16 EVRÓPA Vatnsskortur er þó ekki eina vandamálið í landbúnaði í Evrópu í dag því mikið er notað af tilbúnum áburði og eiturefnum. Tilbúinn áburður er notaður til að auka uppskeru og eiturefni til að drepa mögulega skaðvalda, s.s. skordýr. Langalgengasti tilbúni áburður- inn er nitur, fosfór og kalí sem geta í miklu magni raskað jafnvægi í náttúrunni. Mikil áburðarnotkun í evrópskum landbúnaði hefur valdið mengun í ám, vötnum og sjó. Hún hefur einnig valdið mengun í drykkjarvatni því áburðurinn berst í grunnvatnið sem notað er sem neysluvatn fyrir mannfólkið. Að auki þarf mikla orku, einkum olíu, til að framleiða áburðinn sem þannig hefur einnig áhrif á umhverfið. Menn gera sér sífellt betur grein fyrir mikilvægi þess að hægt sé að nýta landið um ókomin ár og tryggja þannig fæðuöryggi í Evrópu. Því hefur áherslan á umhverfisvænan landbúnað aukist mjög á undanförnum árum. Vatn er ekki óþrjótandi auðlind þó nóg sé af því á Íslandi. Landbúnaður í Evrópu notar gríðarlegt magn af vatni eða um fjórðung af allri vatnsnotkun í álfunni. Á sumum svæðum Suður-Evrópu eru dæmi um að meira en 80% af öllu tiltæku vatni sé notað í landbúnaði og er vatnsskortur nú þegar orðinn vandamál. Þar er þörfin á vatni líka mest yfir sumartímann, þegar minnst er af því, sem getur haft skaðleg áhrif á umhverfið. Ofnýting vatns hefur áhrif á gæði þess vatns sem eftir er og vistkerfi sem háð eru vatni. Ef spár sumra vísindamanna ganga eftir, munu loftslagsbreytingar valda alvarlegri og tíðari þurrkum í framtíðinni og álag vegna vatnsnýtingar aukast enn frekar. Hvað er til ráða? Það eru til margar lausnir: Mögulegt er að hækka verð á vatni svo menn fari betur með það. Það er hægt að forðast ræktun vatnsfrekra plantna á svæðum þar sem vatn er takmarkað. Einnig má fræða bændur um hvernig best er að nota vatnið og nýta betur vatn af öðrum uppruna, t.d. hreinsað skólp, bað- og þvottavatn og uppsafnað regnvatn. Vatnsnotkun og áburður í landbúnaði Í landbúnaði er notað mjög mikið vatn. Rusl getur mengað sjó og vötn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=