5 Sjálfsmynd mín Sjálfsmynd okkar byggist meðal annars á því hvernig við sjáum eða upplifum okkur sjálf og hvaða augum aðrir líta okkur. Öll viljum við að ímynd okkar sé jákvæð í hugum annarra. Til að stuðla að því þurfum við að huga að því sjálf, til dæmis með því að hugsa um okkur sjálf á jákvæðan hátt. Hugsaðu um þig á jákvæðan hátt með því að fylla í hjartahólfin þín. Skráðu í efra hólfið vinstra megin eitthvað sem þú ert góð/góður/gott eða fær/fært í. Skrifaðu þau gildi sem þér finnst mikilvægust og þú myndir aldrei víkja frá í efra hólfið hægra megin. Í neðra hólfið vinstra megin skaltu segja frá einhverju takmarki sem þú hefur sett þér. Í neðra hólfið hægra megin skaltu segja frá þeim eiginleikum sem aðrir kunna að meta í fari þínu. Hvernig myndir þú vilja að aðrir lýstu þér? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=