Eru fjármál stórmál?

12 Hvernig virka debetkort og hvers vegna erum við að nota þau svona mikið? Debetkort virka þannig að ef þú hefur unnið þér inn laun eða fengið pening frá foreldrum eða öðrum þá er sá peningur yfirleitt inni á bankareikningi. Debetkort er tengt við þessa bankareikninga og hægt að nota það til að ráðstafa þeim pening sem er inni á bankareikningnum. Með því að nota þessa gerð greiðslukorts t.d. í verslun þá færist peningur (samstundis) af bankareikningi kaupanda á reikning seljanda. Flestir bankar innheimta gjald fyrir að nota debetkort þegar 24 ára aldri er náð. Bankar hafa engan hag af því að fólk noti peninga og kjósa frekar að fólk noti kort. Hluti af ástæðu þess að bankarnir vilja síður nota seðla en kort er svokallað peningaþvætti. Það er þegar fjármunir sem hafa skapast við ólöglega iðju eru komnir inn í fjárhagskerfið í gegnum ýmis konar starfsemi og þarf þá ekki að gera grein fyrir þessum fjármunum. Með því að vera með allar færslur rafrænar er hægt að rekja hvaðan peningarnir koma ef þess er þörf. Við 24 ára aldur dregur bankinn færslugjöld af bankareikningi mánaðarlega vegna notkunar á debetkorti. Eins þarf að greiða árgjald af debet- og kreditkortum eftir þann aldur. UMRÆÐUR Þegar þið hafið náð 24 ára aldri og notið debetkort frá einum af þremur stóru bönkunum (Arion-, Íslands- og Landsbanka) þá greiðið þið bankanum 19–20 kr. fyrir hverja færslu. Svo eru aðrir sem rukka ekki færslugjöld sbr. Indó. Það skiptir ekki máli hvort þið borgið fyrir síma sem kostar 250.000 eða bland í poka fyrir 120 krónur. Þið borgið það sama til bankans. Af hverju gerið þið það og finnst ykkur það rétt? Hvernig er það öðruvísi þjónusta en til dæmis að senda skilaboð eða tölvupóst? Þið notið kortið 20 sinnum á mánuði í heilt ár og bankinn innheimtir færslu af hverri notkun sem er 19 krónur í dag (21.1.2024) þá borgið þið 4.560 krónur á ári. Sjá verðskrá (bls. 7) VERKEFNI Skoðið debetkortareikninginn ykkar og athugið síðustu 5 færslur þar sem þið notuðuð kortið (það eru mínus tölurnar) og reiknið hvað 20 krónur (kostnaður við hverja færslu 23.1.2024) er há prósenta af færslunni. Sjá verðskrá. Munið að þið þurfið ekki að greiða neitt fyrr en þið verðið 24 ára þannig að þið finnið ekki fyrir þessum kostnaði núna. Notið Excel eða Google sheet þegar þið setjið þetta upp og nýtið ykkur það að setja kostnað vegna færslunnar þannig að þegar upphæðin breytist þurfið þið bara að breyta á einum stað. Dæmi: Keypti í Krónunni fyrir 560 krónur, 20 krónur bætast við og þess vegna kostar þetta 580 en ekki 560. 20/580 = 0,0344 eða 3,4% af því sem ég keypti fer til bankans

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=