Eru fjármál stórmál?

14 Hvaða leiðir er hægt að fara við kaup á bíl? Við kaup á bíl kemur margt til greina. 1. Staðgreiðsla þar sem bíllinn er greiddur að fullu með peningum sem viðkomandi á. 2. Kaupa bíl þegar búið er að spara fyrir kaupverði hans. Ef þú átt ekki nægan pening fyrir þeim bíl sem þig langar í, þá getur þú lagt fyrir t.d. mánaðarlega og safnað upp í kaupverðið. Það þýðir að það kallar á þolinmæði þar sem þú getur ekki keypt bílinn strax. 3. Kaupa bíl og taka lán í banka fyrir þeirri upphæð sem upp á vantar. Þegar þessi leið er valin er best að þurfa sem minnst lán og helst að borga það hratt til baka til að þurfa að borga sem minnst í vexti. Endurgreiðslan á láninu er einu sinni í mánuði. Smálánafyrirtæki Smálánafyrirtæki eru fyrirtæki sem lána lágar upphæðir, (10.000–100.000 krónur) í skamman tíma. Varast skal að taka lán hjá þessum fyrirtækjum því þau eru með mjög háa vexti á lánum sínum. Það þýðir að ef þú færð til dæmis 30.000 króna lán í dag þá þarftu að borga 35.000 eftir einn mánuð. Þá ertu að greiða 200% vexti sem er ólöglegt á Íslandi. Reynt hefur verið eftir fremsta megni að stöðva starfsemi smálánafyrirtækja á Íslandi, því þau stunda ólöglega lánastarfsemi og innheimta ólöglega háa vexti. Þrátt fyrir það skjóta þau upp kollinum við og við. Það þarf að gæta þess að taka ekki lán hjá þeim því það getur aldrei verið gott. Skoða þarf vel þá vexti sem lánafyrirtæki bjóða upp á. Hámarksvextir samkvæmt lögum eru 50% en það eru mjög háir vextir og miðast við ár. Önnur lán Húsnæðislán er lán sem flestir taka einhvern tíma á lífsleiðinni. Það er lán sem er tekið til að kaupa íbúð eða hús. Lánið er oftast til 25 eða 40 ára því upphæðin sem tekin er að láni er mjög há. Til þess að geta tekið húsnæðislán þarf að eiga a.m.k. 10% af því sem húsnæðið kostar sem fyrirhugað er að kaupa. Með hækkandi húsnæðisverði hækkar líka sú upphæð sem þarf að spara til að geta keypt húsnæði. Margir eru að greiða alla ævi af húsnæðislánum. Ekki eru allir sem kjósa að kaupa sér húsnæði og eru mismunandi ástæður fyrir því. Þá þarf að finna húsnæði til að leigja. Húsaleigumarkaður á Íslandi er ótraustur og ódýrast er þegar húsnæði á vegum ættingja og vina er leigt en dýrast þegar þarf að finna húsnæði á sama tíma og margir aðrir og „slegist“ er um hverja íbúð sem auglýst er. Þá ræður framboð og eftirspurn verðinu og getur það orðið mjög hátt í þannig árferði. Á móti kemur að með því að leigja er viðkomandi ekki bundinn af húsnæðinu heldur getur sagt upp leigusamningi og farið annað. Þeir sem kaupa eru bundnir af því að geta selt áður en nýtt húsnæði er fundið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=