EVRÓPA
Lestrarráð! Kæri nemandi Allir námsmenn þurfa að temja sér góðar námsvenjur. Hér eru góð ráð sem gætu hjálpað þér við lestur. Áður en þú byrjar lesturinn • Skoðaðu bókina vel, myndir, kort og gröf. • Lestu efnisyfirlit og kaflaheiti. • Um hvað fjallar bókin? • Hvað veist þú um efnið? Á meðan þú lest • Finndu aðalatriðin. • Skrifaðu hjá þér minnispunkta. • Gott er að gera skýringarmyndir eða hugarkort. • Spyrðu um það sem þú skilur ekki, t.d. orð og orðasambönd. Eftir lesturinn • Rifjaðu upp það sem þú last. • Veltu fyrir þér hvað eru aðalatriði og hvaða atriði skipta minna máli. • Hugsaðu um það sem þú hefur lært og tengdu við það sem þú vissir áður. • Reyndu að endursegja textann með eigin orðum. ISBN 978-9979-0-1922-0 © 2010 Hilmar Egill Sveinbjörnsson © 2010 kort: Jean Pierre Biard © 2010 teikningar: Anna Cynthia Leplar Ritstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Yfirlestur: Guðmundur Ó. Ingvarsson landfræðingur Andrés Andrésson grunnskólakennari Júlíana Hauksdóttir grunnskólakennari Prófarkalestur: Þórdís Guðjónsdóttir Sérstakar þakkir: Áshildur Linnet Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2010 2. útgáfa 2012 önnur prentun 2018 þriðja prentun 2021 fjórða prentun 2023 fimmta prentun 2025 3. útgáfa 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Umbrot og útlit: Námsgagnastofnun Prentun: Litróf ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja EVRÓPA
EVRÓPA Hilmar Egill Sveinbjörnsson
2 EVRÓPA Norðurlönd Vestur-Evrópa Austur-Evrópa Landakort ............................. 4 Fjarkönnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Að þekkja áttirnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Evrópa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Landslag Evrópu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Höf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 LagtáMontBlanc......................... 7 Eyjar..................................... 8 Skagar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Árogvötn................................ 9 Fjallgarðar................................ 9 Hvaðan kemur Golfstraumurinn . . . . . . . . . . . . . 9 Loftslag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Gróður................................... 11 Búseta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Maður og náttúra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Atvinnuhættir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Landbúnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Lífrænn landbúnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Vatnsnotkun og áburður í landbúnaði . . . . . . . . 16 Sjávarútvegur............................. 17 Þjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Iðnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Auðlindir Evrópu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Drekasvæðið.............................. 19 Kostir og gallar orkugjafa . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Orka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Hugað að umhverfinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Gróðurhúsaáhrif . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Umhverfismál............................. 22 Jarðhitaskóli SÞ á Íslandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Náttúruvá í Evrópu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Margs konar umferð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Samgöngur............................... 24 Umhverfisvænar samgöngur . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Margar ólíkar þjóðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Tungumál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Þjóðernisvitund . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Trúarbrögð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 Stjórnarfar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27
3 Suður-Evrópa Norðurlönd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Danmörk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Noregur.................................. 34 Jarðgöng í Noregi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 Norræn samvinna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Kalmarsambandið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Samar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Víkingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Vestur-Evrópa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39 Bretlandseyjar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Ermarsundsgöngin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Þorskastríðin 1952–1975 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Frakkland................................. 45 Menningar- og tískuborg . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 NapoléonBonaparte....................... 47 Millau-dalbrúin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47 Franska byltingin 1789 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48 Þýskaland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49 Liechtenstein . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 Sigrast á Alpafjöllum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 53 Heimsstyrjaldirnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 Fyrri heimsstyrjöldin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 Versalasamningarnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55 Kreppan mikla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56 Aðdragandi seinni heimsstyrjaldar . . . . . . . . . . . 56 Adolf Hitler kemst til valda . . . . . . . . . . . . . . . . . 57 Seinni heimsstyrjöldin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Stríðsárin á Íslandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Austur-Evrópa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63 Svartamoldin............................. 64 Rauðrófusúpa–Borsjtj..................... 64 Pólland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66 Eystrasaltsríkin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68 Á flakki um Evrópu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70 Sovétríkin og kalda stríðið . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71 Rússland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72 Sankti Pétursborg . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 73 Suður-Evrópa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 Baskar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 Spænska heimsveldið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 75 Íberíuskagi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76 Flamengó . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 77 Spánn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 Ferðast til Spánar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79 Ítalíuskagi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80 Galíleó Galíleí . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82 Ólympíuleikarnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82 Balkanskagi............................... 83 Albanía................................... 86 Albönsk nunna verður heimsþekkt . . . . . . . . . . . 87 Króatía................................... 88 Hvar er Hvar? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 89 Ófriðuríálfunni........................... 90 Evrópuþjóðir á Íslandsmiðum . . . . . . . . . . . . . . . 91 Samvinna í Evrópu .................. 92 Evrópusambandið – ESB . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 93 Stofnanir Evrópusambandsins . . . . . . . . . . . . . . . 95 EFTA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 95 EES . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96 SCHENGEN . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96 NATO . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 97 Sameinuðu þjóðirnar (Sþ) . . . . . . . . . . . . . . . . . . 97 Mannréttindi í Evrópu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 98 Evróvisjón – ekki bara söngvakeppni . . . . . . . . . . 99 Lönd að hluta í Evrópu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 99 Lönd með landamæri að Evrópu . . . . . . . . . . . . . 99 Atriðisorðaskrá ....................... 100 Orðskýringar – Myndaskrá . . . . . . . . 104
4 EVRÓPA Landakort Þegar við ferðumst um yfirborð jarðar sjáum við einungis það sem er næst okkur. Til að átta okkur á stærra svæði og setja hluti í samhengi þurfum við landakort. Frá upphafi hefur maðurinn haft mikla þörf fyrir að rannsaka umhverfi sitt og kortleggja ýmislegt sem skiptir máli. Gömul kort sýna fyrst og fremst þann heim sem menn þekktu á hverjum tíma. Kort, gömul eða ný, eru því myndir af tilteknum stað á ákveðnum tíma, ekki ólíkt ljósmynd. Fyrstu kort eða teikningar má segja að séu hellamyndir sem gefa okkur í dag hugmyndir um lifnaðarhætti, auðlindanýtingu og búsetumynstur svo eitthvað sé nefnt. Núorðið eru landakort mjög nákvæm. Þau eru gerð með hjálp loftmynda og gervitunglamynda. Svo kortin verði sem nákvæmust er þó nauðsynlegt að rannsaka kortlögð fyrirbæri á jörðu niðri. Til eru tvær tegundir korta; staðfræðikort og þemakort. Staðfræðikort sýna landslag, slétt eða fjöllótt (með hæðarlínum eða skyggingum), ár, stöðuvötn, höf o.fl. Þemakort sýna hins vegar afmörkuð viðfangsefni eins og t.d. jarðfræði, gróður, veður, íbúadreifingu o.fl. Fjarkönnun Með hugtakinu fjarkönnun er átt við það þegar menn afla upplýsinga um yfirborð jarðar eða við yfirborð jarðar með flugvélum eða gervitunglum. Fyrstu loftmyndir voru teknar úr loftbelgjum á 19. öld en snemma á þeirri 20. var farið að taka myndir úr flugvélum. Í dag eru loftmyndir grundvallargögn í kortagerð. Þær eru notaðar m.a. til að leita að fornminjum sem ekki sjást á yfirborði lands og til að safna upplýsingum um auðlindir og náttúru. Fyrstu landakortin voru handteiknuð eins og þetta kort. Þekking á kortagerð og nákvæmni var ekki eins og við eigum að venjast í dag sem sést m.a. á útlínum Íslands.
