Ertu? Vinnubók í lífsleikni - rafbók

28 Taktu púlsinn hjá þér Margs ber að gæta í samskiptum fólks og meðal annars hefur verið sagt að þú ættir að koma fram við aðra eins og þú vilt að sé komið fram við þig. Flettu eftir- farandi orðum upp í orðabók og athugaðu merkingu þeirra – þetta eru lykilorð í tengslum við vináttu og samskipti: Samhygð, tillitssemi, umburðarlyndi, umhyggja, hjálpsemi, vinsemd, traust, virðing. Lestu eftirfarandi fullyrðingar og merktu við eins og á við um þig af einlægni og heiðarleika. Alltaf Oft Stundum Aldrei 1 Ég er góður hlustandi.     2 Ég ber umhyggju fyrir öðrum.     3 Ég get þagað yfir leyndarmáli.     4 Ég held loforð sem ég hef gefið.     5 Ég hvet aðra og hughreysti.     6 Ég hjálpa öðrum að líða betur þegar þeir hafa gert mistök.     7 Ég er heiðarleg/heiðarlegur/heiðarlegt.     8 Ég fyrirgef öðrum sem hefur orðið á eða gert mistök.     9 Ég geri ekki lítið úr öðrum eða kem með niðurdrepandi athugasemdir.     10 Ég hrósa fólki og slæ því gullhamra.     11 Ég gríp ekki fram í fyrir öðrum.     12 Ef einhver reitir mig til reiði þá bregst ég við af ákveðni í stað þess að ásaka.     13 Ég hjálpa öðrum að finnast þau flink og mikilvæg.     14 Ég reyni að sýna samhygð, þ.e. að setja mig í spor annarra.     15 Ég reyni að vera ekki afbrýðisöm/afbrýðisamur /afbrýðisamt þó vinur minn eigi aðra vini.     16 Það er hægt að treysta mér.     17 Ég reyni að leggja mitt af mörkum í hópnum.     18 Ég reyni að styðja vini mína.     19 Ég reyni að sjá eitthvað jákvætt og gott í öllum.     20 Það er hægt að treysta mér.     21 Ég reyni að rétta vinum hjálparhönd þegar þeir eiga í erfiðleikum með eitthvað.     22 Mér semur vel við alls konar fólk.     ■ Skoðaðu staðhæfingar þar sem þú merkir við alltaf og oft. Þar stendur þú vel að vígi. ■ Skoðaðu staðhæfingar þar sem þú merkir við stundum og aldrei. Þar þyrftir þú að taka þig á og bæta þig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=