Eru fjármál stórmál?

19 Útskýring Ef þú ert með tvær milljónir í laun þá borgar þú fyrst 31,48% af 446.136 krónum sem eru í skattþrepi 1, því næst borgar þú 37,98% af 806.364 krónum (upphæðin sem er í skattþrepi 2 (1.252.501 - 446.136 skattþr.1) og endar á að borga 46,28% af síðustu 747.499 krónunum (2.000.000- 1.252.501 skattþr.2) sem þú færð í laun. Ef þú ert með 350.000 krónur í laun þá borgar þú 31,48% af allri upphæðinni í skatt því þú nærð ekki að komast upp fyrir 446.136 krónurnar sem eru hærri mörk skattþreps 1. Ef þú ert með 450.000 krónur í laun þá borgar þú bara 37,98% af 3.864 krónum. Vegna þess að 446.136 krónur fara í 31,48% en 3.864 krónur fara í 37,98% (skattþr.2) VERKEFNI Skoðið skattþrepin og setjið upp í Excel eða Google-sheet. Persónuafsláttur Persónuafsláttur fyrir árið 2024 er 64.926 krónur á mánuði. Þetta þýðir að þegar búið er að reikna skattinn út af laununum þá fáið þið þessa upphæð í frádrátt frá skattinum. Ef þið eruð með milljón í mánaðarlaun og eigið að borga 400.000 í skatt þá fáið þið þennan frádrátt og endið á að borga 400.000–64.926 = 335.074 krónur í skatt. VERKEFNI Reiknið út hvað þið þurfið að borga í skatt ef þið eruð með 800.000 krónur í mánaðarlaun. Notið skattaprósentu sem þið finnið á rsk.is Finnið út hvaða laun greiða nákvæmlega 64.926 krónur í skatt og eru því skattlaus eftir frádráttinn. Atvinnurekendur Atvinnurekendur eru þeir sem eiga og reka atvinnufyrirtæki, bæði stór og smá. Atvinnurekendur eru aðilar að stórum samtökum, stærst þeirra er samtök atvinnulífsins (SA) en önnur eru félag atvinnurekenda (FA), samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og samtök fyrirtækja í velferðarrekstri (SFV). Ríkisfyrirtæki og fyrirtæki og stofnanir sem sveitarfélög reka eru einnig stórir atvinnurekendur. Hlutverk samtakanna er að skapa fyrirtækjum hagstæð skilyrði. Þau semja um launakjör við stéttarfélög.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=