Evrópa

9 Ár og vötn Úr fjallakeðjum Evrópu renna margar ár, stórar sem smáar, í höfin er liggja að álfunni. Stærstu árnar renna um sléttur Austur-Evrópu. Volga í Rússlandi, lengsta fljót álfunnar, er svo langt að það næði frá Íslandi til Spánar eða um 3700 km. Vatnasvið Volgu er meira en þrettán sinnum stærra en Ísland. Önnur stórfljót eru t.d. Dóná, Dnjepr, Don, Rín og Saxelfur. Lengsta fljót á Íslandi er Þjórsá um 230 km langt. Stærstu vötn álfunnar er að finna í norður- og norðausturhluta hennar. Ladoga og Onega í Norður- Rússlandi eru þeirra mest. Fjallgarðar Í suðurhluta Evrópu eru miklir fjallgarðar sem orðið hafa til vegna jarðskorpuhreyfinga. Stóru meginlöndin eru hluti af svonefndum jarðskorpuflekum sem eru á sífelldri hreyfingu um alla jörð. Evrópa er hluti af einum slíkum, Evrasíuflekanum. Afríkuflekinn sem liggur fyrir sunnan Evrasíuflekann færist í norður og rekst þar af leiðandi á Evrasíuflekann svo há fellingafjöll hafa myndast. Miklir jarðskjálftar í Grikklandi og Tyrklandi eru merki um þessar jarðskorpuhreyfingar. Í allri Suður-Evrópu er nánast ein samfelld fjallakeðja þar sem Alpafjöll eru hæst og mest. Þar er einn hæsti tindur Evrópu, Mont Blanc, 4808 metra hár. Hreyfingar jarðskorpuflekanna valda því að þeir ýmist rekast á eða færast í sundur. Þar sem flekarnir fara frá hvor öðrum hlaðast upp gosefni og hryggur myndast eins og Mið-Atlantshafshryggurinn. Þar sem jarðskorpufleki skríður undir annan verður til úthafsgjá (djúpáll) en fellingafjöll ef tveir flekar mætast. Jarðskorpuhreyfingum fylgja jarðskjálftar og eldgos. Golfstraumurinn er hlýr vestlægur hafstraumur í Norður-Atlantshafi. Hann á upptök sín í Karíba- hafi og streymir með austurströnd Bandaríkjanna í norður og norðaustur um Atlantshaf. Ef þessa hlýja hafstraums nyti ekki við væru veður- farslegar aðstæður í Evrópu talsvert ólíkar því sem við þekkjum í dag. Hlýr hafstraumur hitar líka loftið fyrir ofan sig. Þegar þessi hlýi hafstraumur kemur að vesturströnd Evrópu sveigir hann í suður en vestlægir vindar blása hlýjum og rökum loftmassanum inn yfir Evrópu. Þetta er ástæðan fyrir því að Vestur-Evrópa er mun hlýrri en önnur landsvæði á svipuðum breiddargráðum á jörðinni. Á leið sinni með austurströnd Bandaríkjanna greinist Golfstraumurinn. Einn lítill hluti hans, Irmingerstraumur, streymir upp að suðurströnd Íslands. Ef hans nyti ekki við er ekki ósennilegt að Ísland væri umlukið hafís stóran hluta ársins og að hér væru mikið stærri jöklar en eru í dag. Stór hluti landsins væri nánast óbyggilegur, svipað því sem við þekkjum á Grænlandi. Hvaðan kemur Golfstraumurinn? Golfstraumur AusturGrænlandsstraumur Labradorstraumur Hryggur Djúpáll Fellingafjöll

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=