Eru fjármál stórmál?

9 Launatengd gjöld Á vinnumarkaðinum eru margs konar laun. Hver er munurinn á mánaðarlaunum og verktakalaunum? Algengast er að vera með mánaðarlaun. Þá er ákveðið mikið greitt á mánuði fyrir fulla vinnu (kallað 100% vinna). Ef unnið er minna en það þá fær maður hlutfall af mánaðar- launum t.d. 80% vinna = 80% af mánaðarlaunum. Tímakaup er greitt fyrir hvern klukkutíma sem unninn er. Unglingavinnan er dæmi um þetta þar sem krakkar fá greidda ákveðna upphæð fyrir hvern tíma sem þau vinna. Verktakalaun eru þegar einhver tekur ákveðið verk að sér fyrir ákveðinn pening. Þjálfun hjá íþróttafélagi gæti verið dæmi um verktakalaun eða snjómokstur og garðsláttur. Munurinn á mánaðarlaunum og verktakalaunum er að vinnuveitandinn sem borgar mánaðarlaunin gefur út launaseðil og borgar skatta, í lífeyrissjóð, orlof og greiðir laun í veikindum. Verktakar fá heildarlaunin greidd en þurfa sjálfir að gæta þess að greiða skatta, í lífeyrissjóð og leggja inn fyrir orlofi. Verktakar eiga ekki rétt á neinum veikindadögum. Lífeyrir og lífeyrissjóðir Hvað er lífeyrir? Algengast er að fólk hætti að vinna þegar það verður 67 ára, sumir hætta þó fyrr. Þegar fólk hættir að vinna fær það laun frá lífeyrissjóðnum sínum um hver mánaðamót. Þau laun kallast lífeyrir, ellilífeyrir eða eftirlaun. Þið safnið í lífeyrissjóð alla ævi og því skiptir miklu máli að byrja strax því eftir því sem þið borgið í fleiri ár í lífeyrissjóð því meiri ráðstöfunartekjur (pening) hafið þið þegar þið hættið að vinna. Launin sem lífeyrissjóðurinn þinn borgar þér fer eftir því hve mikið þú hefur borgað í hann á meðan þú varst í vinnu. Lífeyrissjóðir eru ekki gamalt fyrirbæri. Verkafólk þurfti að berjast fyrir þeim. Áður en þeir komu þurfti fólk að vinna alla ævi. Nú getur fólk hætt að vinna þegar það sér að það fær nægilega mikið úr lífeyrissjóðnum til að framfleyta sér eða vinna til 67 ára og hætta þá. Á sumum vinnustöðum má fólk vinna þangað til það er orðið sjötugt og safna þannig þremur árum lengur í sjóðinn og fá þá hærri lífeyrisgreiðslu í hverjum mánuði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=