11 Barrskógur er sígrænn skógur í norðurhluta Evrópu. Jarðvegur er víða þunnur og ófrjósamur og sýrustig hátt samanborið við laufskóga. Helstu trjátegundir eru fura, greni, lerki og þinur. Laufskógar Evrópu hafa víða vikið fyrir ræktuðu landi. Jarðvegur er mjög frjósamur. Helstu trjátegundir eru eik, beyki, askur og hlynur. Gresja er gróðursvæði þar sem lauftré þrífast ekki vegna lítillar úrkomu. Það sem einkennir gróður á þessum svæðum er gras og runnagróður þar sem þurrara er. Makkí (Miðjarðarhafsgróður) er sígrænn gróður, runnar og þykkblöðungar sem finna má umhverfis Miðjarðarhafið. Gróður Gróðurfarið í Evrópu ræðst af jarðvegi og veðurfari, þ.e. hita, úrkomu og birtu. Gróðurbelti álfunnar urðu til þegar síðasta jökulskeiði ísaldar lauk fyrir um 10.000 árum. Freðmýri (túndra) er nyrsta gróðurbelti jarðar. Þar er hiti of lágur og vaxtartími of stuttur til að tré geti vaxið. Frost fer aldrei úr jörðu, einungis efsta lag jarðvegsins þiðnar á sumrin. Orðið „túndra“ þýðir „trjálaus slétta“. Helstu gróðurtegundir eru víðitegundir, fjalldrapi, grös, starir, mosi og fléttur. Háfjallagróður er að finna í gróðurlitlum auðnum í hæstu fjöllum. Þar vaxa aðallega grös, blómjurtir, lyng og víðirunnar. Hér má sjá hvernig Evrópa skiptist eftir gróðurbeltum. Ákveðin tegund gróðurs er einkennandi fyrir hvert gróðurbelti fyrir sig.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=