12 EVRÓPA Búseta Íbúar Evrópu eru vel yfir 750 milljónir. Það eru um 12% af íbúafjölda heimsins. Í mörgum löndum búa margar milljónir eins og í Þýskalandi, Rússlandi og Frakklandi. Annars staðar, eins og í Lúxemborg, Svartfjallalandi og á Íslandi, nær íbúafjöldinn ekki einni milljón. En þetta eru líka lítil lönd að flatarmáli í samanburði við þau fyrrnefndu. Ímyndaðu þér svæði þar sem fólk býr mjög nálægt hvert öðru. Það kallast þéttbýli. Þar eru margir íbúar á hvern ferkílómetra. Ímyndaðu þér svo annað svæði, álíka stórt, þar sem fáir búa og langt er á milli. Það kallast dreifbýli (strjálbýli). Þar eru fáir íbúar á hvern ferkílómetra. Lönd eins og Holland, Belgía, Þýskaland og Stóra-Bretland eru þéttbýl en Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland eru strjálbýl. Til að átta sig betur á hversu fjölmenn svæði og lönd eru, er hægt að reikna út íbúaþéttleikann. Fjöldi íbúa á ferkílómetra lands er mismikill. Þéttbýlust er Evrópa frá Englandi suður til Ítalíu. Strjálbýlustu svæðin eru hins vegar nyrst eins og á Íslandi, í norðurhluta Skandinavíu og norðurhluta Rússlands. Íbúafjöldi í milljónum Borg Land Höfuðborgar- svæði Moskva Rússland 15 París Frakkland 13 London Bretland 11 Madríd Spánn 6,7 Berlín Þýskaland 6 Róm Ítalía 5 Pétursborg Rússland 5 Barcelona Spánn 5 Fjölmennustu borgir Evrópu 2025 Hér má sjá íbúafjölda Evrópu frá 1750 til dagsins í dag og spá til ársins 2050 milljón
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=