1 Orðaforði Sjálfsþekking Gildi Eiginleiki Sjálfsmynd Sjálfstraust Markmið Hve oft hefur þú spurt þig spurningarinnar „Hver er ég?“ Hve vel þekkir þú sjálfa/sjálfan/sjálft þig? Hvaða mynd hafa aðrir af þér? Sjálfsþekking – kemur sér vel Grískir heimspekingar til forna áttuðu sig á því að ein af forsendum þess að lifa góðu lífi væri sú að þekkja sjálfan sig. Þetta var fyrir um 2000 árum og þessi speki er enn í fullu gildi. Sjálfsþekking felur í sér að gera sér grein fyrir styrkleikum sínum og veikleikum, vita hvert þú stefnir, þ.e. hvaða markmið þú hefur og hvaða gildi og viðmið þú hefur í lífinu. Sjálfstraust tengist sjálfsþekkingu sterkum böndum og felur í sér að hafa trú á sér og tilfinningu fyrir því að geta og kunna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=