17 Bundinn sparnaður er þegar lagt er inn á bankareikning upphæð sem er bundin þar í ákveðinn tíma. Bankinn þarf því ekki að hafa tiltæka peninga til að greiða út þessa peninga fyrr en binditími er liðinn og getur því boðið hærri vexti enda er bankinn að fá lánað til lengri tíma. Til dæmis er hægt að leggja 100.000 krónur inn á sparnaðarreikning til 6 mánaða. Þá er ekki hægt að nálgast hann fyrr en eftir 6 mánuði. Eftir því sem peningurinn er bundinn lengur því hærri eru vextirnir. Til dæmis 3 mánuðir = 9,4% vextir eða 6 mánuðir = 9,5% vextir. Þessir reikningar eru óverðtryggðir. Einnig er hægt að velja framtíðarreikning sem er bundinn þar til eigandinn verður 18 ára og er sá reikningur verðtryggður. Þegar reikningur er bundinn í meira en eitt ár leggjast ársvextirnir ofan á inneignina og næst þegar vextir eru reiknaðir þá fær eigandinn vexti af upphaflegu inneigninni og einnig af vöxtum sem hafa áunnist. Það er kallað vaxtavextir. Verðtryggðir reikningar bera lægri vexti en bundnir og óbundnir reikningar en geta verið betri ef verðbólga er há. Verðtryggðir reikningar eru með 1,7–1,8% vexti ofan á verðbólgu. Þannig að ef verðbólga er 7% þá bera verðtryggðir reikningar 8,7–8,8% vexti þ.e.a.s. verðbólgu + vextina. Ef verðbólga er lág þá eru verðtryggðir reikningar ekki eins góð ávöxtun nema vextirnir séu þá hærri en 1,7% eða 1,8%. Óverðtryggðir reikningar bera háa vexti til þess að gefa helst jákvæða ávöxtun gagnvart verðbólgu. Ef verðbólga er hærri en vextir reiknings þá lækkar raungildi inneignar. Segjum að inni á reikningi sé upphæð sem dugar fyrir nýjum síma og er bundin í 6 mánuði. Ef vextir á óverðtryggðum reikningi eru 8% en verðbólga 5% þá verður enn nóg inni á reikningnum til að kaupa símann og einhver afgangur. Raungildi inneignar hefur því hækkað á þessum 6 mánuðum. Ef vextirnir eru hins vegar 8% en verðbólgan 10% þá verður ekki nóg inni á reikningnum til að kaupa símann og þar með hefur raungildi inneignar lækkað. Vextir Vextir er það sem maður borgar fyrir að fá peninga að láni. Bankar innheimta vexti af þeim peningum sem þeir lána. Seðlabankinn innheimtir svo vexti af bönkunum því þeir fá lánað hjá Seðlabankanum. Það eru svokallaðir stýrivextir sem stjórna því hvað vextirnir sem bankarnir rukka eru háir. Hærri stýrivextir = hærri bankavextir. Vextir eru misháir en peningar sem fengnir eru að láni í banka bera hærri vexti en peningar sem lagðir eru inn í hann. Í þessu felst meðal annars gróði bankanna. Ef þú leggur 100.000 kr. inn í banka getur þú tekið um það bil 105.000 kr. út eftir árið (5% vextir) ef þú ert til í að binda peningana í bankanum í ár. Ef þú gerir það ekki heldur ert bara með þá á bankareikningi sem tengist debetkortinu þínu þá getur þú tekið 101.000 kr. út eftir 1 ár. Ef þú færð 100.000 kr. lánaðar hjá bankanum í eitt ár þá þarftu að borga að lágmarki 110.000 kr. eftir árið ef bankinn tekur 10% vexti. Vextir af lánum eru þó mismunandi eftir bönkum, lánategundum og lánsupphæðum. Þannig að ef banki fær innlegg frá einstakling A upp á 100.000 kr. en lánar B 100.000 kr. þá græðir bankinn 5.000–9.000 kr. bara fyrir að vera sá aðili sem tekur 100.000 kr. frá A til að lána B þær. Þegar reikningur er bundinn í meira en eitt ár leggjast ársvextirnir ofan á inneignina og næst þegar vextir eru reiknaðir þá fær eigandinn vexti af upphaflegu inneigninni og einnig af vöxtum sem hafa áunnist. Það er kallað vaxtavextir. Inn á rasmus.is (Kynning 6) er hægt að skoða nokkur dæmi um vexti.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=