1 fjármál stórmál? Fjármálalæsi fyrir unglinga Eru
Eru fjármál stórmál? Fjármálalæsi fyrir unglinga ISBN 978-9979-0-2924-3 © 2024 Höfundur Sigurður Freyr Sigurðarson Ritstjórn Arna Guðríður S. Sigurðardóttir Málfarslestur Diljá Þorbjargardóttir Faglegur yfirlestur Rannveig Möller 1. útgáfa 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogur Hönnun og umbrot Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Til kennara 3 Kveikjur.. .. .. .. .. .. .. .4 Laun 8 Launatengdgjöld . . . . . . . . . . . 9 Lífeyrir og lífeyrissjóðir . . . . . . . . . 9 Orlof – sumarfrí 11 Opinber gjöld 11 Bankareikningur, debet- og kreditkort . . 11 Skattur . . . . . . . . . . . . . . . 18 Atvinnurekendur . . . . . . . . . . . 19 Verkföll.. .. .. .. .. .. .. .20 Verkbann 21 Stéttarfélög . . . . . . . . . . . . . 21 Framboð og eftirspurn . . . . . . . . . 23 Verðbólga . . . . . . . . . . . . . 24 Orðskýringar 25
3 Til kennara Nemendur á elsta stigi grunnskólans eru forvitnir um alls kyns málefni tengd peningum. Í þessari rafbók eru tekin saman hugtök sem þau eru að velta fyrir sér eða ættu að vera að velta fyrir sér og þau gerð aðgengileg. Fjallað er um ýmislegt sem kemur að vinnuumhverfinu, stéttarfélögum, atvinnurekendum og fleira er snertir fjármál og atvinnu ungmenna. Námsefnið hentar betur til umræðna en verkefnavinnu og í því eru greinargóðar upplýsingar um fjármál fyrir kennara og nemendur. Nokkur verkefni fylgja námsefninu engu að síður. Farið er yfir helstu hugtök (í liðum A –U) og þau tengd raunveruleika, bæði í fjármálum einstaklinga og fjölskyldna. Einnig eru launaseðlar skoðaðir og útskýrðir. Fjallað er um stéttarfélög, tilgang þeirra og hvað fæst með því að vera í þeim. Trúnaðarmenn á vinnustöðum fá sitt pláss. Samskipti vinnuveitenda og stéttarfélaga eru útskýrð. Farið er yfir það hvernig fyrirtæki eru byggð upp, hvernig þau eru verðmetin með hlutabréfum og áhrif framboðs og eftirspurnar á almenning. Auk þess er farið yfir sparnað, bæði bundinn og óbundinn, skammtíma- og langtímalán, afborganir, vexti og verðbólgu. Aftast í bókinni eru orðskýringar yfir þau hugtök sem koma fyrir í efninu. Efnið er byggt þannig upp að teknir eru fyrir ákveðnir þættir og þeir gerðir að umræðuefni. Hægt er að nýta þá sem stutt innslög í kennslustundum t.d. í stærðfræði, lífsleikni eða samfélagsfræði. Eflaust vita þau mismikið um hvern og einn þátt en tilgangurinn er að nemendur tjái sig og efnið sé krufið með samræðu. Flestir grunnskólar eru með sínar eigin skólanámsskrár og geta tengt margt í efninu við þær. Efnið fellur einnig vel að hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla í stærðfræði, samfélagsgreinum, íslensku og upplýsinga- og tæknimennt. Dæmi: Við lok 10. bekkjar getur nemandi: Stærðfræði: • tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga og meta þær, finna lausnir, m.a. í tengslum við ábyrgð á eigin fjármálum, neyslu og þróun samfélagsins, • valið og notað margvísleg verkfæri, þar með talin tölvutækni, gert sér grein fyrir möguleikum þeirra og takmörkunum, notað þau markvisst til að rannsaka stærðfræðileg efni og setja fram niðurstöður sínar. Samfélagsgreinar: • tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga og meta þær, finna lausnir, m.a. í tengslum við ábyrgð á eigin fjármálum, neyslu og þróun samfélagsins, • valið og notað margvísleg verkfæri, þar með talin tölvutækni, gert sér grein fyrir möguleikum þeirra og takmörkunum, notað þau markvisst til að rannsaka stærðfræðileg efni og setja fram niðurstöður sínar.
4 Íslenska: • tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga og meta þær, finna lausnir, m.a. í tengslum við ábyrgð á eigin fjármálum, neyslu og þróun samfélagsins, • valið og notað margvísleg verkfæri, þar með talin tölvutækni, gert sér grein fyrir möguleikum þeirra og takmörkunum, notað þau markvisst til að rannsaka stærðfræðileg efni og setja fram niðurstöður sínar. Upplýsinga- og tæknimennt: • tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga og meta þær, finna lausnir, m.a. í tengslum við ábyrgð á eigin fjármálum, neyslu og þróun samfélagsins, • valið og notað margvísleg verkfæri, þar með talin tölvutækni, gert sér grein fyrir möguleikum þeirra og takmörkunum, notað þau markvisst til að rannsaka stærðfræðileg efni og setja fram niðurstöður sínar. Þegar umræðurnar eru farnar að taka á sig mynd er mikilvægt að grípa nemendur þar sem þau eru stödd og vinna sig þaðan ef þau koma með óvæntan vinkil á efnið. Þá getur vel verið að önnur hæfniviðmið eigi við. Sigurður Freyr Sigurðarson Kennari á Akureyri Kveikjur Í upphafi getur verið gagnlegt að horfa á eftirfarandi myndbönd og ræða um þau í minni eða stærri hópum. Hvað þekkja nemendur af því sem þarna kemur fram? Hver hópur velur 1–3 atriði, kynnir sér betur og segir síðan hinum frá. 1. Skoðið þetta myndband og veljið eitt atriði og fjallið nánar um það. 2. Hvaða máli skiptir að fá launaseðil? Veltið því fyrir ykkur af hverju það er skylda að þið fáið launaseðil fyrir vinnu. 3. Sýnið þetta myndband og stoppið reglulega og farið yfir það sem þeir félagar í hljómsveitinni Hundur í óskilum eru að fjalla um hverju sinni. Ræðið um þessi atriði. 4. Debetkort. Af hverju eru flest með debetkort? Hvað býr þar að baki? Er verið að útrýma peningum? Hver er munurinn á að borga með peningum og með debetkorti? Ræðið kosti og galla. Markmið Einstaklingur á að: a. hafa tileinkað sér verðvitund og geta greint á milli og borið saman gæði og verð á vörum og þjónustu. b. vera fær um að rýna í auglýsingar með gagnrýnum hætti. c. vera fær um að greina á milli staðreynda og áróðurs.