5 Notkun gervihnattamynda í kortagerð hefur vaxið hratt. Fyrsta gervitunglið til að safna landupp- lýsingum til að vinna með í kortagerð fór á loft 1972. Var það bandarískt og hét Landsat 1. Síðan hefur miklum fjölda tungla verið komið á sporbraut umhverfis jörðu til að afla ýmissa upplýsinga. Gervitunglin svífa í mismikilli hæð yfir jörðu, allt frá 900–36.000 km. Tækin í gervitunglunum eru ekki venjulegar myndavélar heldur sérstakir skannar sem safna upplýsingum. Upplýsingarnar eru síðan sendar til jarðar þar sem unnið er úr þeim. Fjarkönnun hefur hjálpað mönnum að fylgjast með örum breytingum á yfirborði jarðar. Það er t.d. hægt að fylgjast með stækkun eyðimarka, brautum fellibylja, eyðingu regnskóga og umhverfisbreytingum sem er mjög mikilvægt í ljósi sívaxandi umhverfisvandamála. Að þekkja áttirnar Höfuðáttirnar fjórar eru norður, suður, vestur og austur. Ef við hugsum okkur hring (360°) samsvara höfuðáttirnar efirfarandi gráðum á áttavita, norður 0°, austur 90°, suður 180° og vestur 270°. Á hefðbundnu korti er norður því alltaf upp, suður niður, vestur til vinstri og austur til hægri. Á milli höfuðáttanna eru milliáttir sem hafa nöfn, eins og suðvestur SV, norðaustur NV o.s.frv. Nauðsynlegt er að þekkja áttirnar og kunna á áttavita þar sem auðvelt er að villast. Áttaviti og kort eru nauðsynleg tæki t.d. sjómanna og þeirra sem ferðast um óbyggðir. GPS–tæki, sem miðar staðsetningu tækisins út frá a.m.k. þremur gervihnöttum, eru orðin algeng leiðsagnartæki en þau sameina landakort og áttavita. Hvað sýnir þessi gervitunglamynd af Evrópu okkur? Berðu hana saman við handteiknaða kortið á bls. 4. Er einhver munur á útlínum landa?
6 EVRÓPA Evrópa Evrópa og Asía liggja á sama meginlandi og má, landfræðilega, frekar líta svo á að Evrópa sé einn hinna stóru skaga sem ganga út úr Asíu, kallaður Evrasía. Landfræðileg mörk álfunnar liggja um Úralfjöll, Úralá, Kaspíhaf, Kákasusfjöll, Svartahaf, Bospórus (Sæviðarsund), Dardanellasund (Hellusund), Miðjarðarhaf og Gíbraltarsund. Rússland, Kasakstan og Tyrkland liggja bæði í Evrópu og Asíu. Evrópa er næstminnsta heimsálfan að flatarmáli. 06 - EuropePol / 3 -18.04.2010 - ´ ´ • Evrópa er næstminnsta heimsálfan um 10.498.000 km². • Mesta vegalengd norður–suður eru 4300 km. • Mesta vegalengd austur–vestur eru 5600 km. Löndin í Evrópu eru mörg og ólík að stærð. Taktu eftir því hversu margar höfuðborgir standa við ár.
7 Landslag Evrópu Landslag í Evrópu er mjög fjölbreytt. Vogskornar strandlengjur, háir fjallgarðar, mörg innhöf, eyjar og skagar eru einkennandi í vestri og suðri og miklar meginlandssléttur í austri. Það tímabil sem öðrum fremur mótaði landslagið í Evrópu var ísöld. Ísaldarjökullinn huldi stóran hluta álfunnar í langan tíma. Síðasta ísöld hófst fyrir um þremur milljónum ára og þegar hún var í hámarki náðu heimskautajöklar yfir Bretland og allt suður til Þýskalands. Ísland og núverandi landgrunn þess var þá jökli hulið. Svo mikið vatn var bundið í jöklum að sjávarborð stóð tugum metra neðar en nú. Ísöldinni, þar sem skiptust á kuldaskeið og hlýskeið, lauk fyrir um 10.000 árum. Mestu áhrif ísaldar má greina í norðanverðri álfunni. Firðir í Noregi eru t.d. myndaðir af skriðjöklum. Jökullinn ýtti sömuleiðis löndum niður eins og Svíþjóð og Finnlandi og þá lyftust önnur lönd upp eins og t.d. Holland. Þegar jökullinn bráðnaði byrjuðu þau svæði sem höfðu sigið niður undir jöklinum að rísa aftur og þau á jaðrinum, sem höfðu lyfst upp, tóku að síga. Vötnin í norðaustur Evrópu eru líka til orðin þar sem jökull mótaði landið, víkkaði lægðir og hlóð upp malarkömbum sem halda vötnunum í skefjum. Höf Evrópa er umlukin Barentshafi í norðri, Atlantshafi í vestri og Miðjarðarhafi í suðri. Í stóru höfunum er að finna fjölda strand- og innhafa. Stærstu innhöfin eru Miðjarðarhaf, Eystrasalt og Svartahaf. Meðal strandhafa má nefna Biscayaflóa, Norðursjó og Skagerrak. Lagt á Mont Blanc Á landamærum Ítalíu og Frakklands liggur hið tignarlega og háa fjall Mont Blanc. Einkum er lagt á fjallið frá tveimur stöðum, Chamonix sem er Frakklandsmegin og Courmayeur sem er Ítalíumegin. Fyrstu mennirnir sem vitað er til að hafi klifið Mont Blanc voru þeir Jacques Balmat og Michell Pacard árið 1786. Fyrsta konan til að klífa fjallið var Marie Paradis árið 1808. Meðal frægra manna sem klifið hafa Mont Blanc má nefna Theodore Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, sem kleif tindinn árið 1886. Í dag fara fjölmargir leiðangrar á tindinn á hverju ári en fjallið er langt frá því að vera hættulaust þótt vinsælt sé. Mont Blanc er ekki fyrir óvana fjallgöngumenn. Það er hættulegt að klífa fjöll þar sem von er á skriðuföllum eða snjóflóðum. Allra veðra er von og fjöldi manns hefur í gegnum tíðina slasast eða dáið á fjallinu. Heimsálfurnar 7 eru Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, NorðurAmeríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið.
