Eru fjármál stórmál?

29 Dæmi um innlagnir: Fyrsta dæmið um innlögn. Sýnið þessa fyrirsögn: Veit einhver hvað stýrivextir eru? – fáið svör frá nemendum og ræðið svörin, leiðréttið eða haldið áfram ef þau eru rétt. Hafa stýrivextir áhrif á nemendur og þá hvers vegna? Annað dæmið um innlögn. Sýnið þessa fyrirsögn. Skip þurfa núna að sigla aðra leið til Íslands með vörur. Hvaða leið? Hefur þessi breyting einhver áhrif á íslenskt verðlag? Ræðið. Þriðja dæmið um innlögn. Framleiðsla á Nike vörum mun hætta. Gefið er upp að þær verða bara framleiddar í 3 mánuði í viðbót. Hvað gera samkeppnisaðilar? Hvað verður um Nike vörur sem eru til? Verða þær verðmætari? Fjórða dæmið um innlögn. Það kemur upp riða í kindum á öllum bæjum á Suðurlandi. Það þarf að lóga öllu fé frá Selfossi að Höfn í Hornafirði. Hvað gerist í kjölfarið? Hvernig verður almenningur var við þetta? Fimmta dæmið um innlögn. Helmingur af nemendum eru verkamenn og helmingur vinnuveitendur. Samningar eru lausir. Verkamenn eru með 350.000 í laun á mánuði fyrir 170 klukkutíma vinnu en vilja fá hækkun upp í 400.000. Þeir vilja einnig stytta vinnutímann á mánuði í 160 tíma. Einnig vilja þeir fá líkamsræktarstyrk upp á 10.000 á mánuði og bensínpening upp á 15.000 því þeir þurfa að keyra langt í vinnuna. Vinnuveitendur eru harðir á því að 350.000 séu fín laun en þeir geti ef til vill komið eitthvað til móts við þá. Setjið 2 verkamenn og 2 vinnuveitendur saman í hvern hóp. Fyrst fara pörin sér og ákveða hvað þeir vilja leggja mesta áherslu á og hvað þeir vilja eða geta sleppt eða lagt minni áherslu á. Það er hægt að koma með nýjar áherslur en það verður að rökstyðja þær. Þegar x margar mínútur eru liðnar hittast pörin og reyna að semja í x margar mínútur. Þá er tekið smá hlé og pörin fara í sitt hvora áttina og meta það sem hinir buðu. Í lokin koma svo pörin saman aftur og reyna að ná samningi en möguleiki er að það takist ekki. Hver fjögurra manna hópur, 2 verkamenn og 2 vinnuveitendur, gerir grein fyrir því hvernig gekk og hvað gekk vel og hvað gekk illa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=