5 d. geta borið saman og metið mismunandi framboð lausna þegar kemur að því að versla, t.d. að versla rafrænt eða á staðnum, skoða smáa letrið, passa upp á netöryggi og vera meðvitaður um netþrjóta. e. átta sig á kostum, göllum, tækifærum og hættum við mismunandi greiðslumáta við kaup á vöru eða þjónustu. T.d. hvað það þýðir að millifæra peninga á annan aðila, að greiða með greiðslukorti (debet/kredit), að staðgreiða með peningum, að nýta raðgreiðslur, að taka yfirdráttarlán í banka eða nýta önnur skammtímalán eða smálán. f. geta sett upp einfalda fjárhagsáætlun/sparnaðaráætlun og haft yfirsýn yfir eigin tekjur og gjöld. g. hafa nokkra vitund um hvað það kostar fyrir einstakling að vera til og átta sig á helstu kostnaðarliðum í rekstri heimilis, t.d. hiti og rafmagn, matarinnkaup, samgöngur, tryggingar o.s.frv. Dæmi um fjárhagsáætlun Fjárhagsáætlun febrúar 2024 Varlagata 8 Tekjur Útgjöld Útborguð laun 450.000 Inneign frá janúar 70.000 Húsaleiga 125.000 Föst gjöld Hiti og rafmagn 34.500 Rekstur á bíl 30.000 Tryggingar 34.000 Æfingagjöld 15.000 Breytileg gjöld eftir mánuðum Líkamsrækt 8.500 Skór 23.000 Matur 85.000 Föt 20.000 Heildartekjur Heildargjöld Samtals 520.000 375.000 Afgangur í febrúar 145.000 h. skilja tilgang trygginga og geta gert sér grein fyrir því hvaða tryggingar eru skylda og hvaða tryggingar eru valkostur og hvernig á að meta hvort tryggja eigi eða sleppa því. i. gera sér grein fyrir almennum réttindum og skyldum á vinnumarkaði sem felur m.a. í sér að geta lesið og skilið ráðningarsamning, hafa skoðun á launum og vinnutíma, skilja hver orlofsréttur launþega er sem og slysa- og veikindaréttur. j. skilja hvað stendur á launaseðli, eins og t.d. lífeyrissjóðsgreiðslur (1), stéttarfélagsgjald (2) og staðgreiðslu tekjuskatts (3, 4 og 5).
6 Dæmi um launaseðil Texti Tímabil Lfl.-þrep Eining Taxti Laun Frádráttur Sérkennari Mánaðarlaun 01.01.24-31.01.24 243-01 1,0000 787.114 787.114 Önnur laun 01.01.24-31.01.24 243-01 1,0000 10.000 10.000 Laun samtals 797.114 S Bayern Versicherung séreign 4,00% 797.114 31.885 LSR A-deild 4,00% 797.114 31.885 KÍ – Félag grunnskólakennara 1,40% 797.114 11.160 Staðgreiðsla 1. þrep 31,48% 446.136 140.444 Staðgreiðsla 2. þrep 37,98 287.209 109.082 Persónuafsláttur 100,00% –64.926 Staðgreiðsla nú 184.600 Frádráttur samtals 259.530 Til útborgunar 537.584 Staða pers.afsl. kort S Bayern Versicherung séreign 2,00% 15.942 LSR A-deild 11,50% 91.668 Samtals frá áramótum Frádráttaliðir frá áramótum Mánaðarlaun 787.114 Persónuafsláttur –64.926 Önnur laun 10.000 Staðgreiðsla 1. þrep 140.444 Staðgreiðsla 2. þrep 109.082 Laun samtals: 797.114 Orlof lagt í banka 26.790 LSR A-deild 31.885 S Bayern Versicherung séreign 31.885 KÍ – Félag grunnskólakennara 11.160 Frádráttur samtals: 286.320 Til uppsöfnunar frá áramótum Framlög atvinnurekenda frá áramótum Úttekið orlof frá 1. maí 240,00 LSR A-deild 91.668 Orlof lagt í banka frá 1. maí 26.790 S Bayern Versicherung séreign 15.942 1 2 6 3 4 5 (1 er það sem maður sjálfur (launþegi) greiðir í lífeyrissjóð. Í þessu tilfelli velur launþegi þýskan lífeyrissjóð fyrir sína greiðslu í séreignassparnað (viðbótarlífeyri) og greiðslu í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) fyrir framlag í almennan lífeyrissjóð (samtryggingu)). (2 er prósentan sem stéttarfélagið innheimtir af launum) (3 eru annars vegar launin sem eru skattskyld í fyrsta og annað þrep skattsins og hins vegar það sem er greitt í lífeyrissjóð sem er ekki skattskylt, samanlagt mynda þessar tölur heildarlaunin. (446.136 (1. þrep) + 287.209 (2. þrep) + 31.885 (það sem launþeginn greiðir í lífeyrissjóð) + 31.885 (það sem launþegi greiðir í séreignarsjóð) (4 er sú upphæð sem reiknast í skatt af annars vegar skattþrepi 1 (140.444 ) og hins vegar af skattþrepi 2 (109.082 kr). Þegar launin eru komin í skattþrep 2 þá hækkar skatturinn fyrir þann hluta launa sem er hærri en skattþrep 1. (5 er upphæðin sem dregst frá skattinum hjá öllum 16 ára og eldri. Alþingi ákveður hve há þessi tala er (persónuafsláttur). Persónuafsláttur uppfærist árlega. (6 hér er tiltekið mótframlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð launþegans. Annars vegar 2% í séreignarsparnað til þýska lífeyrissjóðsins og hinsvegar mótframlag í sameignarsjóðinn hjá LSR uppá 11,5%).
7 k. átta sig á grundvallarmuninum á því að vera launþegi og verktaki. l. átta sig á samspili tíma og ávöxtunar þegar kemur að sparnaði og lántöku. Þegar á að leggja sparnað til hliðar er gott að spá í það hvenær á að nýta sparnaðinn því bankar bjóða upp á mismunandi vaxtarkjör háð lengd á varðveislu sparnaðar, svokallaða bindingu. m. átta sig á mikilvægi sparnaðar og geta greint og borið saman mismunandi sparnaðarform, t.d. óbundið/bundið, verðtryggt/óverðtryggt, bankareikningur/hlutabréf/sjóður o.s.frv. n. þekkja tilgang lífeyrissjóða og valkosti til lífeyrissparnaðar, t.d. viðbótarlífeyrissparnaðar. o. vera almennt fær um að meta mögulega áhættu og ávinning þegar kemur að því að taka ákvarðanir í fjármálum, t.d. þegar kemur að því að ráðstafa sparnaði í mismunandi fjárfestingaleiðir. p. vita hvað felst í því að taka lán, hvað þarf að hafa í huga þegar lán er tekið og átta sig á heildarkostnaði við lántöku. q. geta borið saman mismunandi tegundir lána, þekkja grundvallarmun skammtímaláns og langtímaláns og átta sig á hvað felst í stórum skuldbindingum eins og húsnæðislánum, námslánum og húsaleigu. r. gera sér grein fyrir vandamálum sem geta komið upp varðandi ákvarðanir í fjármálum, t.d. hvað gerist ef einstaklingur getur ekki greitt af láni og hvaða leiðir standa til boða. Gera sér grein fyrir því hvað vanskilaskrá er og hvað það þýðir að vera á henni. s. skilja áhrif breytinga í efnahagsumhverfinu á fjármál einstaklinga, t.d. áhrif yfirvalda og stjórntækja þeirra og þekkja mismunandi gerðir áhrifaþátta eins og stýrivaxta, gengis og verðbólgu. t. skilja samhengið milli þjóðarhags og einkaneyslu, opinberra fjármála og eigin fjármála, t.d. af hverju einstaklingar greiða skatta til samfélagsins, hvernig laun eru ákvörðuð o.s.frv. u. þekkja til hugtaka á borð við: Verðvitund, vörugæði, þjónustugæði, auglýsingar, áhrifavaldar, staðreyndir, áróður, rafrænar greiðslur, netöryggi, staðgreiðsla, millifærslur, debetkort, kreditkort, afborganir, ávöxtun, banki, húsnæðislán, langtímalán, netþrjótur, samneysla, skattleysismörk, skattþrep, vanskilaskrá, veð, raðgreiðslur, yfirdráttur, skammtíma- lán, smálán, lántökugjald, fjárhagsáætlun, rekstur heimilis, skyldutryggingar, aðrar tryggingar, réttindi á vinnumarkaði, skyldur á vinnumarkaði, laun, ráðstöfunartekjur, skattur, persónuafsláttur, lífeyrissjóður, lífeyrir, viðbótarlífeyrir, félagsgjald, stéttarfélag, kjarasamningur, heildarlaun, útborguð laun (ráðstöfunartekjur), innlán, útlán, sparnaður, vextir, vaxtavextir, áhætta, lánshæfismat, rafrænn gjaldmiðill, hlutabréf, skuldabréf, stýrivextir, verðbólga, verðhjöðnun, verðtrygging, vöruskiptajöfnuður, gengi, opinber gjöld, einkaneysla, verðtrygging, virðisaukaskattur, tollar, árleg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK), atvinnuleysi, peningaþvætti. Skýringar á hugtökum er að finna aftast í bókinni.