8 EVRÓPA Skagar Eins og fram hefur komið er Evrópa óregluleg í lögun og strandlína hennar óvenju löng þar sem margir skagar ganga út úr meginlandinu. Þeir stærstu eru Skandinavíuskagi (Noregur og Svíþjóð), Íberíuskagi, einnig nefndur Pýreneaskagi, (Spánn og Portúgal), Appennínaskagi (Ítalía) og Balkanskagi (Grikkland, Albanía og fleiri lönd). Eyjar Í Evrópu eru margar eyjar. Í Atlantshafinu er t.d. Stóra-Bretland með fjölda smá eyja allt í kring, Írland og Ísland. Í Miðjarðarhafinu er einnig að finna fjölda sögufrægra eyja, eins og Krít, Möltu, Sikiley, Korsíku, Sardiníu og Mallorca. Í Eystrasalti eru Borgundarhólmur, Gotland og Álandseyjar. Líta má á Evrópu sem einn stóran skaga sem gengur út úr meginlandi Asíu. Landamæri Evrópu liggja um Úralfjöll, Úralá, Kaspíhaf, Kákasusfjöll, Svartahaf, Bospórussund, Dardanellasund, Miðjarðarhaf og Gíbraltarsund.
9 Ár og vötn Úr fjallakeðjum Evrópu renna margar ár, stórar sem smáar, í höfin er liggja að álfunni. Stærstu árnar renna um sléttur Austur-Evrópu. Volga í Rússlandi, lengsta fljót álfunnar, er svo langt að það næði frá Íslandi til Spánar eða um 3700 km. Vatnasvið Volgu er meira en þrettán sinnum stærra en Ísland. Önnur stórfljót eru t.d. Dóná, Dnjepr, Don, Rín og Saxelfur. Lengsta fljót á Íslandi er Þjórsá um 230 km langt. Stærstu vötn álfunnar er að finna í norður- og norðausturhluta hennar. Ladoga og Onega í Norður- Rússlandi eru þeirra mest. Fjallgarðar Í suðurhluta Evrópu eru miklir fjallgarðar sem orðið hafa til vegna jarðskorpuhreyfinga. Stóru meginlöndin eru hluti af svonefndum jarðskorpuflekum sem eru á sífelldri hreyfingu um alla jörð. Evrópa er hluti af einum slíkum, Evrasíuflekanum. Afríkuflekinn sem liggur fyrir sunnan Evrasíuflekann færist í norður og rekst þar af leiðandi á Evrasíuflekann svo há fellingafjöll hafa myndast. Miklir jarðskjálftar í Grikklandi og Tyrklandi eru merki um þessar jarðskorpuhreyfingar. Í allri Suður-Evrópu er nánast ein samfelld fjallakeðja þar sem Alpafjöll eru hæst og mest. Þar er einn hæsti tindur Evrópu, Mont Blanc, 4808 metra hár. Hreyfingar jarðskorpuflekanna valda því að þeir ýmist rekast á eða færast í sundur. Þar sem flekarnir fara frá hvor öðrum hlaðast upp gosefni og hryggur myndast eins og Mið-Atlantshafshryggurinn. Þar sem jarðskorpufleki skríður undir annan verður til úthafsgjá (djúpáll) en fellingafjöll ef tveir flekar mætast. Jarðskorpuhreyfingum fylgja jarðskjálftar og eldgos. Golfstraumurinn er hlýr vestlægur hafstraumur í Norður-Atlantshafi. Hann á upptök sín í Karíba- hafi og streymir með austurströnd Bandaríkjanna í norður og norðaustur um Atlantshaf. Ef þessa hlýja hafstraums nyti ekki við væru veður- farslegar aðstæður í Evrópu talsvert ólíkar því sem við þekkjum í dag. Hlýr hafstraumur hitar líka loftið fyrir ofan sig. Þegar þessi hlýi hafstraumur kemur að vesturströnd Evrópu sveigir hann í suður en vestlægir vindar blása hlýjum og rökum loftmassanum inn yfir Evrópu. Þetta er ástæðan fyrir því að Vestur-Evrópa er mun hlýrri en önnur landsvæði á svipuðum breiddargráðum á jörðinni. Á leið sinni með austurströnd Bandaríkjanna greinist Golfstraumurinn. Einn lítill hluti hans, Irmingerstraumur, streymir upp að suðurströnd Íslands. Ef hans nyti ekki við er ekki ósennilegt að Ísland væri umlukið hafís stóran hluta ársins og að hér væru mikið stærri jöklar en eru í dag. Stór hluti landsins væri nánast óbyggilegur, svipað því sem við þekkjum á Grænlandi. Hvaðan kemur Golfstraumurinn? Golfstraumur AusturGrænlandsstraumur Labradorstraumur Hryggur Djúpáll Fellingafjöll
10 EVRÓPA Loftslag Gróflega er jörðinni skipt niður í fjögur loftslagsbelti; kuldabeltið, tempraða beltið, heittempraða beltið og hitabeltið. Til að átta sig betur á ólíku loftslagi hefur hver jarðarhluti verið skilgreindur enn frekar. Evrópa, sem liggur um miðbik norðurhvels jarðar, spannar þrjú loftslagsbelti. Í Evrópu hefur loftslaginu verið skipt í fjóra flokka, heimskautaloftslag, meginlandsloftslag, strandloftslag og Miðjarðarhafsloftslag. Í norðurhlutanum er heimskautaloftslag. Þar eru veturnir kaldir og langir og sífreri í jörðu þar sem einungis efsta lagið þiðnar á sumrin. Þess vegna er gróður þar lítill og lágur. Þar er enginn skógur. Í vesturhlutanum er strandloftslag þar sem vetur eru mildir og rakir en sumrin svöl. Vestanvindar frá Atlantshafinu bera milt og rakt loft nánast óhindrað langt yfir meginlandið þar til fjöll hindra för þeirra. Áður fyrr voru þarna þéttir laufskógar en í dag setja akrar aðallega svip sinn á landslagið. Í austurhlutanum og stærstum hluta Evrópu er meginlandsloftslag. Þar er mikill hitamunur milli árstíða, vetur kaldir og sumrin heit. Úrkoman er lítil og minnkar eftir því sem lengra er komið frá Atlantshafinu. Í norðurhluta Evrópu eru miklir barrskógar sem hafa mikla efnahagslega þýðingu fyrir lönd eins og Rússland, Finnland og Svíþjóð. Í suðurhlutanum er Miðjarðarhafsloftslag með mildum og rökum vetrum en heitum og þurrum sumrum. Ástæðan er heitur og þurr vindur sem berst frá Afríku. Á veturna dregur úr þessum vindi og sækir þá veðráttan úr norðri á. Alparnir og fjallakeðjurnar í suðri aftra þó streymi loftmassans milli norðurs og suðurs og verja Miðjarðarhafslöndin fyrir köldum norðanvindum. Margir ferðamenn heimsækja Miðjarðarhafslöndin vegna mildrar veðráttu. Helsti gróður eru sígrænir runnar, þykkblöðungar og makkíkjarr. -10° -20° -5° +5° +10° +5° 0° 0° +10° +5° 0° -5° -10° -20° +20° +20° +20° +10° +10° +10° +10° +5° 0° -5° +20° +5° Í Evrópu má finna þrjú af fjórum loftslagsbeltum jarðar. Meðalhiti í janúar. Meðalhiti í júlí.
