5 d. geta borið saman og metið mismunandi framboð lausna þegar kemur að því að versla, t.d. að versla rafrænt eða á staðnum, skoða smáa letrið, passa upp á netöryggi og vera meðvitaður um netþrjóta. e. átta sig á kostum, göllum, tækifærum og hættum við mismunandi greiðslumáta við kaup á vöru eða þjónustu. T.d. hvað það þýðir að millifæra peninga á annan aðila, að greiða með greiðslukorti (debet/kredit), að staðgreiða með peningum, að nýta raðgreiðslur, að taka yfirdráttarlán í banka eða nýta önnur skammtímalán eða smálán. f. geta sett upp einfalda fjárhagsáætlun/sparnaðaráætlun og haft yfirsýn yfir eigin tekjur og gjöld. g. hafa nokkra vitund um hvað það kostar fyrir einstakling að vera til og átta sig á helstu kostnaðarliðum í rekstri heimilis, t.d. hiti og rafmagn, matarinnkaup, samgöngur, tryggingar o.s.frv. Dæmi um fjárhagsáætlun Fjárhagsáætlun febrúar 2024 Varlagata 8 Tekjur Útgjöld Útborguð laun 450.000 Inneign frá janúar 70.000 Húsaleiga 125.000 Föst gjöld Hiti og rafmagn 34.500 Rekstur á bíl 30.000 Tryggingar 34.000 Æfingagjöld 15.000 Breytileg gjöld eftir mánuðum Líkamsrækt 8.500 Skór 23.000 Matur 85.000 Föt 20.000 Heildartekjur Heildargjöld Samtals 520.000 375.000 Afgangur í febrúar 145.000 h. skilja tilgang trygginga og geta gert sér grein fyrir því hvaða tryggingar eru skylda og hvaða tryggingar eru valkostur og hvernig á að meta hvort tryggja eigi eða sleppa því. i. gera sér grein fyrir almennum réttindum og skyldum á vinnumarkaði sem felur m.a. í sér að geta lesið og skilið ráðningarsamning, hafa skoðun á launum og vinnutíma, skilja hver orlofsréttur launþega er sem og slysa- og veikindaréttur. j. skilja hvað stendur á launaseðli, eins og t.d. lífeyrissjóðsgreiðslur (1), stéttarfélagsgjald (2) og staðgreiðslu tekjuskatts (3, 4 og 5).
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=