8 Laun Laun eru það sem einstaklingur fær greitt fyrir tiltekið vinnuframlag. Þetta þýðir að þegar einhver gerir eitthvað fyrir einhvern þá er greitt fyrir það, nema um annað sé samið. Þegar unglingar gera eitthvað á heimili sínu þá er sums staðar greitt fyrir það með launum, annars staðar er þetta sjálfsagður hlutur af samvinnu innan heimilisins. Launuð vinna er yfirleitt utan heimilis. Í launaðri vinnu er annaðhvort greitt fyrir hverja unna klukkustund og telst það þá tímavinna eða greitt fyrir mánuð í einu og telst það þá full vinna eða hlutastarf ef viðkomandi er í fastri vinnu en vinnur ekki fullan vinnudag alla daga vikunnar. Launin sem fást fyrir þessa vinnu eru ákvörðuð af þeim sem á fyrirtækið en mega alls ekki vera lægri en samið er um á milli stéttarfélags og atvinnurekenda í svokölluðum kjarasamningum. Allir sem fá laun eiga rétt á að fá launaseðil. Hvers vegna þarf launaseðil? Á launaseðli eru upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að hægt sé að fylgjast með því að rétt laun séu greidd og að sá sem borgar launin dragi af manni það sem þarf. Á launaseðli sést hvað greitt er í skatt, lífeyrissjóð og stéttarfélagið sem þú ert í. Einnig sést hvort dregið er af launum í orlof. Þessa peninga á sá sem borgar launin að greiða, skattinn til ríkisins, lífeyri í lífeyrissjóð, gjald fyrir stéttarfélag til stéttarfélagsins og orlof er lagt inn á reikning í þinni eigu. Hvaða máli skiptir þetta? Þetta skiptir verulegu máli því ef skattur skilar sér ekki gætir þú lent í að greiða tvöfaldan skatt, ef lífeyrir greiðist ekki til lífeyrissjóðs þá gætir þú orðið af pening seinna á ævinni. Ef ekki er greitt til stéttarfélags telstu ekki vera í því og færð þá ekki þau réttindi sem því fylgja og ef orlof skilar sér ekki þá færðu ekki laun í sumarfríi. Þess vegna þarf að skoða launaseðla vel eða yfirlit á launamiða þegar þú gerir skattaskýrslur, skoða lífeyrisgreiðslur þegar þú færð yfirlit í pósti frá lífeyrissjóði og bera saman orlof á launaseðli við orlofið á bankareikningi. Þessi atriði þurfa að vera í lagi því verkalýðsfélagið ver réttindi þín. Gott er að spyrja vinnufélaga eða trúnaðarmann um þessi mál. Til eru margar gerðir launaseðla og sömu atriði koma fram á þeim öllum en á mismunandi stöðum. Hann er alltaf eins ef ekki er skipt um vinnu. Hér er hægt að skoða annað dæmi um launaseðil.
9 Launatengd gjöld Á vinnumarkaðinum eru margs konar laun. Hver er munurinn á mánaðarlaunum og verktakalaunum? Algengast er að vera með mánaðarlaun. Þá er ákveðið mikið greitt á mánuði fyrir fulla vinnu (kallað 100% vinna). Ef unnið er minna en það þá fær maður hlutfall af mánaðar- launum t.d. 80% vinna = 80% af mánaðarlaunum. Tímakaup er greitt fyrir hvern klukkutíma sem unninn er. Unglingavinnan er dæmi um þetta þar sem krakkar fá greidda ákveðna upphæð fyrir hvern tíma sem þau vinna. Verktakalaun eru þegar einhver tekur ákveðið verk að sér fyrir ákveðinn pening. Þjálfun hjá íþróttafélagi gæti verið dæmi um verktakalaun eða snjómokstur og garðsláttur. Munurinn á mánaðarlaunum og verktakalaunum er að vinnuveitandinn sem borgar mánaðarlaunin gefur út launaseðil og borgar skatta, í lífeyrissjóð, orlof og greiðir laun í veikindum. Verktakar fá heildarlaunin greidd en þurfa sjálfir að gæta þess að greiða skatta, í lífeyrissjóð og leggja inn fyrir orlofi. Verktakar eiga ekki rétt á neinum veikindadögum. Lífeyrir og lífeyrissjóðir Hvað er lífeyrir? Algengast er að fólk hætti að vinna þegar það verður 67 ára, sumir hætta þó fyrr. Þegar fólk hættir að vinna fær það laun frá lífeyrissjóðnum sínum um hver mánaðamót. Þau laun kallast lífeyrir, ellilífeyrir eða eftirlaun. Þið safnið í lífeyrissjóð alla ævi og því skiptir miklu máli að byrja strax því eftir því sem þið borgið í fleiri ár í lífeyrissjóð því meiri ráðstöfunartekjur (pening) hafið þið þegar þið hættið að vinna. Launin sem lífeyrissjóðurinn þinn borgar þér fer eftir því hve mikið þú hefur borgað í hann á meðan þú varst í vinnu. Lífeyrissjóðir eru ekki gamalt fyrirbæri. Verkafólk þurfti að berjast fyrir þeim. Áður en þeir komu þurfti fólk að vinna alla ævi. Nú getur fólk hætt að vinna þegar það sér að það fær nægilega mikið úr lífeyrissjóðnum til að framfleyta sér eða vinna til 67 ára og hætta þá. Á sumum vinnustöðum má fólk vinna þangað til það er orðið sjötugt og safna þannig þremur árum lengur í sjóðinn og fá þá hærri lífeyrisgreiðslu í hverjum mánuði.