11 Barrskógur er sígrænn skógur í norðurhluta Evrópu. Jarðvegur er víða þunnur og ófrjósamur og sýrustig hátt samanborið við laufskóga. Helstu trjátegundir eru fura, greni, lerki og þinur. Laufskógar Evrópu hafa víða vikið fyrir ræktuðu landi. Jarðvegur er mjög frjósamur. Helstu trjátegundir eru eik, beyki, askur og hlynur. Gresja er gróðursvæði þar sem lauftré þrífast ekki vegna lítillar úrkomu. Það sem einkennir gróður á þessum svæðum er gras og runnagróður þar sem þurrara er. Makkí (Miðjarðarhafsgróður) er sígrænn gróður, runnar og þykkblöðungar sem finna má umhverfis Miðjarðarhafið. Gróður Gróðurfarið í Evrópu ræðst af jarðvegi og veðurfari, þ.e. hita, úrkomu og birtu. Gróðurbelti álfunnar urðu til þegar síðasta jökulskeiði ísaldar lauk fyrir um 10.000 árum. Freðmýri (túndra) er nyrsta gróðurbelti jarðar. Þar er hiti of lágur og vaxtartími of stuttur til að tré geti vaxið. Frost fer aldrei úr jörðu, einungis efsta lag jarðvegsins þiðnar á sumrin. Orðið „túndra“ þýðir „trjálaus slétta“. Helstu gróðurtegundir eru víðitegundir, fjalldrapi, grös, starir, mosi og fléttur. Háfjallagróður er að finna í gróðurlitlum auðnum í hæstu fjöllum. Þar vaxa aðallega grös, blómjurtir, lyng og víðirunnar. Hér má sjá hvernig Evrópa skiptist eftir gróðurbeltum. Ákveðin tegund gróðurs er einkennandi fyrir hvert gróðurbelti fyrir sig.
12 EVRÓPA Búseta Íbúar Evrópu eru vel yfir 750 milljónir. Það eru um 12% af íbúafjölda heimsins. Í mörgum löndum búa margar milljónir eins og í Þýskalandi, Rússlandi og Frakklandi. Annars staðar, eins og í Lúxemborg, Svartfjallalandi og á Íslandi, nær íbúafjöldinn ekki einni milljón. En þetta eru líka lítil lönd að flatarmáli í samanburði við þau fyrrnefndu. Ímyndaðu þér svæði þar sem fólk býr mjög nálægt hvert öðru. Það kallast þéttbýli. Þar eru margir íbúar á hvern ferkílómetra. Ímyndaðu þér svo annað svæði, álíka stórt, þar sem fáir búa og langt er á milli. Það kallast dreifbýli (strjálbýli). Þar eru fáir íbúar á hvern ferkílómetra. Lönd eins og Holland, Belgía, Þýskaland og Stóra-Bretland eru þéttbýl en Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland eru strjálbýl. Til að átta sig betur á hversu fjölmenn svæði og lönd eru, er hægt að reikna út íbúaþéttleikann. Fjöldi íbúa á ferkílómetra lands er mismikill. Þéttbýlust er Evrópa frá Englandi suður til Ítalíu. Strjálbýlustu svæðin eru hins vegar nyrst eins og á Íslandi, í norðurhluta Skandinavíu og norðurhluta Rússlands. Íbúafjöldi í milljónum Borg Land Höfuðborgar- svæði Moskva Rússland 15 París Frakkland 13 London Bretland 11 Madríd Spánn 6,7 Berlín Þýskaland 6 Róm Ítalía 5 Pétursborg Rússland 5 Barcelona Spánn 5 Fjölmennustu borgir Evrópu 2025 Hér má sjá íbúafjölda Evrópu frá 1750 til dagsins í dag og spá til ársins 2050 milljón
13 Atvinnuhættir Á hverju landsvæði, og jafnvel í hverju landi fyrir sig, eru stundaðir ólíkir atvinnuhættir allt eftir því hvaða hráefni eru við hendina. Það sem ræður því hvað unnið er á hverjum stað er það sem hvert landsvæði gefur af sér. Staðarval kallast það þegar tiltekinni atvinnugrein hefur verið valinn ákveðinn staður eða svæði. Það ræðst af því hvar hagkvæmast er að vinna við tiltekna atvinnugrein. Það er ekki hægt að stunda fiskveiðar þar sem engin eru fiskimiðin eða landbúnað þar sem ekkert er ræktar- landið. Upphaflega voru samfélög manna einföld og landið og umhverfið setti þeim meiri skorður um það hvar og hvernig þeir bjuggu. Vörur eru nú fluttar um Evrópu þvera og endilanga svo það er lítið mál að kaupa svissneskt súkkulaði í verslun á Íslandi eða íslenskan saltfisk í búð á Spáni. Venja hefur verið að skipta atvinnuháttum í fjórar greinar, landbúnað, sjávarútveg, þjónustu og iðnað sem fjallað er um hér á eftir. Maður og náttúra Maður og náttúra eru óaðskiljanleg. Við erum hluti af náttúrunni og reiðum okkur á hana til þess að lifa af. Allt frá örófi alda hefur náttúran veitt okkur það sem við þurfum, eins og mat, klæði, orku og skjól. Frá náttúrunnar hendi er Evrópa vel fallin til búsetu. Frjósaman jarðveg er að finna meira og minna um alla álfuna nema allra nyrst. Sum svæði Evrópu eru einkar frjósöm og líka má finna auðlindir í jörðu. Þar sem þessir landkostir tengdust vel samgönguneti safnaðist saman fólk og til urðu bæir og síðar borgir. Í dag eru þetta þéttbýlustu og fjölmennustu svæði Evrópu þar sem stunduð er fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mikið af landi um miðbik álfunnar hefur verið tekið undir ræktun. Hér má sjá bónda við uppskeru í Frakklandi.
14 EVRÓPA Kvikfjárrækt er ræktun húsdýra þar sem afurðirnar eru ýmist mjólkurvörur eða kjötvörur. Til kvikfjárræktar teljast nautgriparækt, geita- og sauðfjárrækt og svínarækt. Aðrar landbúnaðargreinar eru t.d. alifuglarækt, hrossarækt og loðdýrarækt. Skógrækt er stunduð meira og minna í öllum löndum Evrópu. Skógarhögg felur í sér vinnslu hráefnis fyrir timburiðnaðinn og er einkum stunduð í barrskógabelti álfunnar, þ.e. Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Enda er þar um mikla nytjaskóga að ræða. Helstu skógarafurðirnar eru meðal annars timbur til húsbygginga og trjákvoða til pappírsgerðar. Aukin umhverfisþekking hefur leitt til þess að þegar nytjaskógur er felldur er annar ræktaður í staðinn. Skógrækt miðar einnig að því að vernda búsvæði villtra dýra, vernda líffræðilegan fjölbreytileika, koma í veg fyrir landeyðingu og stuðla að almennri útivist. Landbúnaður Landbúnaður í Evrópu er mikilvægur enda er helmingur alls lands í álfunni notaður undir atvinnugreinina og miklum fjármunum er varið í stuðning við hana. Áður fyrr unnu margar hendur við matvælaframleiðslu og stærsti hluti vinnuafls í álfunni vann fram eftir öldum við landbúnað. Tækniframfarir hafa valdið byltingu í landbúnaðarframleiðslu og er atvinnugreinin því ekki eins mannaflsfrek og áður var. Nú á dögum teljast um 15 milljónir starfa til landbúnaðar í Evrópu. Hægt er að skipta landbúnaði upp í þrjá meginflokka; akuryrkju, kvikfjárrækt og skógrækt. Til akuryrkju teljast kornrækt (helstu ræktunartegundir eru hveiti, maís og bygg), grænmetisrækt, ávaxtarækt og fóðurrækt. Helstu kornræktendur Evrópu eru Frakkar og Þjóðverjar en Ítalir og Spánverjar eru helstu ávaxta- og grænmetisræktendurnir. Mismunandi er eftir landsvæðum hvaða tegund landbúnaðar er stunduð. Allt fer það eftir því hvað hagkvæmast er að rækta. Í norðurhlutanum, í barrskógabeltinu, er aðallega stunduð skógrækt. Um miðbik álfunnar er mest um blandaðan landbúnað og í Suður-Evrópu er ræktun sítrusávaxta algeng.
