Evrópa

8 EVRÓPA Skagar Eins og fram hefur komið er Evrópa óregluleg í lögun og strandlína hennar óvenju löng þar sem margir skagar ganga út úr meginlandinu. Þeir stærstu eru Skandinavíuskagi (Noregur og Svíþjóð), Íberíuskagi, einnig nefndur Pýreneaskagi, (Spánn og Portúgal), Appennínaskagi (Ítalía) og Balkanskagi (Grikkland, Albanía og fleiri lönd). Eyjar Í Evrópu eru margar eyjar. Í Atlantshafinu er t.d. Stóra-Bretland með fjölda smá eyja allt í kring, Írland og Ísland. Í Miðjarðarhafinu er einnig að finna fjölda sögufrægra eyja, eins og Krít, Möltu, Sikiley, Korsíku, Sardiníu og Mallorca. Í Eystrasalti eru Borgundarhólmur, Gotland og Álandseyjar. Líta má á Evrópu sem einn stóran skaga sem gengur út úr meginlandi Asíu. Landamæri Evrópu liggja um Úralfjöll, Úralá, Kaspíhaf, Kákasusfjöll, Svartahaf, Bospórussund, Dardanellasund, Miðjarðarhaf og Gíbraltarsund.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=