10 Hvað gera lífeyrissjóðir? Lífeyrissjóðir fá mjög mikinn pening frá atvinnurekendum í hverjum mánuði. Þeir eru skyldugir til að reyna að verja þennan pening gegn verðbólgu og ávaxta hann. Þess vegna kaupa lífeyrissjóðir hlutabréf í mjög mörgum fyrirtækjum og reyna að velja bæði gömul og rótgróin fyrirtæki sem standa vel og fyrirtæki sem eru ný og efnileg, svokölluð sprotafyrirtæki. Þeir koma þannig snemma inn í eigendahópinn og telja sig geta selt hlutabréfin síðar á mun betra verði en þeir keyptu þegar fyrirtækið hefur stækkað og sannað sig. Lífeyrissjóðir eru ekki bara að reyna þannig að ávaxta peninginn. Með því að kaupa hlutabréf í sprotafyrirtækjum þá eru þeir að styrkja þessi fyrirtæki og hjálpa þeim að koma sér af stað. Lífeyrissjóðir eiga í svo mörgum fyrirtækjum að þeir geta stundum tengt fyrirtæki sem þeir sjá að geta hagnast af því að vinna saman á einhverjum sviðum. Lífeyrissjóðir kaupa einnig í svokölluðum hlutabréfasjóðum. Þá eru hlutabréf margra fyrirtækja saman í sjóði og koma þannig í veg fyrir miklar sveiflur. Ef eitt fyrirtæki hættir eða gengur mjög illa þá lækkar eignin ekki eins mikið og ef keypt hefði verið eingöngu í því fyrirtæki. Sama má segja ef einhverju fyrirtæki gengur mjög vel og hækkar mikið í verði, þá hækkar sjóðurinn ekki mikið því áhrif annarra fyrirtækja koma í veg fyrir það. Það er því minni áhætta að fjárfesta í sjóðum. Hvað er lífeyrissparnaður? Lífeyrissparnaður er peningur sem atvinnurekendur eiga að greiða til lífeyrissjóða. Lífeyrissparnaður er peningur sem lífeyrissjóðir fá til sín og nota til að fjárfesta. Þegar einstaklingur er hættur að vinna vegna aldurs greiðir lífeyrissjóðurinn launin hans. Það heitir lífeyrir. Það er skylda allra frá 16 ára aldri til 70 ára að greiða í lífeyrissjóð. Hvað er viðbótarlífeyrir? Langflestir greiða 4% í lífeyrissjóð og geta valið að greiða viðbótarlífeyri sem einnig er 4%. Þau 4% eru greidd af vinnuveitanda og bætast við lífeyri launþegans. Þetta er mjög mikilvægt að gera strax og ráðning á sér stað til að fá þennan pening sem eykur lífsgæði þegar launþeginn hættir að vinna vegna aldurs.
11 Orlof – sumarfrí Allir sem vinna fyrir launum fá sumarfrí og fá greidd laun á meðan. Orlofsárið telst vera frá 1. maí til 30. apríl og á því tímabili er greitt inn á orlofsreikning launþega. Inneignin er greidd út í byrjun maí, í kringum 10. maí. Ef þú ert í fastri vinnu og færð laun greidd mánaðarlega þá safnar þú rúmlega 2 dögum í hverjum mánuði í sumarleyfi á launum. Þegar þú tekur sumarfrí áttu 30 daga sem þú getur tekið einhvern tíma frá 1. júní til 31. ágúst. Þú færð full laun á meðan þú ert í fríi. Ef þú færð greitt fyrir hvern tíma sem þú vinnur og ert þá í tímavinnu þá ávinnur þú þér sumarfrí sem er 10,17% af dagvinnulaununum þínum í hverjum mánuði. Þannig safnar þú peningi sem þú færð greiddan þegar þú tekur þér sumarfrí. Það fer eftir því hve marga tíma þú hefur unnið yfir árið hve marga daga þú átt í launuðu sumarfríi. Þú mátt alltaf taka 30 daga sumarfrí en ef þú hefur ekki unnið nema fáa tíma í hverjum mánuði þá færðu ekki alla 30 dagana greidda, bara þá sem þú hefur unnið þér inn fyrir. Opinber gjöld Í hvaða fara skattpeningar? Opinber gjöld eru skattar og þjónustugjöld til ríkissjóðs og sjóða sveitarfélaga. Þessum gjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við sameiginlega þjónustu í þjóðfélaginu. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngur og fleira er rekið með skatttekjum ríkisins. Annars konar þjónusta eins og bifreiðagjöld, gerð varnargarða við náttúruhamfarasvæði og afnotagjald Ríkisútvarpsins er innheimt með sértækum opinberum gjöldum. Bankareikningur, debet- og kreditkort Bankareikningur geymir peninga sem þú átt eða ert með umsjón yfir. Millifærslur: Hægt er að millifæra peninga á milli reikninga á netinu eða í appi. Þá er greiddur peningur af einum reikningi yfir á annan sem getur hvort heldur sem er verið í eigu þess er greiðir og er þá millifært á milli eigin reikninga eða millifært yfir á reikning í eigu annars. Þessar færslur kosta ekkert. Debetkort Margt ungt fólk á og notar debetkort. Þegar greitt er með debetkorti er það annað hvort greitt með kortinu sjálfu eða snertilaust t.d. með síma.
12 Hvernig virka debetkort og hvers vegna erum við að nota þau svona mikið? Debetkort virka þannig að ef þú hefur unnið þér inn laun eða fengið pening frá foreldrum eða öðrum þá er sá peningur yfirleitt inni á bankareikningi. Debetkort er tengt við þessa bankareikninga og hægt að nota það til að ráðstafa þeim pening sem er inni á bankareikningnum. Með því að nota þessa gerð greiðslukorts t.d. í verslun þá færist peningur (samstundis) af bankareikningi kaupanda á reikning seljanda. Flestir bankar innheimta gjald fyrir að nota debetkort þegar 24 ára aldri er náð. Bankar hafa engan hag af því að fólk noti peninga og kjósa frekar að fólk noti kort. Hluti af ástæðu þess að bankarnir vilja síður nota seðla en kort er svokallað peningaþvætti. Það er þegar fjármunir sem hafa skapast við ólöglega iðju eru komnir inn í fjárhagskerfið í gegnum ýmis konar starfsemi og þarf þá ekki að gera grein fyrir þessum fjármunum. Með því að vera með allar færslur rafrænar er hægt að rekja hvaðan peningarnir koma ef þess er þörf. Við 24 ára aldur dregur bankinn færslugjöld af bankareikningi mánaðarlega vegna notkunar á debetkorti. Eins þarf að greiða árgjald af debet- og kreditkortum eftir þann aldur. UMRÆÐUR Þegar þið hafið náð 24 ára aldri og notið debetkort frá einum af þremur stóru bönkunum (Arion-, Íslands- og Landsbanka) þá greiðið þið bankanum 19–20 kr. fyrir hverja færslu. Svo eru aðrir sem rukka ekki færslugjöld sbr. Indó. Það skiptir ekki máli hvort þið borgið fyrir síma sem kostar 250.000 eða bland í poka fyrir 120 krónur. Þið borgið það sama til bankans. Af hverju gerið þið það og finnst ykkur það rétt? Hvernig er það öðruvísi þjónusta en til dæmis að senda skilaboð eða tölvupóst? Þið notið kortið 20 sinnum á mánuði í heilt ár og bankinn innheimtir færslu af hverri notkun sem er 19 krónur í dag (21.1.2024) þá borgið þið 4.560 krónur á ári. Sjá verðskrá (bls. 7) VERKEFNI Skoðið debetkortareikninginn ykkar og athugið síðustu 5 færslur þar sem þið notuðuð kortið (það eru mínus tölurnar) og reiknið hvað 20 krónur (kostnaður við hverja færslu 23.1.2024) er há prósenta af færslunni. Sjá verðskrá. Munið að þið þurfið ekki að greiða neitt fyrr en þið verðið 24 ára þannig að þið finnið ekki fyrir þessum kostnaði núna. Notið Excel eða Google sheet þegar þið setjið þetta upp og nýtið ykkur það að setja kostnað vegna færslunnar þannig að þegar upphæðin breytist þurfið þið bara að breyta á einum stað. Dæmi: Keypti í Krónunni fyrir 560 krónur, 20 krónur bætast við og þess vegna kostar þetta 580 en ekki 560. 20/580 = 0,0344 eða 3,4% af því sem ég keypti fer til bankans