15 Landbúnaður er stundaður um alla Evrópu enda aðstæður frá náttúrunnar hendi vel til þess fallnar, víða frjósamur jarðvegur og hagstæð veðrátta. Aðstæður eru þó misgóðar eftir svæðum sem veldur því að ein grein landbúnaðar hentar betur á einu svæði en öðru. Þetta er gott dæmi um staðarval sem áður hefur verið minnst á. Sléttur Póllands, HvítaRússlands og Úkraínu eru einkar frjósamar og því kjörnar til akuryrkju, enda kallaðar matarkista Evrópu. Á norðlægari slóðum er ræktun erfiðari og möguleikar til akuryrkju ekki þeir sömu. Á Norðurlöndunum er því t.d. meira um byggrækt og skógrækt en hveitirækt sem stunduð er sunnar í álfunni. Sumstaðar, líkt og á Íslandi, býður jarðvegurinn og loftslagið ekki upp á annað en grasrækt sem hentar vel til kvikfjárræktar. Í Suður-Evrópu, eins og t.d. á Spáni, leggja menn megináherslu á ávaxtarækt og við Miðjarðarhafið eru ræktaðar ólívur. Lífrænn landbúnaður Í lífrænum landbúnaði er lögð áhersla á alhliða umhverfisvernd og framleiðslu afurða í hæsta gæðaflokki. Tilbúinn áburður er ekki leyfður heldur skal nota áburð úr endurunnum lífrænum hráefnum, eins og t.d. úrgang frá búfénaðinum sjálfum, fiskúrgang, fiskimjöl og þangmjöl. Allt dýrafóður skal vera lífrænt vottað og beit dýra með þeim hætti að hún samræmist sjónarmiðum um jarðvegs- og gróðurvernd. Í gripahúsum á að vera rúmgott, þurrt og bjart og á búfé að hafa sem mest frjálsræði og njóta útivistar eftir því sem aðstæður leyfa. Þá er einnig bannað að halda alifuglum í búri og binda gyltur. Kollóttar kýr á beit í sumarhaga.
16 EVRÓPA Vatnsskortur er þó ekki eina vandamálið í landbúnaði í Evrópu í dag því mikið er notað af tilbúnum áburði og eiturefnum. Tilbúinn áburður er notaður til að auka uppskeru og eiturefni til að drepa mögulega skaðvalda, s.s. skordýr. Langalgengasti tilbúni áburður- inn er nitur, fosfór og kalí sem geta í miklu magni raskað jafnvægi í náttúrunni. Mikil áburðarnotkun í evrópskum landbúnaði hefur valdið mengun í ám, vötnum og sjó. Hún hefur einnig valdið mengun í drykkjarvatni því áburðurinn berst í grunnvatnið sem notað er sem neysluvatn fyrir mannfólkið. Að auki þarf mikla orku, einkum olíu, til að framleiða áburðinn sem þannig hefur einnig áhrif á umhverfið. Menn gera sér sífellt betur grein fyrir mikilvægi þess að hægt sé að nýta landið um ókomin ár og tryggja þannig fæðuöryggi í Evrópu. Því hefur áherslan á umhverfisvænan landbúnað aukist mjög á undanförnum árum. Vatn er ekki óþrjótandi auðlind þó nóg sé af því á Íslandi. Landbúnaður í Evrópu notar gríðarlegt magn af vatni eða um fjórðung af allri vatnsnotkun í álfunni. Á sumum svæðum Suður-Evrópu eru dæmi um að meira en 80% af öllu tiltæku vatni sé notað í landbúnaði og er vatnsskortur nú þegar orðinn vandamál. Þar er þörfin á vatni líka mest yfir sumartímann, þegar minnst er af því, sem getur haft skaðleg áhrif á umhverfið. Ofnýting vatns hefur áhrif á gæði þess vatns sem eftir er og vistkerfi sem háð eru vatni. Ef spár sumra vísindamanna ganga eftir, munu loftslagsbreytingar valda alvarlegri og tíðari þurrkum í framtíðinni og álag vegna vatnsnýtingar aukast enn frekar. Hvað er til ráða? Það eru til margar lausnir: Mögulegt er að hækka verð á vatni svo menn fari betur með það. Það er hægt að forðast ræktun vatnsfrekra plantna á svæðum þar sem vatn er takmarkað. Einnig má fræða bændur um hvernig best er að nota vatnið og nýta betur vatn af öðrum uppruna, t.d. hreinsað skólp, bað- og þvottavatn og uppsafnað regnvatn. Vatnsnotkun og áburður í landbúnaði Í landbúnaði er notað mjög mikið vatn. Rusl getur mengað sjó og vötn.
