Eru fjármál stórmál?

4 Íslenska: • tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga og meta þær, finna lausnir, m.a. í tengslum við ábyrgð á eigin fjármálum, neyslu og þróun samfélagsins, • valið og notað margvísleg verkfæri, þar með talin tölvutækni, gert sér grein fyrir möguleikum þeirra og takmörkunum, notað þau markvisst til að rannsaka stærðfræðileg efni og setja fram niðurstöður sínar. Upplýsinga- og tæknimennt: • tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga og meta þær, finna lausnir, m.a. í tengslum við ábyrgð á eigin fjármálum, neyslu og þróun samfélagsins, • valið og notað margvísleg verkfæri, þar með talin tölvutækni, gert sér grein fyrir möguleikum þeirra og takmörkunum, notað þau markvisst til að rannsaka stærðfræðileg efni og setja fram niðurstöður sínar. Þegar umræðurnar eru farnar að taka á sig mynd er mikilvægt að grípa nemendur þar sem þau eru stödd og vinna sig þaðan ef þau koma með óvæntan vinkil á efnið. Þá getur vel verið að önnur hæfniviðmið eigi við. Sigurður Freyr Sigurðarson Kennari á Akureyri Kveikjur Í upphafi getur verið gagnlegt að horfa á eftirfarandi myndbönd og ræða um þau í minni eða stærri hópum. Hvað þekkja nemendur af því sem þarna kemur fram? Hver hópur velur 1–3 atriði, kynnir sér betur og segir síðan hinum frá. 1. Skoðið þetta myndband og veljið eitt atriði og fjallið nánar um það. 2. Hvaða máli skiptir að fá launaseðil? Veltið því fyrir ykkur af hverju það er skylda að þið fáið launaseðil fyrir vinnu. 3. Sýnið þetta myndband og stoppið reglulega og farið yfir það sem þeir félagar í hljómsveitinni Hundur í óskilum eru að fjalla um hverju sinni. Ræðið um þessi atriði. 4. Debetkort. Af hverju eru flest með debetkort? Hvað býr þar að baki? Er verið að útrýma peningum? Hver er munurinn á að borga með peningum og með debetkorti? Ræðið kosti og galla. Markmið Einstaklingur á að: a. hafa tileinkað sér verðvitund og geta greint á milli og borið saman gæði og verð á vörum og þjónustu. b. vera fær um að rýna í auglýsingar með gagnrýnum hætti. c. vera fær um að greina á milli staðreynda og áróðurs.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=