13 Kreditkort Kreditkort eru öðruvísi en debetkort að því leyti að í hvert sinn sem kreditkort er notað er verið að taka lán hjá bankanum og þarf að borga það lán um næstu mánaðarmót. Þú þarft að vera 18. ára (fjárráða) til þess að geta fengið kreditkort. Hver er munurinn á debet og kreditkortum? • Debetkort er tengt bankareikningi og þegar hann er tómur, ekkert inni á honum, þá getur þú ekki keypt meira. Inneign á debetkorti segir til um stöðu bankareikningsins. • Kreditkort er ekki með innistæðu á bak við sig. Þú getur notað það þó þú eigir ekkert inni á bankareikningi. Hins vegar þarftu að greiða notkunina í byrjun næsta mánaðar á eftir. Þá er fært af bankareikningi yfir á kreditkortið fyrir neyslunni. Kostir við kreditkort eru að þegar keyptar eru t.d. utanlandsferðir eða leigðir bílaleigubílar erlendis með þeim, fylgja oft tryggingar ef eitthvað kemur upp á fyrir eða í ferðinni. • Fyrirframgreidd kreditkort eru kort sem eru mitt á milli kreditkorta og debetkorta. Það þarf að vera innistæða á þeim eins og á bankareikningum debetkorta en tryggingar og fleira sem fylgja kaupum með kreditkortum eru inni á þessum kortum líka. Þú eyðir ekki um efni fram en færð kostina við kreditkortið. Hverjir eru kostir og gallar við kreditkort? Kreditkort er hægt að nota án þess að eiga peninga og þá geta skapast aðstæður þar sem eytt er um efni fram. Ef reikningur í lok mánaðar reynist hærri en unnt er að greiða er hægt að skipta honum upp í afborganir. Þegar það gerist þarf að borga bankanum vexti af því sem má borga seinna. Þannig græðir bankinn á því að fólk noti kreditkort of mikið. Lán Lán er þegar fengnir eru peningar að láni hjá öðrum, oftast bönkum, til að geta keypt hluti eða fasteign án þess að eiga fyrir því að fullu. Bankalán bera vexti og því kostar hluturinn meira ef tekið er lán til að kaupa hann.
14 Hvaða leiðir er hægt að fara við kaup á bíl? Við kaup á bíl kemur margt til greina. 1. Staðgreiðsla þar sem bíllinn er greiddur að fullu með peningum sem viðkomandi á. 2. Kaupa bíl þegar búið er að spara fyrir kaupverði hans. Ef þú átt ekki nægan pening fyrir þeim bíl sem þig langar í, þá getur þú lagt fyrir t.d. mánaðarlega og safnað upp í kaupverðið. Það þýðir að það kallar á þolinmæði þar sem þú getur ekki keypt bílinn strax. 3. Kaupa bíl og taka lán í banka fyrir þeirri upphæð sem upp á vantar. Þegar þessi leið er valin er best að þurfa sem minnst lán og helst að borga það hratt til baka til að þurfa að borga sem minnst í vexti. Endurgreiðslan á láninu er einu sinni í mánuði. Smálánafyrirtæki Smálánafyrirtæki eru fyrirtæki sem lána lágar upphæðir, (10.000–100.000 krónur) í skamman tíma. Varast skal að taka lán hjá þessum fyrirtækjum því þau eru með mjög háa vexti á lánum sínum. Það þýðir að ef þú færð til dæmis 30.000 króna lán í dag þá þarftu að borga 35.000 eftir einn mánuð. Þá ertu að greiða 200% vexti sem er ólöglegt á Íslandi. Reynt hefur verið eftir fremsta megni að stöðva starfsemi smálánafyrirtækja á Íslandi, því þau stunda ólöglega lánastarfsemi og innheimta ólöglega háa vexti. Þrátt fyrir það skjóta þau upp kollinum við og við. Það þarf að gæta þess að taka ekki lán hjá þeim því það getur aldrei verið gott. Skoða þarf vel þá vexti sem lánafyrirtæki bjóða upp á. Hámarksvextir samkvæmt lögum eru 50% en það eru mjög háir vextir og miðast við ár. Önnur lán Húsnæðislán er lán sem flestir taka einhvern tíma á lífsleiðinni. Það er lán sem er tekið til að kaupa íbúð eða hús. Lánið er oftast til 25 eða 40 ára því upphæðin sem tekin er að láni er mjög há. Til þess að geta tekið húsnæðislán þarf að eiga a.m.k. 10% af því sem húsnæðið kostar sem fyrirhugað er að kaupa. Með hækkandi húsnæðisverði hækkar líka sú upphæð sem þarf að spara til að geta keypt húsnæði. Margir eru að greiða alla ævi af húsnæðislánum. Ekki eru allir sem kjósa að kaupa sér húsnæði og eru mismunandi ástæður fyrir því. Þá þarf að finna húsnæði til að leigja. Húsaleigumarkaður á Íslandi er ótraustur og ódýrast er þegar húsnæði á vegum ættingja og vina er leigt en dýrast þegar þarf að finna húsnæði á sama tíma og margir aðrir og „slegist“ er um hverja íbúð sem auglýst er. Þá ræður framboð og eftirspurn verðinu og getur það orðið mjög hátt í þannig árferði. Á móti kemur að með því að leigja er viðkomandi ekki bundinn af húsnæðinu heldur getur sagt upp leigusamningi og farið annað. Þeir sem kaupa eru bundnir af því að geta selt áður en nýtt húsnæði er fundið.
15 Húsaleigubætur er leið hins opinbera til að koma til móts við fólk sem leigir sér húsnæði til að búa í, ef formlegur samningur er fyrir hendi. Námslán er lán sem hægt er að taka þegar einstaklingur er í námi. Þetta lán miðast við nemendur í háskóla – eða sérnámi. Þeir eiga að geta stundað nám sitt án þess að þurfa að vinna með náminu. Ef unnið er með námi er ekki hægt að fá hámarkslán. Þegar námslán er tekið er mikilvægt að skoða hvernig endurgreiðslu á láninu er háttað. Námslán taka mið af því hvort lánþegi þurfi að leigja sér húsnæði og hver framfærslukostnaðurinn er í viðkomandi landi ef hann er í námi erlendis. Hægt er að sjá inn á Menntasjóði hvaða nám er lánshæft. Skuldabréf er samningur þar sem sá sem fær lánið skrifar undir að hann ætli að greiða lánið á ákveðnum tíma með ákveðnum afborgunum. Skuldabréfið er eign þess sem lánar þar til búið er að greiða lánið upp að fullu. Endurgreiðsla Þegar lán er tekið þarf að gera ráð fyrir að geta endurgreitt það og þá er gott að gera áætlun um hvernig það er gert. Gera þarf ráð fyrir því að eiga ákveðna upphæð sem greidd er í afborganir mánaðarlega. Huga þarf að því að eiga fyrir öðrum nauðsynjum þegar afborgunarupphæðin er ákveðin. Ef lán er tekið í banka eða hjá öðru fjármálafyrirtæki þarf að semja um hvernig endurgreiðslu lánsins er háttað. Útreikningur á lánum Ef nauðsynlegt er að taka lán er gott að skoða fyrst hvaða möguleikar eru í boði við endurgreiðslu þess. Hægt er að taka lán til styttri eða lengri tíma (3 mánuðir upp í 5 ár) og miðast lánstíminn þá bæði við upphæð láns (há lán = lengri tími) og þá mánaðarlegu afborgun sem viðkomandi ræður við. Ef teknar eru þrjár milljónir í bílalán sem ætlunin er að borga til baka á 5 árum (60 mánuðir) þá eru greiddar 1.117.764 krónur í vexti (12,45% óverðtryggðir vextir) og kostnað. Þá fær einstaklingurinn 3 milljónir króna að láni og greiðir samtals u.þ.b. 4,1 milljónir króna til baka. Greiðslubyrðin er 68.000 krónur á mánuði. Ef teknar eru þrjár milljónir í bílalán og ætlunin er að borga til baka á 2,5 árum (30 mánuðir) þá eru greiddar 550 þúsund krónur í vexti (12,45% óverðtryggðir vextir) og kostnað. Þá fær einstaklingurinn 3 milljónir króna að láni og greiðir samtals u.þ.b. 3,55 milljónir króna til baka. Greiðslubyrðin er þá um 118.000 krónur á mánuði. Hér er hægt að slá inn lánsupphæð og sjá hver mánaðarleg afborgun af láninu er.