17 lega síldarkvóta og Þjóðverjar, Austurríkismenn og Svisslendingar semja sín á milli um nýtingu fiskistofna í Bodenvatni sem liggur á landamærum ríkjanna. Til að mæta aukinni eftirspurn í heiminum eftir fiski hafa menn í auknum mæli snúið sér að fiskeldi sem nú er einn helsti vaxtarbroddur í sjávarútvegi og framboði á fiski. Evrópumenn hafa vissulega reynt fyrir sér í fiskeldi en eru þó ekki stórir á heimsvísu þar sem aðeins rétt rúm 4% af fiskeldisfiski heimsins koma frá álfunni. Fiskeldið vex þó jafnt og þétt sem atvinnugrein í Evrópu og eru Norðmenn þar stórtækastir Evrópuþjóða. Sjávarútvegur Þrátt fyrir að fiskveiðar séu mikið stundaðar í Evrópu er sjávarútvegur ekki ein af mikilvægustu atvinnugreinum þar. Aðeins lítið brot af vinnuaflinu hefur atvinnu af fiskveiðum eða um 1,7%. Fiskveiðarnar skipta þó mismiklu máli fyrir ríki og ákveðin svæði. Þær þjóðir Evrópu sem eiga aðgang að sjó stunda allar fiskveiðar þó í mismiklum mæli. Á Íslandi, í Færeyjum og Norður-Noregi skipta fiskveiðar efnahagslega mjög miklu máli. Hið sama má segja um fiskiþorpin við Miðjarðarhaf þar sem íbúarnir lifa af því sem hafið gefur. Meðal annarra stórra fiskveiðiþjóða í Evrópu má nefna Spánverja, Frakka og Breta. Skipta má fiskveiðum í tvo þætti. Annars vegar veiðar í sjó og hins vegar veiðar í ám og vötnum. Veiðar í sjó skila mestum afla eða um 90% en 10% aflans koma úr ám og vötnum. Mestallur fiskurinn fer til manneldis en þó fer hluti hans í annað, eins og t.d. dýrafóður. Fiskur er mikilvæg fæða og eftirspurnin eftir fiski hefur vaxið jafnt og þétt á heimsvísu allt frá upphafi tíunda áratugarins. En það er ekki endalaus uppspretta af fiski í sjónum og því þurfa þjóðir heims að hafa með sér samráð um nýtingu fiskistofna. Flestir fiskistofnar hafa verið fullnýttir frá byrjun níunda áratugarins og á sumum svæðum hafa þeir verið ofveiddir. Evrópulönd hafa með sér víðtækt samráð um nýtingu fiskistofna. Allar þjóðirnar hafa sína fiskveiðilögsögu og rétt til að nýta þar auðlindina en þó eru margir fiskistofnar sameiginlegir og synda um lögsögu fleiri en eins ríkis. Þá reyna þjóðirnar að semja um aflahlutdeild hvers ríkis og stjórn veiðanna með það markmið að vernda fiskistofnana. Evrópusambandslöndin hafa sameiginlega fiskveiðistefnu og úthluta kvóta til aðildarríkja sinna. Íslendingar, Norðmenn og Færeyingar semja um sameigin- Fiskveiðar skipta miklu máli fyrir efnahag strandríkja.
18 EVRÓPA Iðnaður Þróun iðnaðar hófst í Evrópu með iðnvæðingunni um miðja 18. öld. Vagga iðnvæðingarinnar var í Bretlandi þar sem menn hófu að nýta gufuafl til að knýja vélar, einkum í textíliðnaði. Til iðnaðarframleiðslu þarf mikla orku, auk hráefnis til framleiðslunnar og vinnuafls. Í upphafi voru kol helsti orkugjafi iðnaðar og því breiddist iðnaður út frá Bretlandi til vesturhluta Þýskalands, NorðurFrakklands, Belgíu og suðurhluta Póllands, þar sem mikilvæg hráefni, eins og kol, olíu, gas og járngrýti, var að finna í jörðu. Framleiðsla iðnaðarvöru hefur tilhneigingu til að flytjast þangað sem ódýrast er að framleiða hana. Mikið af hefðbundinni iðnaðarframleiðslu hefur því færst frá Evrópu til annarra heimsálfa en hátækniiðnaður skipar æ stærri sess í iðnframleiðslu álfunnar. Í dag vegur þungaiðnaður þyngra í austurhluta Evrópu en í vesturhlutanum. Víða hefur iðnframleiðslan valdið mikilli mengun í umhverfinu og því verður krafan um að nýta umhverfisvæna orkugjafa sífellt háværari. Þjónusta Þjónusta er sá atvinnuvegur sem flestir íbúar Evrópu starfa við. Þjónusta er samheiti yfir mjög fjölbreytta atvinnustarfsemi, svo sem verslun og bankastarfsemi, menntun, heilbrigðisþjónustu, flutninga, ferðaþjónustu og þjónustu við bæði landbúnað og sjávarútveg. Ekki dugar að framleiða vöru, það þarf líka að dreifa henni og selja, og þar kemur þjónusta til sögunnar. Í raun má flokka alla vinnu sem ekki felur í sér starf við frumatvinnugreinar eins og landbúnað eða iðnað sem þjónustugrein. Í nútímasamfélagi koma sífellt færri að matvælaframleiðslu og iðnaði á meðan tækifæri skapast í ýmiss konar þjónustu. Ein af þeim þjónustugreinum sem vaxið hefur hvað hraðast á liðnum áratugum er ferðaþjónusta. Mörg lönd Evrópu eru mikil ferðamannalönd. Frakkland er sem dæmi mest sótta ferðamannaland heims og fast á hæla þess koma Spánn og Ítalía. Þjónusta Iðnaður Landbúnaður og sjávarútvegur 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Atvinnuskipting starfandi fólks Moldóva Úkraína Grikkland Sviss Ísland Spánn Danmörk Þýskaland Þetta unga par reiðir sig á ferðaþjónustuna sem er sú þjónustugrein sem vaxið hefur hvað hraðast á liðnum áratugum.
19 Auðlindir Evrópu Sem dæmi um auðlindir má nefna olíulindir, vatn, málma og kol en einnig mannauð, náttúru og frjósamt land. Það sem telst til auðlinda á hverjum tíma er breytilegt og helst í hendur við eftirsókn og notkunarmöguleika en einnig tækniþekkingu og framfarir í vísindum. Það sem einu sinni var mjög mikilvæg og verðmæt auðlind þarf ekki endilega að vera það í dag því hugsanlega getur tæknin leitt til þess að áður óþekkt eða vannýtt auðlind nýtist okkur betur í nútímasamfélagi en hún gerði áður. Meðal helstu auðlinda Evrópu má nefna mikið og frjósamt land en þar er líka að finna miklar kola- og járngrýtisauðlindir sem voru mjög mikilvægar á 19. og 20. öldinni. Kol má enn finna í miklu magni í Úkraínu, Þýskalandi, Póllandi og Bretlandi. Olía er í Norðursjó og miklar gaslindir í Rússlandi. Gjöful fiskimið, líkt og í Atlantshafi, flokkast einnig sem auðlind og í ýmiss konar þjónustu- og tækniiðnaði hafa Evrópubúar náð að virkja mannauð sinn vel. Lífskjör í Evrópu eru almennt mjög góð, í samanburði við aðrar heimsálfur, einkum í vestanverðri álfunni þar sem þau eru með því besta sem gerist í heiminum. Drekasvæðið Á Drekasvæðinu, sem er hafsvæði í Norður- Íshafi að hluta til innan efnahagslögsögu Íslands, gera Íslendingar sér vonir um að finna jarðgas og olíu. Gerðar hafa verið jarð- og jarðeðlisfræðilegar mælingar á hafsbotninum vegna undirbúningsvinnu fyrir olíuleit. Þar má finna nægjanlega þykk setlög sem gætu fullnægt skilyrðum fyrir olíu í vinnanlegu magni. Erlend fyrirtæki, sem sérhæfa sig í olíuleit með gervihnöttum, hafa bent á mögulegan olíuleka að yfirborði sjávar sem þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á svæðinu. Hafdýpi þarna er um 800–2000 metrar, sem er dýpra en gengur og gerist með olíuvinnslu í sjó. Hafstraumar eru þó ekki eins sterkir og ölduhæð miklu minni en t.d. suður af landinu. Á Drekasvæðinu má gera ráð fyrir rekís og borgarís og þarna er einnig mjög þokugjarnt. Margar tæknilegar hindranir á eftir að yfirstíga áður en vinnsla olíu og gass getur hafist. Borpallur í Norðursjó, undan ströndum Noregs. Olía eru lífrænar leifar vatna- og sjávarlífvera sem hafa breyst í olíu djúpt í jarðlögunum. Því þarf að bora eftir olíunni og oft er hana að finna í jarðlögum í sjó eins og til dæmis í Norðursjó. Þegar búið er að dæla olíunni upp þarf að hreinsa hana og vinna úr henni ólíkar olíur s.s. bensín, smurolíu og gasolíu.
