10 EVRÓPA Loftslag Gróflega er jörðinni skipt niður í fjögur loftslagsbelti; kuldabeltið, tempraða beltið, heittempraða beltið og hitabeltið. Til að átta sig betur á ólíku loftslagi hefur hver jarðarhluti verið skilgreindur enn frekar. Evrópa, sem liggur um miðbik norðurhvels jarðar, spannar þrjú loftslagsbelti. Í Evrópu hefur loftslaginu verið skipt í fjóra flokka, heimskautaloftslag, meginlandsloftslag, strandloftslag og Miðjarðarhafsloftslag. Í norðurhlutanum er heimskautaloftslag. Þar eru veturnir kaldir og langir og sífreri í jörðu þar sem einungis efsta lagið þiðnar á sumrin. Þess vegna er gróður þar lítill og lágur. Þar er enginn skógur. Í vesturhlutanum er strandloftslag þar sem vetur eru mildir og rakir en sumrin svöl. Vestanvindar frá Atlantshafinu bera milt og rakt loft nánast óhindrað langt yfir meginlandið þar til fjöll hindra för þeirra. Áður fyrr voru þarna þéttir laufskógar en í dag setja akrar aðallega svip sinn á landslagið. Í austurhlutanum og stærstum hluta Evrópu er meginlandsloftslag. Þar er mikill hitamunur milli árstíða, vetur kaldir og sumrin heit. Úrkoman er lítil og minnkar eftir því sem lengra er komið frá Atlantshafinu. Í norðurhluta Evrópu eru miklir barrskógar sem hafa mikla efnahagslega þýðingu fyrir lönd eins og Rússland, Finnland og Svíþjóð. Í suðurhlutanum er Miðjarðarhafsloftslag með mildum og rökum vetrum en heitum og þurrum sumrum. Ástæðan er heitur og þurr vindur sem berst frá Afríku. Á veturna dregur úr þessum vindi og sækir þá veðráttan úr norðri á. Alparnir og fjallakeðjurnar í suðri aftra þó streymi loftmassans milli norðurs og suðurs og verja Miðjarðarhafslöndin fyrir köldum norðanvindum. Margir ferðamenn heimsækja Miðjarðarhafslöndin vegna mildrar veðráttu. Helsti gróður eru sígrænir runnar, þykkblöðungar og makkíkjarr. -10° -20° -5° +5° +10° +5° 0° 0° +10° +5° 0° -5° -10° -20° +20° +20° +20° +10° +10° +10° +10° +5° 0° -5° +20° +5° Í Evrópu má finna þrjú af fjórum loftslagsbeltum jarðar. Meðalhiti í janúar. Meðalhiti í júlí.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=