16 Hvað græði ég á því að spara? Sparnaður Þegar þú ætlar að kaupa hlut og átt ekki pening fyrir honum er best að byrja að safna. Því að þegar þú sparar og greiðir síðan fyrir hlutinn þá er hann orðinn þinn. Hann er þá ódýrari heldur en ef þú tekur lán fyrir honum. Kannski verður þó komin nýrri útgáfa af hlutnum þegar þú ert kominn með þann pening sem upp á vantar. Ef þú lítur hins vegar á það sem svo að þú þurfir þennan hlut nauðsynlega núna þá er möguleiki að fá peninga að láni. Þegar tekið er lán fyrir hlutnum þá er hann eign þess er lánar, að hluta eða öllu leyti, þar til lánið er greitt. Ef ekki tekst að greiða af láninu getur sá sem lánaði tekið hlutinn til sín, hvort sem það er bíll eða sími eða annað. Þrátt fyrir það þarftu eftir sem áður að greiða lánið, allt eða hluta þess og að auki kostnað vegna innheimtu. Það getur því á endanum orðið mjög dýrt að taka lán til að kaupa hlut sem möguleiki var á að safna fyrir. Tökum dæmi um kaup á snjallsíma sem kostar 230.000 krónur. Ef lán er tekið fyrir símanum greiðir þú 17.000 krónur í viðbót í lántökukostnað og vexti eða samtals 247.000 krónur. Ef þú hins vegar ákveður að nota gamla símann áfram og safna fyrir nýjum síma, er líklegt að það verði komin ný týpa á markað þegar búið er að safna fyrir honum. Með því færðu bæði nýrri útgáfu af símanum og sleppur við að greiða vexti og annan kostnað við lántöku. Auk þess er leiðinlegt að þurfa að halda áfram að borga af síma ef honum hefur t.d. verið stolið. Sama gildir um allt annað sem þú ert að gera í lífinu. Ef eitthvað kostar pening sem þig langar að taka þér fyrir hendur er best að safna fyrir því. Tökum sem dæmi sólarlandaferð. Alltaf er gaman að safna góðum minningum en það getur reynst skammgóður vermir að taka lán fyrir slíkri ferð því þegar heim er komið þarftu að fara að vinna fyrir ferð sem þegar er búin. Kannski tekur það þig ár að borga upp lánið og þá er ferðin orðin jafnvel helmingi dýrari en þegar þú keyptir sólarlandaferðina. Þú getur valið um að safna fyrir ferðinni áður en lagt er af stað og notið þannig lífsins án þess að hafa áhyggjur af skuldadögum. Hvaða sparnaðarleiðir eru í boði? Tegundir sparnaðar Hægt er að velja á milli óbundins sparnaðar og bundins, einnig á milli verðtryggðs og óverðtryggðs. Hér má sjá dæmi um sparnaðarreikninga. Athygli skal vakin á því að reikningar sem tengdir eru debetkorti eru ekki sparnaðarreikningar heldur veltureikningar þar sem mikið er um að tekið er út og lagt inn á þá. Þeir reikningar bera í kringum 2% vexti og teljast því ekki góðir til að ávaxta peninga. Óbundinn sparnaður er þegar lagt er inn á bankareikning og það er hægt að taka út af honum hvenær sem er. Hann ber mun lægri vaxtaprósentu en bundinn reikningur því að bankinn þarf að hafa tiltæka peninga til að greiða út. Vextir eru undir 8% en það fer eftir inneign hve háir vextirnir eru, hærri inneign = hærri vextir. Óbundnir reikningar eru óverðtryggðir.
17 Bundinn sparnaður er þegar lagt er inn á bankareikning upphæð sem er bundin þar í ákveðinn tíma. Bankinn þarf því ekki að hafa tiltæka peninga til að greiða út þessa peninga fyrr en binditími er liðinn og getur því boðið hærri vexti enda er bankinn að fá lánað til lengri tíma. Til dæmis er hægt að leggja 100.000 krónur inn á sparnaðarreikning til 6 mánaða. Þá er ekki hægt að nálgast hann fyrr en eftir 6 mánuði. Eftir því sem peningurinn er bundinn lengur því hærri eru vextirnir. Til dæmis 3 mánuðir = 9,4% vextir eða 6 mánuðir = 9,5% vextir. Þessir reikningar eru óverðtryggðir. Einnig er hægt að velja framtíðarreikning sem er bundinn þar til eigandinn verður 18 ára og er sá reikningur verðtryggður. Þegar reikningur er bundinn í meira en eitt ár leggjast ársvextirnir ofan á inneignina og næst þegar vextir eru reiknaðir þá fær eigandinn vexti af upphaflegu inneigninni og einnig af vöxtum sem hafa áunnist. Það er kallað vaxtavextir. Verðtryggðir reikningar bera lægri vexti en bundnir og óbundnir reikningar en geta verið betri ef verðbólga er há. Verðtryggðir reikningar eru með 1,7–1,8% vexti ofan á verðbólgu. Þannig að ef verðbólga er 7% þá bera verðtryggðir reikningar 8,7–8,8% vexti þ.e.a.s. verðbólgu + vextina. Ef verðbólga er lág þá eru verðtryggðir reikningar ekki eins góð ávöxtun nema vextirnir séu þá hærri en 1,7% eða 1,8%. Óverðtryggðir reikningar bera háa vexti til þess að gefa helst jákvæða ávöxtun gagnvart verðbólgu. Ef verðbólga er hærri en vextir reiknings þá lækkar raungildi inneignar. Segjum að inni á reikningi sé upphæð sem dugar fyrir nýjum síma og er bundin í 6 mánuði. Ef vextir á óverðtryggðum reikningi eru 8% en verðbólga 5% þá verður enn nóg inni á reikningnum til að kaupa símann og einhver afgangur. Raungildi inneignar hefur því hækkað á þessum 6 mánuðum. Ef vextirnir eru hins vegar 8% en verðbólgan 10% þá verður ekki nóg inni á reikningnum til að kaupa símann og þar með hefur raungildi inneignar lækkað. Vextir Vextir er það sem maður borgar fyrir að fá peninga að láni. Bankar innheimta vexti af þeim peningum sem þeir lána. Seðlabankinn innheimtir svo vexti af bönkunum því þeir fá lánað hjá Seðlabankanum. Það eru svokallaðir stýrivextir sem stjórna því hvað vextirnir sem bankarnir rukka eru háir. Hærri stýrivextir = hærri bankavextir. Vextir eru misháir en peningar sem fengnir eru að láni í banka bera hærri vexti en peningar sem lagðir eru inn í hann. Í þessu felst meðal annars gróði bankanna. Ef þú leggur 100.000 kr. inn í banka getur þú tekið um það bil 105.000 kr. út eftir árið (5% vextir) ef þú ert til í að binda peningana í bankanum í ár. Ef þú gerir það ekki heldur ert bara með þá á bankareikningi sem tengist debetkortinu þínu þá getur þú tekið 101.000 kr. út eftir 1 ár. Ef þú færð 100.000 kr. lánaðar hjá bankanum í eitt ár þá þarftu að borga að lágmarki 110.000 kr. eftir árið ef bankinn tekur 10% vexti. Vextir af lánum eru þó mismunandi eftir bönkum, lánategundum og lánsupphæðum. Þannig að ef banki fær innlegg frá einstakling A upp á 100.000 kr. en lánar B 100.000 kr. þá græðir bankinn 5.000–9.000 kr. bara fyrir að vera sá aðili sem tekur 100.000 kr. frá A til að lána B þær. Þegar reikningur er bundinn í meira en eitt ár leggjast ársvextirnir ofan á inneignina og næst þegar vextir eru reiknaðir þá fær eigandinn vexti af upphaflegu inneigninni og einnig af vöxtum sem hafa áunnist. Það er kallað vaxtavextir. Inn á rasmus.is (Kynning 6) er hægt að skoða nokkur dæmi um vexti.