20 EVRÓPA Orka Öll þörfnumst við orku og lífstíll okkar í Evrópu er orkufrekur. Því er nauðsynlegt fyrir Evrópubúa að huga vel að þeirri orku sem þeir nota. Orku notum við t.d. til að hita húsin okkar, lýsa upp götur, knýja skip, flugvélar og bíla, knýja vélar í verksmiðjum og margt fleira. En hvernig er hægt að spara orku? Hvaða orkugjafar henta best? Þetta eru spurningar sem íbúar Evrópu verða að velta fyrir sér. Orka fæst t.d. með því að brenna jarðefnaeldsneyti, eins og olíu, kolum og gasi, og úr kjarnorku, jarðvarma, vindorku og vatnsafli. Þrír síðastnefndu orkugjafarnir eru það sem oftast eru nefndir „grænir orkugjafar“ sem þýðir að þeir menga andrúmsloftið mun minna en t.d. notkun kola eða olíu gerir. Helstu framleiðendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu eru Rússland, þar sem finna má miklar olíu- og gaslindir, og Noregur sem einnig er olíuríki. Á Íslandi notum við vatnsafl og jarðvarma til orkuframleiðslu en Frakkar reiða sig mjög á kjarnorku. Flestar Evrópuþjóðir flytja inn mikið af orku, s.s. olíu sem notuð er til rafmagnsframleiðslu og sem eldsneyti á bíla, skip og flugvélar. Stíflan á Kárahnjúkum hindrar rennsli Jökulsár á Brú. Fyrir ofan stífluna myndast stórt vatn sem kallast uppistöðulón. Úr lóninu liggja göng sem halla niður á við. Vatn streymir hratt niður um göngin og snýr túrbínu sem knýr rafal sem býr til rafmagn. Kostir og gallar orkugjafa Allir orkugjafar hafa bæði kosti og galla. Þegar orkulindir heimsins eru nýttar hefur það alltaf áhrif á umhverfið. Meta þarf hvort umhverfisáhrifin séu viðunandi eða ekki. Kjarnorka sinnir orkuþörf stórra svæða í Evrópu en skilar af sér geislavirkum úrgangi sem er mönnum hættulegur. Kol er auðvelt að vinna úr námum en þegar þau eru brennd myndast reykur sem mengar og getur skaðað heilsu manna. Hægt er að vinna margar tegundir eldsneytis úr jarðolíu sem knýr t.d. stór farartæki eins og flugvélar og skip. Flókið og erfitt getur reynst að ná í olíuna og bruni hennar veldur gróðurhúsaáhrifum.
21 aði og mikið vatn í matvælaframleiðslu. Vatn getur mengast á marga vegu, s.s. með áburðarnotkun í landbúnaði, þegar við notum sápu eða setjum önnur efni eins og klór í vatn. Loftið sem við öndum að okkur má ekki vera mjög mengað því þá getur það valdið okkur skaða. Loft er ekki bara súrefni því í andrúmsloftinu eru ýmsar aðrar lofttegundir. Andrúmsloftið skiptist í raun í 78% köfnunarefni, 21% súrefni og 1% aðrar lofttegundir. Ýmis efni, svo sem flúor, brennisteinn, koltvísýringur og nitur, koma frá iðnaði og blandast andrúmsloftinu og valda mengun. Mengun í lofti getur orsakað sjúkdóma í öndunarfærum en einnig valdið súru regni. Súrt regn myndast þegar mengandi efni, eins og brennisteinn, bindast regnvatni og menga jarðveginn þegar regnið fellur til jarðar. Það veldur einnig skaða á plöntum og eyðileggur byggingar. Hugað að umhverfinu Engin heimsálfa hefur orðið fyrir jafn miklum áhrifum af mannavöldum og Evrópa. Náttúruauðlindir hafa verið nýttar til hins ítrasta og standa margar þjóðir frammi fyrir miklum umhverfisvanda. Hvernig brugðist er við vandanum er oft tengt því hvort um ríkar eða fátækar þjóðir er að ræða. Þannig hafa t.a.m. Þjóðverjar, sem teljast til ríkra Evrópuþjóða, unnið mikið að því að leysa umhverfisvanda og eru þjóða fremstir í endurvinnslu og mengunarvörnum. Önnur ríki, eins og í Austur-Evrópu, sem eiga við mikinn umhverfisvanda að stríða, hafa ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að takast á við hann þar sem þau glíma við mörg önnur vandamál og hafa takmarkað fjármagn til að leita lausna. Umhverfismálin lenda ekki fremst í forgangsröðinni því það kostar peninga að vinna að verndun umhverfisins. Það er mikilvægt fyrir okkur að ganga vel um jörðina okkar því við getum ekki fengið aðra ef við eyðileggjum þessa. Við berum því öll sameiginlega ábyrgð og verðum að leggja okkar af mörkum til að ganga ekki um of á auðlindir jarðar. Okkur ber að skila jörðinni til komandi kynslóða í sama eða betra ásigkomulagi en við tókum við henni. Það sem okkur er einna mikilvægast að vernda í umhverfi okkar er vatn, loft og jarðvegur. Allt líf þarfnast vatns til að lifa. Við þurfum drykkjarvatn fyrir okkur sjálf, fyrir dýrin, vatn til vökvunar í landbúnÁ þessari mynd sést yfir höfnina í Reykjavík. Kolakraninn er í baksýn en kol voru notuð til upphitunar húsa áður en heitt vatn var leitt í hús árið 1930. Víða í Evrópu er mengun mikið vandamál.
