18 Skattur Skattur – ríkið og sveitarfélög Hvað er skattur? Ríkið Skattur er það sem launþegar og atvinnurekendur greiða til ríkisins. Skatturinn er svo notaður til þess að greiða fyrir það sem allir íbúar landsins nota saman. Það er til dæmis samgöngukerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, alþingi og fleira. Allir borga skatt en misjafnlega mikinn. Það fer eftir því hvað þú ert með í laun hve háan skatt þú borgar. Því hærri laun, því meiri skatt borgar þú. Sveitarfélög Sveitarfélög fá hluta af skattinum, og kallast það útsvar, sem íbúar sveitarfélagsins greiða. Því hærri tekjur sem íbúar í sveitarfélagi hafa því hærri tekjur hefur sveitarfélagið. Sveitarfélög geta síðan ákveðið að hafa útsvarsprósentuna á bilinu 12,44%–14,47%. Sveitarfélögin nota þá peninga til að reka tónlistar-, leik- og grunnskóla. Einnig sjá þau um að moka snjó, reka sundlaug og íþróttahús, styrkja íþróttafélög og reka menningarstarfsemi eins og leikhús og söfn. Umræður: Ríkið þarf að auka tekjur sínar um 1,5 milljarða á milli ára. Hvaða leiðir hefur ríkið til að ná í þessar aukatekjur. Hvernig mynduð þið vilja að ríkið gerði það? Skattþrep Skattleysismörk eru mörkin sem miðað er við áður en greiddur er skattur af launum. Hátt í 40% af launum hvers og eins fer í skattgreiðslu en allir 16 ára (á árinu) og eldri fá persónuafslátt á móti. Allir fá sama persónuafsláttinn. 15 ára unglingar eða yngri mega hafa 180.000 krónur í laun á árinu án þess að greiða skatt en greiða aðeins 6% skatt af því sem er umfram þá upphæð. Það fer svo eftir því hvað einstaklingurinn er með í laun hve háa prósentu hann borgar í skatt. Það eru þrjú tekjuskattsþrep fyrir launþega á Íslandi. Fyrir árið 2024 gilda þessi þrep: Skattþrep 1 Þú borgar 31,48% af fyrstu 446.136 krónunum sem þú færð í laun. Skattþrep 2 Þú borgar 37,98% af næstu 806.364 krónunum sem þú færð í laun eða frá 446.137–1.252.501 krónum. Skattþrep 3 Þú borgar 46,28% af launum sem eru yfir 1.252.501 krónu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=