18 Skattur Skattur – ríkið og sveitarfélög Hvað er skattur? Ríkið Skattur er það sem launþegar og atvinnurekendur greiða til ríkisins. Skatturinn er svo notaður til þess að greiða fyrir það sem allir íbúar landsins nota saman. Það er til dæmis samgöngukerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, alþingi og fleira. Allir borga skatt en misjafnlega mikinn. Það fer eftir því hvað þú ert með í laun hve háan skatt þú borgar. Því hærri laun, því meiri skatt borgar þú. Sveitarfélög Sveitarfélög fá hluta af skattinum, og kallast það útsvar, sem íbúar sveitarfélagsins greiða. Því hærri tekjur sem íbúar í sveitarfélagi hafa því hærri tekjur hefur sveitarfélagið. Sveitarfélög geta síðan ákveðið að hafa útsvarsprósentuna á bilinu 12,44%–14,47%. Sveitarfélögin nota þá peninga til að reka tónlistar-, leik- og grunnskóla. Einnig sjá þau um að moka snjó, reka sundlaug og íþróttahús, styrkja íþróttafélög og reka menningarstarfsemi eins og leikhús og söfn. Umræður: Ríkið þarf að auka tekjur sínar um 1,5 milljarða á milli ára. Hvaða leiðir hefur ríkið til að ná í þessar aukatekjur. Hvernig mynduð þið vilja að ríkið gerði það? Skattþrep Skattleysismörk eru mörkin sem miðað er við áður en greiddur er skattur af launum. Hátt í 40% af launum hvers og eins fer í skattgreiðslu en allir 16 ára (á árinu) og eldri fá persónuafslátt á móti. Allir fá sama persónuafsláttinn. 15 ára unglingar eða yngri mega hafa 180.000 krónur í laun á árinu án þess að greiða skatt en greiða aðeins 6% skatt af því sem er umfram þá upphæð. Það fer svo eftir því hvað einstaklingurinn er með í laun hve háa prósentu hann borgar í skatt. Það eru þrjú tekjuskattsþrep fyrir launþega á Íslandi. Fyrir árið 2024 gilda þessi þrep: Skattþrep 1 Þú borgar 31,48% af fyrstu 446.136 krónunum sem þú færð í laun. Skattþrep 2 Þú borgar 37,98% af næstu 806.364 krónunum sem þú færð í laun eða frá 446.137–1.252.501 krónum. Skattþrep 3 Þú borgar 46,28% af launum sem eru yfir 1.252.501 krónu.
19 Útskýring Ef þú ert með tvær milljónir í laun þá borgar þú fyrst 31,48% af 446.136 krónum sem eru í skattþrepi 1, því næst borgar þú 37,98% af 806.364 krónum (upphæðin sem er í skattþrepi 2 (1.252.501 - 446.136 skattþr.1) og endar á að borga 46,28% af síðustu 747.499 krónunum (2.000.000- 1.252.501 skattþr.2) sem þú færð í laun. Ef þú ert með 350.000 krónur í laun þá borgar þú 31,48% af allri upphæðinni í skatt því þú nærð ekki að komast upp fyrir 446.136 krónurnar sem eru hærri mörk skattþreps 1. Ef þú ert með 450.000 krónur í laun þá borgar þú bara 37,98% af 3.864 krónum. Vegna þess að 446.136 krónur fara í 31,48% en 3.864 krónur fara í 37,98% (skattþr.2) VERKEFNI Skoðið skattþrepin og setjið upp í Excel eða Google-sheet. Persónuafsláttur Persónuafsláttur fyrir árið 2024 er 64.926 krónur á mánuði. Þetta þýðir að þegar búið er að reikna skattinn út af laununum þá fáið þið þessa upphæð í frádrátt frá skattinum. Ef þið eruð með milljón í mánaðarlaun og eigið að borga 400.000 í skatt þá fáið þið þennan frádrátt og endið á að borga 400.000–64.926 = 335.074 krónur í skatt. VERKEFNI Reiknið út hvað þið þurfið að borga í skatt ef þið eruð með 800.000 krónur í mánaðarlaun. Notið skattaprósentu sem þið finnið á rsk.is Finnið út hvaða laun greiða nákvæmlega 64.926 krónur í skatt og eru því skattlaus eftir frádráttinn. Atvinnurekendur Atvinnurekendur eru þeir sem eiga og reka atvinnufyrirtæki, bæði stór og smá. Atvinnurekendur eru aðilar að stórum samtökum, stærst þeirra er samtök atvinnulífsins (SA) en önnur eru félag atvinnurekenda (FA), samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og samtök fyrirtækja í velferðarrekstri (SFV). Ríkisfyrirtæki og fyrirtæki og stofnanir sem sveitarfélög reka eru einnig stórir atvinnurekendur. Hlutverk samtakanna er að skapa fyrirtækjum hagstæð skilyrði. Þau semja um launakjör við stéttarfélög.
