10 Hvað gera lífeyrissjóðir? Lífeyrissjóðir fá mjög mikinn pening frá atvinnurekendum í hverjum mánuði. Þeir eru skyldugir til að reyna að verja þennan pening gegn verðbólgu og ávaxta hann. Þess vegna kaupa lífeyrissjóðir hlutabréf í mjög mörgum fyrirtækjum og reyna að velja bæði gömul og rótgróin fyrirtæki sem standa vel og fyrirtæki sem eru ný og efnileg, svokölluð sprotafyrirtæki. Þeir koma þannig snemma inn í eigendahópinn og telja sig geta selt hlutabréfin síðar á mun betra verði en þeir keyptu þegar fyrirtækið hefur stækkað og sannað sig. Lífeyrissjóðir eru ekki bara að reyna þannig að ávaxta peninginn. Með því að kaupa hlutabréf í sprotafyrirtækjum þá eru þeir að styrkja þessi fyrirtæki og hjálpa þeim að koma sér af stað. Lífeyrissjóðir eiga í svo mörgum fyrirtækjum að þeir geta stundum tengt fyrirtæki sem þeir sjá að geta hagnast af því að vinna saman á einhverjum sviðum. Lífeyrissjóðir kaupa einnig í svokölluðum hlutabréfasjóðum. Þá eru hlutabréf margra fyrirtækja saman í sjóði og koma þannig í veg fyrir miklar sveiflur. Ef eitt fyrirtæki hættir eða gengur mjög illa þá lækkar eignin ekki eins mikið og ef keypt hefði verið eingöngu í því fyrirtæki. Sama má segja ef einhverju fyrirtæki gengur mjög vel og hækkar mikið í verði, þá hækkar sjóðurinn ekki mikið því áhrif annarra fyrirtækja koma í veg fyrir það. Það er því minni áhætta að fjárfesta í sjóðum. Hvað er lífeyrissparnaður? Lífeyrissparnaður er peningur sem atvinnurekendur eiga að greiða til lífeyrissjóða. Lífeyrissparnaður er peningur sem lífeyrissjóðir fá til sín og nota til að fjárfesta. Þegar einstaklingur er hættur að vinna vegna aldurs greiðir lífeyrissjóðurinn launin hans. Það heitir lífeyrir. Það er skylda allra frá 16 ára aldri til 70 ára að greiða í lífeyrissjóð. Hvað er viðbótarlífeyrir? Langflestir greiða 4% í lífeyrissjóð og geta valið að greiða viðbótarlífeyri sem einnig er 4%. Þau 4% eru greidd af vinnuveitanda og bætast við lífeyri launþegans. Þetta er mjög mikilvægt að gera strax og ráðning á sér stað til að fá þennan pening sem eykur lífsgæði þegar launþeginn hættir að vinna vegna aldurs.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=