104 ORÐSKÝRINGAR – MYNDASKRÁ Orðskýringar Almannatryggingakerfið: Kerfi sem hið opinbera hefur komið á og allir íbúar lands eiga aðild að og greiða fyrir með sköttum sínum. Kerfinu er ætlað að greiða fyrir ýmiss konar þjónustu eins og sjúkrahúsvist, lyfja- og lækniskostnað og tryggja öllum lágmarksframfærlsu. Bandamenn: Ríki sem börðust gegn öxulveldunum í seinni heimsstyrjöldinni. Til bandamanna teljast fyrst og fremst Bretland, Frakkland, Sovétríkin (Rússar) og Bandaríkin. Baskar: Lítil þjóð sem býr við Biscayaflóa, báðum megin við landamæri Frakklands og Spánar. Þeir sem tala basknesku og teljast til Baska eru um 700 þúsund. Um 100 þúsund búa Frakklandsmegin og 600 þúsund Spánarmegin. Baskar hafa lengi barist fyrir sjálfstæði. Sérstaða Baska er án efa tungumál þeirra sem er mjög fábrugðið öðrum tungumálum í Evrópu. Botnvarpa: Veiðarfæri sem er eins og poki í laginu og er dregið á eftir skipi með tveimur vírum. Botnvarpa er, eins og nafnið gefur til kynna, notuð til veiða á hafsbotni. Efnahagslögsaga: Hafsvæði utan landhelgi ríkis allt að 200 sjómílum, þar sem ríkið hefur sérstök réttindi til nýtingar auðlinda á hafsvæðinu og hafsbotninum. Einveldi/Einræði: Stjórnarfar þar sem einn leiðtogi (einvaldur), hópur eða flokkur hefur alger völd til þess að stýra landinu og íbúum þess. Einvaldur sem hafinn er yfir landslög var talinn hafa vald sitt frá Guði. Erfðafurstadæmi: Titill á þjóðhöfðingja sem ríkir yfir furstadæmi. Í erfðafurstadæmi gengur embætti þjóðhöfðingjans í erfðir. Í Evrópu eru nú aðeins þrjú sjálfstæð furstadæmi, Andorra, Mónakó og Liechtenstein. Grunnstoðir samfélaga: Kerfi og stofnanir í ríki sem gera það starfhæft og viðhalda efnahagslífinu. Dæmi um grunnstoðir eru t.d. heilbrigðis-, mennta- og dómskerfi. Heimsveldi: Ríki sem hefur nokkuð víðtæk áhrif um allan heim og er leiðandi á mörgum sviðum. Iðnbyltingin: Umfangsmiklar breytingar sem urðu á samfélagi manna í V-Evrópu á síðari hluta 18. aldar og á 19. öld. Breytingar sem fólu í sér tækninýjungar á iðnaðarframleiðslu og mikla fólksflutninga úr sveitum til þéttbýlisstaða. Landgrunn: Grunnsævi út frá landi, nær þangað sem snardýpkar niður í hafdjúpin. Landhelgi: Hafsvæði undan strönd ríkis sem ríkið hefur full yfirráð yfir líkt og á landi. Landhelgi ríkis getur náð allt að 12 sjómílur á haf út, líkt og sú íslenska. Lýðræði: Stjórnarfar þar sem þegnarnir taka beinan eða óbeinan þátt í stjórn sameiginlegra mála; byggist á þeirri hugmynd að meirihlutinn ráði úrslitum en að réttindi minnihlutans séu jafnframt tryggð. Lýðveldi: Ríki þar sem þjóðhöfðinginn er forseti, kosinn af þjóðinni eða fulltrúum hennar, oftast til ákveðins tíma. Meginland: Stórt landsvæði (mikill landmassi) umkringt sjó þar sem jarðskorpan er þykk. Einnig er það viðurkennd hugmynd að meginland sé stærra en eyja. Miðstýrðir stjórnarhættir: Stjórnarfar þar sem flestar ákvarðanir eru teknar af fámennum hópi. Margir líta á miðstýringu sem andstæðu jafnaðar og frelsis. Nýlenduveldi: Voldugt ríki sem lagði undir sig önnur ríki með stjórnarfars- og menningarlegum yfirráðum. Nýlenduveldið stjórnaði nýlendunni með því að nýta auðlindir hennar í eigin þágu og skapa markað fyrir sína eigin umframframleiðslu. Opinber trú: Trú sem ríkið sjálft aðhyllist með formlegum hætti eins og með því að binda ríkistrú í stjórnarskrá. Ottómanveldið: Stórveldi við botn Miðjarðarhafs sem stjórnað var af Tyrkjum. Blómaskeið þessa víðfeðma ríkis var í lok 17. aldar. Sjálfstjórnarlýðveldi: Land eða landsvæði (hérað) sem með leyfi frá því ríki sem það tilheyrir fær að ráða sínum málum sjálft. Sovétríkin: Heiti á ríki sem var stærsta ríki heims en leystist upp með falli járntjaldsins árið 1991 og skiptist upp í fimmtán sjálfstæð ríki, þar af var Rússland langstærst. Sýrustig: Mælikvarði fyrir hversu súr vökvi og jarðvegur er. Sýrustig er mælt í ph-gildum. Gildi sýrustigs eru frá 0-14. Hreint vatn hefur gildið 7, súr lausn þar fyrir neðan en basísk þar fyrir ofan. Tilbúinn áburður: Efni sem búin eru til í verksmiðjum og eru nauðsynleg plöntum. Helstu tilbúnu næringarefnin eru köfnunarefni (N), fosfór (P) og kalí (K). Vesturveldin: Stórveldin í vestri, einkum í Vestur-Evrópu og NorðurAmeríku. Þingbundin konungsstjórn: Stjórnarfar þar sem þjóðhöfðinginn er konungur og embættið erfist. Völd konungs takmarkast þó af stjórnarskrá og völdum þjóðkjörins þings. Öxulveldin: Ríki sem börðust gegn bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Öxulveldin voru fyrst og fremst Þýskaland, Ítalía og Japan. Myndaskrá Myndirnar í bókinni eru í eigu Nordic Photos utan þessara: Bernd Pohlenz, Max Pohlenz, 71 Eiríkur Grímsson, eldfjall á forsíðu Ellen Klara Eyjólfsdóttir, 25 neðst, 32, 33 Landsbókasafn Íslands, 4 Ljósmyndasafn Reykjavíkur, 21 neðri, 44, 60, 61, 91 Shutterstock 16, 23, 32, 68, 96 Mbl, 17 NASA-Visible Earth, ESRI, 5 Norden.is, 28 Petr Josek, 23 Rauði kross Íslands, 22 Wikimedia.org, 29, 56, 59, 90 t.v. 94
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=