Eru fjármál stórmál?

22 Ef eitthvað kemur upp á í vinnunni sem trúnaðarmaður nær ekki að vinna úr er hægt að hafa samband við stéttarfélagið sitt og fá ráðleggingar eða aðstoð. Mörg stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrki fyrir t.d. endurmenntun, námskeiðum eða annarri fræðslu. Einnig eru oft veittir styrkir fyrir t.d. sjúkraþjálfun, líkamsrækt og gleraugnakaupum. Flest stéttarfélög bjóða félagsmönnum sínum að leigja sumarhús á góðum kjörum, bæði innanlands og utan. Það fer oft eftir því hversu lengi er búið að greiða í stéttarfélagið hverjir ganga fyrir þegar margir sækja um sömu dagana. Stéttarfélög hjálpa til við að leysa úr ágreiningi þegar vinnuveitandi og launþegi eru ósammála um hvernig skal greiða eftir samningi sem liggur fyrir. Stéttarfélög semja um laun þeirra sem í þeim eru og þannig þarf ekki hver og einn að semja um sín lágmarkslaun en geta samið um betri laun við sína vinnuveitendur en stéttarfélög gera. Kjarasamningsbundin laun eru lágmarkslaun. Það má greiða meira en ekki minna. Stéttarfélög eru félög launþega og allir sem í þeim eru geta gefið kost á sér í embætti innan stéttarfélagsins, til dæmis sem formaður stéttarfélagsins eða setið í stjórn þess eða samninganefnd. Veikindaréttur Þegar einstaklingur er kominn á vinnumarkaðinn og er ekki verktaki, heldur fær greidd mánaðarlaun eða tímakaup, vinnur hann sér inn veikindarétt. Veikindaréttur hvers og eins er MJÖG VERÐMÆTUR og það verður að fara vel með hann. Í hverjum mánuði sem starfsmaður er við vinnu fær hann 2 veikindadaga sem safnast saman yfir árið. Þegar veikindi koma upp getur hann nýtt þessa daga á fullum launum. Því fleiri mánuði sem starfsmaður er án veikinda því fleiri veikindadaga á hann inni. Ef langtímaveikindi koma upp koma uppsafnaðir veikindadagar sér vel. Hvaða skyldur höfum við í okkar vinnu? Hér á undan var farið yfir réttindi þeirra sem eru í vinnu hjá öðrum. Þeir hafa ekki bara réttindi heldur hafa þeir einnig skyldur. Dæmi um skyldu er að sinna vinnu sinni eins vel og kostur er hverju sinni. Það er einnig skylda að mæta til vinnu nema þegar aðstæður eru þannig að það er ekki hægt, t.d. vegna veikinda, fjölskylduaðstæðna eða annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna (og þá er skylda að tilkynna forföll til vinnuveitanda um leið og mögulegt er). Einnig skal starfsfólk fara að löglegum fyrirmælum yfirmanna sinna. Það er skylda starfsmanns eins og vinnuveitanda að virða uppsagnartíma. Það eru líka margar óskráðar reglur s.s. að tala ekki illa um vinnustaðinn sinn, aðstoða þá sem eru nýbyrjaðir, koma vel fram við samstarfsfólk o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=