Eru fjármál stórmál?

13 Kreditkort Kreditkort eru öðruvísi en debetkort að því leyti að í hvert sinn sem kreditkort er notað er verið að taka lán hjá bankanum og þarf að borga það lán um næstu mánaðarmót. Þú þarft að vera 18. ára (fjárráða) til þess að geta fengið kreditkort. Hver er munurinn á debet og kreditkortum? • Debetkort er tengt bankareikningi og þegar hann er tómur, ekkert inni á honum, þá getur þú ekki keypt meira. Inneign á debetkorti segir til um stöðu bankareikningsins. • Kreditkort er ekki með innistæðu á bak við sig. Þú getur notað það þó þú eigir ekkert inni á bankareikningi. Hins vegar þarftu að greiða notkunina í byrjun næsta mánaðar á eftir. Þá er fært af bankareikningi yfir á kreditkortið fyrir neyslunni. Kostir við kreditkort eru að þegar keyptar eru t.d. utanlandsferðir eða leigðir bílaleigubílar erlendis með þeim, fylgja oft tryggingar ef eitthvað kemur upp á fyrir eða í ferðinni. • Fyrirframgreidd kreditkort eru kort sem eru mitt á milli kreditkorta og debetkorta. Það þarf að vera innistæða á þeim eins og á bankareikningum debetkorta en tryggingar og fleira sem fylgja kaupum með kreditkortum eru inni á þessum kortum líka. Þú eyðir ekki um efni fram en færð kostina við kreditkortið. Hverjir eru kostir og gallar við kreditkort? Kreditkort er hægt að nota án þess að eiga peninga og þá geta skapast aðstæður þar sem eytt er um efni fram. Ef reikningur í lok mánaðar reynist hærri en unnt er að greiða er hægt að skipta honum upp í afborganir. Þegar það gerist þarf að borga bankanum vexti af því sem má borga seinna. Þannig græðir bankinn á því að fólk noti kreditkort of mikið. Lán Lán er þegar fengnir eru peningar að láni hjá öðrum, oftast bönkum, til að geta keypt hluti eða fasteign án þess að eiga fyrir því að fullu. Bankalán bera vexti og því kostar hluturinn meira ef tekið er lán til að kaupa hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=