21 Verkbann Hvað er verkbann? Atvinnurekendur geta beitt verkbanni þegar illa gengur að semja um laun við stéttarfélög. Í verkbanni stöðva atvinnurekendur vinnu að einhverju eða öllu leiti hjá launþegum og eru þeir launalausir á meðan á verkbanni stendur. Verkbann er mjög sjaldan notað enda kemur það öllum aðilum illa. Hvers vegna er verkbann? Verkbann er helst notað þegar það starfsfólk sem er í vinnu getur líti ð sinnt starfi sínu vegna verkfalls annars starfsfólks. Þá er fyrirtækið lamað vegna þess að það vantar ákveðna, mikilvæga starfsmenn. Fyrirtækið sendir þá hina heim og hættir að borga þeim laun, frekar en að hafa þá í vinnunni þar sem engin starfsemi er í gangi. Stéttarfélög Stéttarfélög á Íslandi eru mörg. Þau eru eins og atvinnurekendur saman í stærri einingu í von um að ná fram betri samningum. Stærstu félögin eru ASÍ (Alþýðusamband Íslands), VR (Félag verslunarfólks), BSRB, (Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar), BHM (Bandalag háskólamanna), Sameyki (Félag opinberra starfsmanna í almannaþágu), KÍ (Félag leik-, grunn- og framhaldsskólakennara á Íslandi), Efling (Félag verkafólks) Eining-Iðja (Félag verkafólks á Akureyri). Eins og áður er nefnt telja þau betra að semja undir einum stórum hatti en hvert í sínu lagi og því eru launatöflur margra stéttarfélaga eins eða mjög líkar. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki gagnvart landsmönnum því þau standa vörð um þau réttindi sem hafa náðst í gegnum tíðina, svo sem sumarfrí, veikindarétt, lágmarkslaun, hámarks dagvinnutíma, lífeyrisréttindi og fleira sem er alls ekki sjálfgefið að fá upp í hendurnar. Og verkafólk þurfti að berjast fyrir þessum réttindum Helstu stéttarfélög má finna hér: ASÍ, VR, BSRB, BHM, Sameyki, KÍ, Efling, Eining-Iðja, Hverjir eru kostir þess að vera í stéttarfélagi? Trúnaðarmenn eru á flestum vinnustöðum. Þeir gegna hlutverki stéttarfélags innan vinnustaðar og eiga að gæta þess að farið sé eftir þeim samningum sem eru í gangi. Yfirleitt geta trúnaðarmenn leyst þau vandamál sem koma upp, t.d. varðandi launamál eða uppsagnir annaðhvort sjálf eða með því að fá aðstoð stéttarfélagsins.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=