fiski í sjónum og því þurfa þjóðir heims að hafa með sér samráð um nýtingu fiskistofna. Flestir fiskistofnar hafa verið fullnýttir frá byrjun níunda áratugarins og á sumum svæðum hafa þeir verið ofveiddir. Evrópulönd hafa með sér víðtækt samráð um nýtingu fiskistofna. Allar þjóðirnar hafa sína fiskveiðilögsögu og rétt til að nýta þar auðlindina en þó eru margir fiskistofnar sameiginlegir og synda um lögsögu fleiri en eins ríkis. Þá reyna þjóðirnar að semja um aflahlutdeild hvers ríkis og stjórn veiðanna með það markmið að vernda fiskistofnana. Evrópusambandslöndin hafa sameiginlega fiskveiðistefnu og úthluta kvóta til aðildarríkja sinna. Íslendingar, Norðmenn og Færeyingar semja um sameigin- Fiskveiðar skipta miklu máli fyrir efnahag strandríkja.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=