Evrópa

15 Landbúnaður er stundaður um alla Evrópu enda aðstæður frá náttúrunnar hendi vel til þess fallnar, víða frjósamur jarðvegur og hagstæð veðrátta. Aðstæður eru þó misgóðar eftir svæðum sem veldur því að ein grein landbúnaðar hentar betur á einu svæði en öðru. Þetta er gott dæmi um staðarval sem áður hefur verið minnst á. Sléttur Póllands, HvítaRússlands og Úkraínu eru einkar frjósamar og því kjörnar til akuryrkju, enda kallaðar matarkista Evrópu. Á norðlægari slóðum er ræktun erfiðari og möguleikar til akuryrkju ekki þeir sömu. Á Norðurlöndunum er því t.d. meira um byggrækt og skógrækt en hveitirækt sem stunduð er sunnar í álfunni. Sumstaðar, líkt og á Íslandi, býður jarðvegurinn og loftslagið ekki upp á annað en grasrækt sem hentar vel til kvikfjárræktar. Í Suður-Evrópu, eins og t.d. á Spáni, leggja menn megináherslu á ávaxtarækt og við Miðjarðarhafið eru ræktaðar ólívur. Lífrænn landbúnaður Í lífrænum landbúnaði er lögð áhersla á alhliða umhverfisvernd og framleiðslu afurða í hæsta gæðaflokki. Tilbúinn áburður er ekki leyfður heldur skal nota áburð úr endurunnum lífrænum hráefnum, eins og t.d. úrgang frá búfénaðinum sjálfum, fiskúrgang, fiskimjöl og þangmjöl. Allt dýrafóður skal vera lífrænt vottað og beit dýra með þeim hætti að hún samræmist sjónarmiðum um jarðvegs- og gróðurvernd. Í gripahúsum á að vera rúmgott, þurrt og bjart og á búfé að hafa sem mest frjálsræði og njóta útivistar eftir því sem aðstæður leyfa. Þá er einnig bannað að halda alifuglum í búri og binda gyltur. Kollóttar kýr á beit í sumarhaga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=