Eru fjármál stórmál?

7 k. átta sig á grundvallarmuninum á því að vera launþegi og verktaki. l. átta sig á samspili tíma og ávöxtunar þegar kemur að sparnaði og lántöku. Þegar á að leggja sparnað til hliðar er gott að spá í það hvenær á að nýta sparnaðinn því bankar bjóða upp á mismunandi vaxtarkjör háð lengd á varðveislu sparnaðar, svokallaða bindingu. m. átta sig á mikilvægi sparnaðar og geta greint og borið saman mismunandi sparnaðarform, t.d. óbundið/bundið, verðtryggt/óverðtryggt, bankareikningur/hlutabréf/sjóður o.s.frv. n. þekkja tilgang lífeyrissjóða og valkosti til lífeyrissparnaðar, t.d. viðbótarlífeyrissparnaðar. o. vera almennt fær um að meta mögulega áhættu og ávinning þegar kemur að því að taka ákvarðanir í fjármálum, t.d. þegar kemur að því að ráðstafa sparnaði í mismunandi fjárfestingaleiðir. p. vita hvað felst í því að taka lán, hvað þarf að hafa í huga þegar lán er tekið og átta sig á heildarkostnaði við lántöku. q. geta borið saman mismunandi tegundir lána, þekkja grundvallarmun skammtímaláns og langtímaláns og átta sig á hvað felst í stórum skuldbindingum eins og húsnæðislánum, námslánum og húsaleigu. r. gera sér grein fyrir vandamálum sem geta komið upp varðandi ákvarðanir í fjármálum, t.d. hvað gerist ef einstaklingur getur ekki greitt af láni og hvaða leiðir standa til boða. Gera sér grein fyrir því hvað vanskilaskrá er og hvað það þýðir að vera á henni. s. skilja áhrif breytinga í efnahagsumhverfinu á fjármál einstaklinga, t.d. áhrif yfirvalda og stjórntækja þeirra og þekkja mismunandi gerðir áhrifaþátta eins og stýrivaxta, gengis og verðbólgu. t. skilja samhengið milli þjóðarhags og einkaneyslu, opinberra fjármála og eigin fjármála, t.d. af hverju einstaklingar greiða skatta til samfélagsins, hvernig laun eru ákvörðuð o.s.frv. u. þekkja til hugtaka á borð við: Verðvitund, vörugæði, þjónustugæði, auglýsingar, áhrifavaldar, staðreyndir, áróður, rafrænar greiðslur, netöryggi, staðgreiðsla, millifærslur, debetkort, kreditkort, afborganir, ávöxtun, banki, húsnæðislán, langtímalán, netþrjótur, samneysla, skattleysismörk, skattþrep, vanskilaskrá, veð, raðgreiðslur, yfirdráttur, skammtíma- lán, smálán, lántökugjald, fjárhagsáætlun, rekstur heimilis, skyldutryggingar, aðrar tryggingar, réttindi á vinnumarkaði, skyldur á vinnumarkaði, laun, ráðstöfunartekjur, skattur, persónuafsláttur, lífeyrissjóður, lífeyrir, viðbótarlífeyrir, félagsgjald, stéttarfélag, kjarasamningur, heildarlaun, útborguð laun (ráðstöfunartekjur), innlán, útlán, sparnaður, vextir, vaxtavextir, áhætta, lánshæfismat, rafrænn gjaldmiðill, hlutabréf, skuldabréf, stýrivextir, verðbólga, verðhjöðnun, verðtrygging, vöruskiptajöfnuður, gengi, opinber gjöld, einkaneysla, verðtrygging, virðisaukaskattur, tollar, árleg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK), atvinnuleysi, peningaþvætti. Skýringar á hugtökum er að finna aftast í bókinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=