22 EVRÓPA Hluti neyslunnar er nauðsynlegur fyrir daglegt líf en annað meira til að uppfylla óskir og langanir. Hvað getur þú gert? Það er heilmargt. • Borðaðu mat sem er umhverfis- og loftslagsvænn, t.d. minna kjöt og meira grænmeti. • Skoðaðu neysluvenjur þínar, notaðu það sem þú átt til matargerðar og flokkaðu úrgang. • Endurhugsaðu, endurnýttu og endurskapaðu. Forðastu óþarfa. Hvað þarftu í raun og veru? • Veldu innlenda framleiðslu. Vertu ábyrgur neytandi, veldu umhverfisvænar vörur og þjónustu. • Sparaðu orku, slökktu ljós sem ekki þarf að nota. • Hjólaðu, labbaðu eða notaðu almenningssamgöngur á milli staða. Umhverfismál Evrópa og heimurinn allur stendur frammi fyrir miklum áskorunum í umhverfismálum og er ljóst að leggja þarf ríkari áherslu á umhverfismál og endurvinnslu en áður hefur verið gert. Evrópuþjóðir hafa tekið höndum saman á ýmsan hátt til að stuðla að frekari endurvinnslu og bættum lífsgæðum. Ósonlag Gróðurhúsaáhrif Þegar talað er um gróðurhúsaáhrif er átt við hlýnun í lofthjúpi jarðar. Það sem gerist í lofthjúpnum er líkt því sem gerist í gróðurhúsi sem ætlað er að halda hita inni. Vísindamenn eru margir sammála um að það séu einkum aðgerðir mannanna sem valda gróðurhúsaáhrifum. Með brennslu jarðefnaeldsneytis og ýmsum öðrum aðgerðum hefur maður- inn hleypt lofttegundum út í andrúmsloftið sem valda þessum áhrifum. Stærsta þáttinn í þessu ferli á koltvíoxíð (CO2). Þegar sólin varpar geislum sínum á jörðina nær rúmur helmingur þeirra til jarðar og hita hana. Sá hluti geisla sólarinnar sem ekki nær til jarðar endur- kastast aftur út í geiminn vegna lofthjúps jarðar og skýja. Ýmsar agnir í loftinu hjálpa jörðinni við að halda hitanum frá sólinni í lofthjúpi sínum. Orkan sem jörðin fær frá sólinni er mjög mikilvæg og er t.d. undirstaða ljóstillífunar plantna og um leið framleiðslu súrefnis. Þannig má í raun segja að gróður-húsaáhrifin séu undirstaða lífs á jörðinni eins og við þekkjum hana í dag. Þegar agnirnar sem halda hitanum á jörðinni verða of margar veldur það hækkuðu hitastigi. Þannig valda gróðurhúsalofttegundir, sem hægt er að segja að séu agnir í loftinu, því að jörðin hlýnar og það getur haft slæmar afleiðingar fyrir lífríki jarðar-innar. Jöklar bráðna, yfirborð sjávar hækkar, gróðurbelti færast til og flóðahætta eykst sem getur haft mikil áhrif á þéttbýl og frjósöm svæði.
23 Jarðhitaskóli SÞ á Íslandi Vissir þú að Sameinuðu þjóðirnar starfrækja orkuskóla á Íslandi? Skólinn heitir Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna og þangað koma nemendur úr öllum heiminum til að læra um nýtingu jarðvarma. Hugmyndin að skólanum kviknaði í olíukreppunni á 8. áratugnum þegar olíuverð var gríðarlega hátt og margar þjóðir höfðu ekki efni á að kaupa olíu. Skólinn var stofnaður árið 1979 og hefur því starfað í yfir þrjátíu ár á Íslandi. Allir nemendur skólans eru með háskólapróf. Þeir koma til Íslands í sex mánaða nám og færa svo þekkingu og reynslu Íslendinga af nýtingu jarðvarma til sinna heimalanda. Af evrópskum nemendum Jarðhitaskólans hafa flestir komið frá Austur-Evrópu. Samgöngur Samgöngukerfi Evrópu eru afar mikilvæg og gegna lykilhlutverki í fólks- og vöruflutningum. Góðar samgöngur eru undirstaða hagsældar. Þær tryggja m.a. aðgang að vinnu, vörum, þjónustu, menntun og tómstundum. Það er stöðugur straumur af fólki og vörum á ferð og flugi milli landa í Evrópu. Helsta samgöngunet Evrópu eru hraðbrautir og annað gatnakerfi, járnbrautir, flugumferð, skipaskurðir og ár, og siglingar á höfunum. Með bættum samgöngum hafa samskipti og viðskipti á milli þjóða aukist Náttúruvá í Evrópu Flóð, þurrkar og hitabylgjur eru mikil náttúruvá sem oft leiðir til náttúruhamfara í Evrópu. Munurinn á náttúruvá og náttúrhamförum er sá að náttúruvá vofir yfir en náttúruhamfarir eiga sér stað. Fyrra hugtakið á við möguleikana en hið síðara við atburðinn sjálfan þegar náttúran er í ham. Í Evrópu falla hitamet ár eftir ár. Öfgar í veðurfari eru orðnar meiri. Mörg lönd í Evrópu hafa orðið fyrir þurrkum og gróðureldum, sérstaklega í suðurhluta álfunnar. Á meðan önnur lönd og svæði í Evrópu glíma við meiri rigningar og flóð en áður. Hlýnun loftslags hefur áhrif á margt til hins verra, matvælaframleiðslu, vistkerfi, öryggi mannfólks, vatnsbirgðir, auk þess að auka hættuna á náttúruSkógar eyðast m.a. vegna mengunar og súrs regns. Í Tékklandi hefur rúmlega helmingur skóglendis skemmst eða drepist af þeim sökum. Hitabylgja í París. hamförum. En með umhverfisvænum lífsstíl, nýsköpun og tækni getum við dregið úr hlýnun og neikvæðum áhrifum hennar.
24 EVRÓPA Samgöngur Samgöngukerfi Evrópu eru afar mikilvæg og gegna lykilhlutverki í fólks- og vöruflutningum. Góðar samgöngur eru undirstaða hagsældar. Þær tryggja m.a. aðgang að vinnu, vörum, þjónustu, menntun og tómstundum. Það er stöðugur straumur af fólki og vörum á ferð og flugi milli landa í Evrópu. Helsta samgöngunet Evrópu eru hraðbrautir og annað gatnakerfi, járnbrautir, flugumferð, skipaskurðir og ár, og siglingar á höfunum. Með bættum samgöngum hafa samskipti og viðskipti á milli þjóða aukist til muna. Nú er auðvelt að flytja vörur heimshorna á milli á stuttum tíma. Samgöngur í Evrópu hafa ekki alltaf verið jafn auðveldar og þær eru í dag. Enn er mikill munur á milli landa. Í Norður- og Mið-Evrópu eru samgöngur almennt mjög góðar þar sem náttúrulegar hindranir hafa verið yfirstignar, jafnvel í strjálbýlum löndum. En í Austur-Evrópu eru samgöngumannvirki víða úr sér gengin og í Ölpunum hafa flutningsleiðir oft verið takmarkaðar. Stöðugar umbætur í samgöngumálum hafa leitt til þess að fljótlegra er að ferðast og senda vörur á Gatnakerfi tekur mikið pláss og er fyrirferðarmikið í Evrópu, sérstaklega í vestanverðri álfunni. Margs konar umferð Þegar talað er um samgöngur og umferð nú til dags er ekki alltaf eingöngu átt við hefðbundna umferð bíla, skipa, flugvéla og járnbrauta. Veraldar- vefurinn og farsímar hafa breytt möguleikum milljóna manna til samskipta við umheiminn. Þannig er talað um umferð á Veraldarvefnum og aðgangur að síma og netsambandi getur skipt fólk miklu máli. Víðast hvar í Evrópu er netnotkun og farsímaeign nokkuð almenn. Í löndum eins og Hollandi, Svíþjóð, Lúxemborg og hér á Íslandi hafa um 80% heimila aðgang að Netinu á meðan innan við helmingur heimila í Grikklandi, Tékklandi og Portúgal hafa netaðgang. Milljónir manna nýta sér daglega þéttriðið samgöngunet Evrópu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=