99 – ekki bara söngvakeppni – Flest, ef ekki öll, þekkjum við Evróvisjón-söngvakeppnina en færri vita að Evróvisjón er ekki bara söngvakeppni. Evróvisjón er í raun samskiptanet á milli evrópskra sjónvarpsstöðva sem um er sent ýmiss konar efni svo sem fréttir og íþróttaefni. Ríkissjónvarpið hér er aðili að þessu neti og hefur þar aðgang að því efni sem sent er manna á milli í Evróvisjón-samstarfinu. Það er þó engum Lönd að hluta í Evrópu Þrjú lönd, Rússland, Kasakstan og Tyrkland, liggja að hluta í Evrópu. Langstærstur hluti þeirra liggur í Asíu. Rússland og Tyrkland hafa um aldir verið í miklum tengslum við Evrópu. Langfjölmennasti hluti Rússlands er í Evrópuhlutanum og er höfuðborgin Moskva einnig þar. Tyrkir eiga í aðildarviðræðum um inngöngu í ESB sem sýnir í hvaða átt þeir vilja beina stjórnsýslu og viðskiptum. Kasakstan leggur áherslu á að byggja upp þjóðarímynd sína og vera í góðum samskiptum við stórveldin í kringum sig, Evrópu í vestri, Rússland í norðri og Kína í austri. Lönd með landamæri að Evrópu Kákasuslöndin Georgía og Aserbaítsjan eru einu löndin sem eiga landamæri að Evrópu. Georgía er fallegt land. Stærsti hluti þess er fjöllóttur með snævi þöktum tindum enda í Kákasusfjöllum. Hæsti tindur er rúmir 5000 metrar. Landið liggur líka við Svartahaf og er láglendi þar. Aserbaítsjan, sem er olíuauðugt ríki, er talsvert frábrugðið Georgíu í landfræðilegu tilliti. Það er mun láglendara og er stór hluti þess undir sjávarmáli Kaspíhafs sem það liggur við. 35 - TyrKasaks / 2 -06.07.2010 Tyrkland Georgía Kasakstan Aserbaídsjan EVRÓPA AFRÍKA A S Í A Rússland blöðum um það að fletta að söngvakeppnin er langþekktasti viðburðurinn sem kenndur er við Evróvisjón og árlega sameinast milljónir Evrópubúa fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar keppnin er sýnd. Aserbaítsjan, Armenía og Georgía, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Ísrael, falla utan hinnar hefðbundnu skilgreiningu á Evrópu en taka samt sem áður þátt í Evróvisjón.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=