Eru fjármál stórmál?

11 Orlof – sumarfrí Allir sem vinna fyrir launum fá sumarfrí og fá greidd laun á meðan. Orlofsárið telst vera frá 1. maí til 30. apríl og á því tímabili er greitt inn á orlofsreikning launþega. Inneignin er greidd út í byrjun maí, í kringum 10. maí. Ef þú ert í fastri vinnu og færð laun greidd mánaðarlega þá safnar þú rúmlega 2 dögum í hverjum mánuði í sumarleyfi á launum. Þegar þú tekur sumarfrí áttu 30 daga sem þú getur tekið einhvern tíma frá 1. júní til 31. ágúst. Þú færð full laun á meðan þú ert í fríi. Ef þú færð greitt fyrir hvern tíma sem þú vinnur og ert þá í tímavinnu þá ávinnur þú þér sumarfrí sem er 10,17% af dagvinnulaununum þínum í hverjum mánuði. Þannig safnar þú peningi sem þú færð greiddan þegar þú tekur þér sumarfrí. Það fer eftir því hve marga tíma þú hefur unnið yfir árið hve marga daga þú átt í launuðu sumarfríi. Þú mátt alltaf taka 30 daga sumarfrí en ef þú hefur ekki unnið nema fáa tíma í hverjum mánuði þá færðu ekki alla 30 dagana greidda, bara þá sem þú hefur unnið þér inn fyrir. Opinber gjöld Í hvaða fara skattpeningar? Opinber gjöld eru skattar og þjónustugjöld til ríkissjóðs og sjóða sveitarfélaga. Þessum gjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við sameiginlega þjónustu í þjóðfélaginu. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngur og fleira er rekið með skatttekjum ríkisins. Annars konar þjónusta eins og bifreiðagjöld, gerð varnargarða við náttúruhamfarasvæði og afnotagjald Ríkisútvarpsins er innheimt með sértækum opinberum gjöldum. Bankareikningur, debet- og kreditkort Bankareikningur geymir peninga sem þú átt eða ert með umsjón yfir. Millifærslur: Hægt er að millifæra peninga á milli reikninga á netinu eða í appi. Þá er greiddur peningur af einum reikningi yfir á annan sem getur hvort heldur sem er verið í eigu þess er greiðir og er þá millifært á milli eigin reikninga eða millifært yfir á reikning í eigu annars. Þessar færslur kosta ekkert. Debetkort Margt ungt fólk á og notar debetkort. Þegar greitt er með debetkorti er það annað hvort greitt með kortinu sjálfu eða snertilaust t.d. með síma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=