20 Verkföll Hvað eru verkföll? Verkfall er þegar einhver ákveðin stétt (t.d. kennarar, bílstjórar, bankastarfsfólk og afgreiðslufólk í verslunum) hættir að mæta í vinnu og þá mega aðrir ekki vinna þau störf. Ófaglært starfsfólk skóla, foreldrar eða aðrir aðstandendur mega ekki ganga í störf kennara ef kennarar fara í verkfall. Það sama gildir um önnur störf vegna þess að í verkfalli gildir sú regla að enginn má ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Tilgangur verkfalls er að fá þá sem borga launin til að borga hærri laun eða bæta önnur kjör starfsfólks. Fólk vill hærri laun og/eða betri kjör vegna þess að það telur vinnuna sem það vinnur meira virði en það sem er greitt fyrir hana. Sumir hópar eins og til dæmis lögreglan mega ekki fara í verkfall því það er nauðsynlegt að lögreglan sé alltaf til staðar til að bregðast við ef óhöpp eða afbrot eiga sér stað. Þeir þurfa því að semja um launahækkun og/eða betri kjör án þess að leggja niður störf. Hvers vegna eiga verkföll sér stað? Verkföll eiga sér stað vegna þess að þau sem vilja fá launahækkun og þau sem borga launin ná ekki samkomulagi um það hve mikil hækkunin á að vera. Verkfall er síðasta úrræði hvers stéttarfélags til að fara fram á hærri laun eða bættar starfsaðstæður. Verkfall á sér ekki stað nema hvorugur aðilinn gefi eftir í sínum kröfum. 10. febrúar 2023 var boðað til verkfalls hjá Eflingu í Reykjavík, hjá starfsfólki á hótelum sem voru í Eflingu. Viku síðar fóru olíubílstjórar í verkfall. Þetta var gert til að auka þrýsting á þá sem sömdu fyrir þessi fyrirtæki. Það var mjög mikilvægt að allir fengju bensín og olíu á bílana sína til að geta farið í vinnuna og fleira. Ef ekkert bensín var á tönkunum á bensínstöðvunum þá fór almenningur að krefjast þess að aðilar vinnudeilunnar Efling (Félag verkafólks) og SA (Samtök atvinnurekenda) myndu semja. Efling sagði að SA gæti borgað töluvert betur og SA sagði að Efling fengi bara sama og aðrir. Þetta var því deila sem var erfitt að leysa en þegar á leið náðu aðilar samkomulagi þar sem báðir aðilar gáfu eftir og mættust á miðri leið og verkfalli var aflýst.
21 Verkbann Hvað er verkbann? Atvinnurekendur geta beitt verkbanni þegar illa gengur að semja um laun við stéttarfélög. Í verkbanni stöðva atvinnurekendur vinnu að einhverju eða öllu leiti hjá launþegum og eru þeir launalausir á meðan á verkbanni stendur. Verkbann er mjög sjaldan notað enda kemur það öllum aðilum illa. Hvers vegna er verkbann? Verkbann er helst notað þegar það starfsfólk sem er í vinnu getur líti ð sinnt starfi sínu vegna verkfalls annars starfsfólks. Þá er fyrirtækið lamað vegna þess að það vantar ákveðna, mikilvæga starfsmenn. Fyrirtækið sendir þá hina heim og hættir að borga þeim laun, frekar en að hafa þá í vinnunni þar sem engin starfsemi er í gangi. Stéttarfélög Stéttarfélög á Íslandi eru mörg. Þau eru eins og atvinnurekendur saman í stærri einingu í von um að ná fram betri samningum. Stærstu félögin eru ASÍ (Alþýðusamband Íslands), VR (Félag verslunarfólks), BSRB, (Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar), BHM (Bandalag háskólamanna), Sameyki (Félag opinberra starfsmanna í almannaþágu), KÍ (Félag leik-, grunn- og framhaldsskólakennara á Íslandi), Efling (Félag verkafólks) Eining-Iðja (Félag verkafólks á Akureyri). Eins og áður er nefnt telja þau betra að semja undir einum stórum hatti en hvert í sínu lagi og því eru launatöflur margra stéttarfélaga eins eða mjög líkar. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki gagnvart landsmönnum því þau standa vörð um þau réttindi sem hafa náðst í gegnum tíðina, svo sem sumarfrí, veikindarétt, lágmarkslaun, hámarks dagvinnutíma, lífeyrisréttindi og fleira sem er alls ekki sjálfgefið að fá upp í hendurnar. Og verkafólk þurfti að berjast fyrir þessum réttindum Helstu stéttarfélög má finna hér: ASÍ, VR, BSRB, BHM, Sameyki, KÍ, Efling, Eining-Iðja, Hverjir eru kostir þess að vera í stéttarfélagi? Trúnaðarmenn eru á flestum vinnustöðum. Þeir gegna hlutverki stéttarfélags innan vinnustaðar og eiga að gæta þess að farið sé eftir þeim samningum sem eru í gangi. Yfirleitt geta trúnaðarmenn leyst þau vandamál sem koma upp, t.d. varðandi launamál eða uppsagnir annaðhvort sjálf eða með því að fá aðstoð stéttarfélagsins.
22 Ef eitthvað kemur upp á í vinnunni sem trúnaðarmaður nær ekki að vinna úr er hægt að hafa samband við stéttarfélagið sitt og fá ráðleggingar eða aðstoð. Mörg stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrki fyrir t.d. endurmenntun, námskeiðum eða annarri fræðslu. Einnig eru oft veittir styrkir fyrir t.d. sjúkraþjálfun, líkamsrækt og gleraugnakaupum. Flest stéttarfélög bjóða félagsmönnum sínum að leigja sumarhús á góðum kjörum, bæði innanlands og utan. Það fer oft eftir því hversu lengi er búið að greiða í stéttarfélagið hverjir ganga fyrir þegar margir sækja um sömu dagana. Stéttarfélög hjálpa til við að leysa úr ágreiningi þegar vinnuveitandi og launþegi eru ósammála um hvernig skal greiða eftir samningi sem liggur fyrir. Stéttarfélög semja um laun þeirra sem í þeim eru og þannig þarf ekki hver og einn að semja um sín lágmarkslaun en geta samið um betri laun við sína vinnuveitendur en stéttarfélög gera. Kjarasamningsbundin laun eru lágmarkslaun. Það má greiða meira en ekki minna. Stéttarfélög eru félög launþega og allir sem í þeim eru geta gefið kost á sér í embætti innan stéttarfélagsins, til dæmis sem formaður stéttarfélagsins eða setið í stjórn þess eða samninganefnd. Veikindaréttur Þegar einstaklingur er kominn á vinnumarkaðinn og er ekki verktaki, heldur fær greidd mánaðarlaun eða tímakaup, vinnur hann sér inn veikindarétt. Veikindaréttur hvers og eins er MJÖG VERÐMÆTUR og það verður að fara vel með hann. Í hverjum mánuði sem starfsmaður er við vinnu fær hann 2 veikindadaga sem safnast saman yfir árið. Þegar veikindi koma upp getur hann nýtt þessa daga á fullum launum. Því fleiri mánuði sem starfsmaður er án veikinda því fleiri veikindadaga á hann inni. Ef langtímaveikindi koma upp koma uppsafnaðir veikindadagar sér vel. Hvaða skyldur höfum við í okkar vinnu? Hér á undan var farið yfir réttindi þeirra sem eru í vinnu hjá öðrum. Þeir hafa ekki bara réttindi heldur hafa þeir einnig skyldur. Dæmi um skyldu er að sinna vinnu sinni eins vel og kostur er hverju sinni. Það er einnig skylda að mæta til vinnu nema þegar aðstæður eru þannig að það er ekki hægt, t.d. vegna veikinda, fjölskylduaðstæðna eða annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna (og þá er skylda að tilkynna forföll til vinnuveitanda um leið og mögulegt er). Einnig skal starfsfólk fara að löglegum fyrirmælum yfirmanna sinna. Það er skylda starfsmanns eins og vinnuveitanda að virða uppsagnartíma. Það eru líka margar óskráðar reglur s.s. að tala ekki illa um vinnustaðinn sinn, aðstoða þá sem eru nýbyrjaðir, koma vel fram við samstarfsfólk o.s.frv.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=