Eru fjármál stórmál?

6 Dæmi um launaseðil Texti Tímabil Lfl.-þrep Eining Taxti Laun Frádráttur Sérkennari Mánaðarlaun 01.01.24-31.01.24 243-01 1,0000 787.114 787.114 Önnur laun 01.01.24-31.01.24 243-01 1,0000 10.000 10.000 Laun samtals 797.114 S Bayern Versicherung séreign 4,00% 797.114 31.885 LSR A-deild 4,00% 797.114 31.885 KÍ – Félag grunnskólakennara 1,40% 797.114 11.160 Staðgreiðsla 1. þrep 31,48% 446.136 140.444 Staðgreiðsla 2. þrep 37,98 287.209 109.082 Persónuafsláttur 100,00% –64.926 Staðgreiðsla nú 184.600 Frádráttur samtals 259.530 Til útborgunar 537.584 Staða pers.afsl. kort S Bayern Versicherung séreign 2,00% 15.942 LSR A-deild 11,50% 91.668 Samtals frá áramótum Frádráttaliðir frá áramótum Mánaðarlaun 787.114 Persónuafsláttur –64.926 Önnur laun 10.000 Staðgreiðsla 1. þrep 140.444 Staðgreiðsla 2. þrep 109.082 Laun samtals: 797.114 Orlof lagt í banka 26.790 LSR A-deild 31.885 S Bayern Versicherung séreign 31.885 KÍ – Félag grunnskólakennara 11.160 Frádráttur samtals: 286.320 Til uppsöfnunar frá áramótum Framlög atvinnurekenda frá áramótum Úttekið orlof frá 1. maí 240,00 LSR A-deild 91.668 Orlof lagt í banka frá 1. maí 26.790 S Bayern Versicherung séreign 15.942 1 2 6 3 4 5 (1 er það sem maður sjálfur (launþegi) greiðir í lífeyrissjóð. Í þessu tilfelli velur launþegi þýskan lífeyrissjóð fyrir sína greiðslu í séreignassparnað (viðbótarlífeyri) og greiðslu í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) fyrir framlag í almennan lífeyrissjóð (samtryggingu)). (2 er prósentan sem stéttarfélagið innheimtir af launum) (3 eru annars vegar launin sem eru skattskyld í fyrsta og annað þrep skattsins og hins vegar það sem er greitt í lífeyrissjóð sem er ekki skattskylt, samanlagt mynda þessar tölur heildarlaunin. (446.136 (1. þrep) + 287.209 (2. þrep) + 31.885 (það sem launþeginn greiðir í lífeyrissjóð) + 31.885 (það sem launþegi greiðir í séreignarsjóð) (4 er sú upphæð sem reiknast í skatt af annars vegar skattþrepi 1 (140.444 ) og hins vegar af skattþrepi 2 (109.082 kr). Þegar launin eru komin í skattþrep 2 þá hækkar skatturinn fyrir þann hluta launa sem er hærri en skattþrep 1. (5 er upphæðin sem dregst frá skattinum hjá öllum 16 ára og eldri. Alþingi ákveður hve há þessi tala er (persónuafsláttur). Persónuafsláttur uppfærist árlega. (6 hér er tiltekið mótframlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð launþegans. Annars vegar 2% í séreignarsparnað til þýska lífeyrissjóðsins og hinsvegar mótframlag í sameignarsjóðinn hjá LSR uppá 11,5%).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=