26 kaup einstaklings á íbúð. Ef tekið er neyslulán er lántökugjaldið % af upphæðinni. Gera þarf ráð fyrir þessum kostnaði þegar sótt er um lán því hann dregst frá þegar lánið er afgreitt inn á bankareikning viðkomandi. Lífeyrir: Sú laun sem eru greidd úr lífeyrissjóði til þeirra sem eru hættir að vinna vegna aldurs. Lífeyrissjóðir: Sjóðir sem launafólk greiðir í á meðan það stundar vinnu og fær lífeyri úr honum þegar það er komið á þann aldur að geta hætt að vinna. Millifærsla: Þegar peningur er færður af einum reikningi yfir á annan, oftast í appi eða í netbanka í tölvu. Netþrjótar: Aðilar sem sækjast eftir upplýsingum sem eru verðmætar. Það geta verið númer á debet- eða kreditkortum, upplýsingar um heimili og kennitölur eða aðrar upplýsingar sem geta verið þess virði að komast yfir. Netöryggi: Þegar tryggt er að upplýsingar sem slegnar eru inn í tölvu komist ekki í hendur þeirra sem eiga ekki að fá þessar upplýsingar. Opinber gjöld: Gjöld sem ríkið krefur almenning um s.s. skattar, bifreiðagjöld, afnotagjald RUV og fleira sem ætlað er í ákveðin verkefni á vegum ríkisins. Persónuafsláttur: Afsláttur sem allir sem greiða skatt fá til að auka ráðstöfunartekjur. Upphæð persónuafsláttar markar einnig þá upphæð sem er skattfrjáls (þau laun sem er hægt að hafa án þess að greiða skatt). Raðgreiðslur: Þegar einhver hlutur eða upplifun er keypt/ur og samið um að greiða fyrir mánaðarlega í einhvern tíma, yfirleitt ekki lengur en eitt ár. Rafrænar greiðslur: Greiðslur sem eru færðar af einum bankareikningi yfir á annan án þess að raunverulegir peningar komi við sögu. Millifærslur og greiðsla með appi (t.d. Aur) eru rafrænar greiðslur. Rafrænn gjaldmiðill: Peningar sem einungis er hægt að nálgast í tölvum og byggir ekki á því að stofnanir skapi eða stýri þeim. Verðgildi rafrænna gjaldmiðla er breytilegt. Viðskipti með rafrænum gjaldmiðlum fara eingöngu fram í gegnum tölvur og með dulkóðuðum skilaboðum. Bitcoin er dæmi um rafrænan gjaldmiðil. Ráðstöfunartekjur: Þau laun sem eftir standa þegar búið er að greiða skatta og önnur tilfallandi gjöld sem tiltekin eru á launaseðli. Útborguð laun eru það sama og ráðstöfunartekjur. Rekstur heimilis: Það sem kostar að halda heimili, hiti, rafmagn, tryggingar, opinber gjöld, matur og drykkur, föt og annað sem nauðsynlegt er að kaupa. Samneysla: Það sem allir landsmenn borga í og nýta sameiginlega. Ríkið og sveitarfélögin reka þau kerfi sem teljast til samneyslunnar. Það eru samgöngukerfi, heilbrigðis- kerfi, menntakerfi og fleira. Skammtímalán: Lán sem tekin eru í fáa mánuði. Vextir eru hærri en á langtímalánum en lægri en á yfirdrætti. Skammtímalán: Lán sem er tekið í banka til skemmri tíma en 2ja ára. Getur verið allt niður í einn mánuð. Skattleysismörk: Mörkin sem miðað er við áður en greiddur er skattur af launum. Skattur: Sá hluti launa sem greiðist til samneyslu og skiptist á milli ríkis og sveitarfélaga. Ríkið og sveitarfélög nýta hann í svokallaða samneyslu sem eru menntakerfið, samgöngur, heilbrigðiskerfið og fleira.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=