Evrópa

98 SAMVINNA Í EVRÓPU sem nú hefur aðsetur í Strassborg, til að framfylgja mannréttindasáttmálanum. Á hverju ári berast dómstólnum þúsundir beiðna um að taka fyrir hin ýmsu mál. Flest þeirra fjalla um kvartanir íbúa um að þeir hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í heimalandi sínu. Málin eru skoðuð og hluti þeirra er tekinn fyrir af dómstólnum sem dæmir þá um hvort viðkomandi ríki hafi brotið á réttindum kæranda eða ekki. Evrópuríkin vinna þannig að því í sameiningu að tryggja íbúum sínum ákveðin sameiginleg réttindi, hvort sem það er gert á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra mannréttindasáttmála eða innan álfunnar í gegnum samstarf Evrópulanda svo sem innan Evrópusambandsins eða annarra bandalaga Evrópuþjóða. Mannréttindi í Evrópu Til að vinna að því að tryggja öryggi manna á alþjóðavettvangi var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt þann 10. desember 1948. Jafnframt unnu menn í hverri heimsálfu fyrir sig að sínum málum til að tryggja frið og mannréttindi í sínu nánasta umhverfi. Í Evrópu var Mannréttindasáttmáli Evrópu samþykktur árið 1949 en honum er ætlað að tryggja öryggi og friðsæld fyrir íbúa álfunnar með því að framfylgja sameiginlegum lögum og tryggja að ekkert ríki geti gengið á rétt borgara sinna. Sátt- málinn verndar grundvallarmannréttindi eins og réttinn til lífs, málfrelsis og trúfrelsis. Tíu árum eftir að sáttmálinn var samþykktur var komið á fót sérstökum dómstól, Mannréttindadómstól Evrópu Ýmis samtök minna stjórnvöld stöðugt á mikilvægi þess að virða mannréttindi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=