Eru fjármál stórmál?

28 Verðtrygging: Þegar lán og sparnaður halda virði sínu. Þegar verðbólga er há, þá hækka lán og sparnaður líka meira. Verðvitund: Vera meðvitaður um það þegar verð hækkar eða lækkar í verði. Vextir: Kostnaður við að fá peninga að láni. Bankar greiða vexti fyrir að fá peninga hjá almenningi (innlánsvextir) og almenningur greiðir vexti fyrir að fá peninga hjá bönkum (útlánsvextir). Viðbótarlífeyrir: Viðbótarlífeyrir er viðbót sem vinnuveitandi greiðir aukalega inn í lífeyrissjóð. Þetta þarf að biðja um og því mjög mikilvægt að muna eftir því. Viðbótarlífeyrir hækkar lífeyrinn sem hægt er að fá þegar við hættum að vinna. Virðisaukaskattur: Skattur sem leggst ofan á vinnu eða hluti og er innifalið í verði þeirra. Sá sem selur innheimtir skattinn og kemur honum til ríkisins. Vörur bera mismunandi háan virðisaukaskatt. Fyrirtæki geta fengið virðisaukaskatt endurgreiddan ef varan er notuð til að búa til önnur verðmæti. Vörugæði: Vera meðvitaður um að fá það sem borgað er fyrir. Ef t.d. einhver hlutur er óvenjulega ódýr í netverslun má búast við því að gæðin séu ekki mikil. Vöruskiptajöfnuður: Munurinn á verðmæti innflutnings og útflutnings. Hann er jákvæður ef útflutningur er meiri en innflutningur en annars neikvæður. Yfirdráttur: Lán sem tekið er til skamms tíma og tengist bankareikningi debetkorts. Það eru háir vextir á yfirdrætti. Yfirdráttur er oft notaður til að bjarga fjármálum í skamman tíma. Það er mjög óhagstætt að taka yfirdráttarlán. Þjónustugæði: Um leið og hlutur er keyptur er gott að kanna hvernig brugðist er við í versluninni ef hann bilar. Hvernig er ábyrgð háttað?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=