29 Orðaforði ■ Samfélag ■ Réttindi ■ Skyldur ■ Ábyrgð ■ Persónuleg ábyrgð ■ Samfélagsleg ábyrgð ■ Mannréttindi ■ Umhverfisvernd ■ Lýðræði ■ Borgari ■ Þegn ■ Borgaravitund ■ Sjálfbær þróun Hver eru réttindi þín og skyldur í samfélaginu? Hvernig skilur þú orðið nemendalýðræði? Hvað eru mannréttindi? Þú tilheyrir samfélagi Nú þegar þú hefur fjallað um ýmislegt sem viðkemur þér og samskiptum þínum við aðra er ekki úr vegi að ljúka þessu hefti á stuttri umfjöllun um þig sem hluta af því samfélagi sem þú tilheyrir. Í raun tilheyrir þú mörgum ólíkum samfélögum. Bekkurinn þinn í skólanum er samfélag, skólinn í heild sinni er samfélag, bærinn eða hverfið sem þú átt heima í er samfélag og landið sem þú býrð í er samfélag, líka stundum nefnt þjóðfélag. Þú ert þegn eða borgari í þessu þjóðfélagi. Borgarar hafa ákveðin réttindi og þessum réttindum fylgja líka skyldur og ábyrgð af ýmsu tagi. Það má kalla það borgaravitund að vera meðvitaður um þessi réttindi, skyldur og ábyrgð. Í okkar þjóðfélagi byggjast réttindi borgaranna á lýðræðislegum grunni. Það þýðir að allir hafi rétt til að láta í ljós vilja sinn og skoðanir og hafa áhrif á samfélagsleg málefni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=