14 EVRÓPA Kvikfjárrækt er ræktun húsdýra þar sem afurðirnar eru ýmist mjólkurvörur eða kjötvörur. Til kvikfjárræktar teljast nautgriparækt, geita- og sauðfjárrækt og svínarækt. Aðrar landbúnaðargreinar eru t.d. alifuglarækt, hrossarækt og loðdýrarækt. Skógrækt er stunduð meira og minna í öllum löndum Evrópu. Skógarhögg felur í sér vinnslu hráefnis fyrir timburiðnaðinn og er einkum stunduð í barrskógabelti álfunnar, þ.e. Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Enda er þar um mikla nytjaskóga að ræða. Helstu skógarafurðirnar eru meðal annars timbur til húsbygginga og trjákvoða til pappírsgerðar. Aukin umhverfisþekking hefur leitt til þess að þegar nytjaskógur er felldur er annar ræktaður í staðinn. Skógrækt miðar einnig að því að vernda búsvæði villtra dýra, vernda líffræðilegan fjölbreytileika, koma í veg fyrir landeyðingu og stuðla að almennri útivist. Landbúnaður Landbúnaður í Evrópu er mikilvægur enda er helmingur alls lands í álfunni notaður undir atvinnugreinina og miklum fjármunum er varið í stuðning við hana. Áður fyrr unnu margar hendur við matvælaframleiðslu og stærsti hluti vinnuafls í álfunni vann fram eftir öldum við landbúnað. Tækniframfarir hafa valdið byltingu í landbúnaðarframleiðslu og er atvinnugreinin því ekki eins mannaflsfrek og áður var. Nú á dögum teljast um 15 milljónir starfa til landbúnaðar í Evrópu. Hægt er að skipta landbúnaði upp í þrjá meginflokka; akuryrkju, kvikfjárrækt og skógrækt. Til akuryrkju teljast kornrækt (helstu ræktunartegundir eru hveiti, maís og bygg), grænmetisrækt, ávaxtarækt og fóðurrækt. Helstu kornræktendur Evrópu eru Frakkar og Þjóðverjar en Ítalir og Spánverjar eru helstu ávaxta- og grænmetisræktendurnir. Mismunandi er eftir landsvæðum hvaða tegund landbúnaðar er stunduð. Allt fer það eftir því hvað hagkvæmast er að rækta. Í norðurhlutanum, í barrskógabeltinu, er aðallega stunduð skógrækt. Um miðbik álfunnar er mest um blandaðan landbúnað og í Suður-Evrópu er ræktun sítrusávaxta algeng.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=